Aukinn byr í segl bílaleiga og flotinn stækkar

Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað um fimm þúsund á síðustu tveimur mánuðum sem er 30 prósent fjölgun. Samt sem áður ná bílaleigur vart að anna eftirspurn og dæmi eru um að verð hafi margfaldast.

Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað samhliða auknum fjölda ferðamanna.
Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað samhliða auknum fjölda ferðamanna.
Auglýsing

Fjöldi bílaleigubíla í umferð hefur aukist um rúmlega 30 prósent á síðustu tveimur mánuðum. Alls voru rúmlega 17 þúsund bílaleigubílar í umferð í upphafi mánaðar en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðan í mars þegar fjöldi þeirra var rúmlega 12 þúsund. Í maí skreið fjöldi bíla í umferð yfir 13 þúsund og í upphafi júní voru þeir orðnir tæplega 15 þúsund. Samgöngustofa heldur utan um fjölda bílaleigubíla og eru tölurnar fengnar úr skammtímahagvísum ferðaþjónustu sem Hagstofa Íslands tekur saman.

Með auknum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands hafa bílaleigurnar fengið byr í seglin. Enn er þó langt í land með að fjöldi bílaleigubíla, bæði í umferð og alls, jafnist á við það sem var fyrir faraldur. Til samanburðar voru um 25 þúsund bílaleigubílar í umferð í júlí fyrir tveimur árum.

Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á tóku bílaleigurnar mikinn fjölda bíla sinna úr umferð og var töluverður fjöldi þeirra seldur í kjölfarið. Frá upphafi faraldurs hafa bílaleigubílar sem ekki eru í umferð aldrei verið jafn fáir og nú en þeir eru um eitt þúsund og heildarstærð bílaleiguflotans því um 18 þúsund. Í upphafi árs var fjöldi bílaleigubíla sem ekki voru í umferð rúmlega fimm þúsund. Þegar mest lét var fjöldi þeirra vel á áttunda þúsund, í maí í fyrra.

Auglýsing

Verð á bílaleigubílum margfaldast

Þrátt fyrir að bílaleigurnar hafi stækkað flota sína og fækkað bílum sem eru ekki í umferð er staðan sú að þær anna vart eftirspurn eftir bílum. Líkt og fjallað var um í frétt RÚV, þá er tvennt sem veldur. Annars vegar hefur aukning í komum erlendra ferðamanna verið meiri en gert hafði verið ráð fyrir og hins vegar hefur kórónuveirufaraldurinn frestað afhendingu á nýjum bílum.

Eftirspurnin eftir bílaleigubílum er slík að leiguverðið hefur margfaldast á nokkrum mánuðum. Verðkönnun Túrista leiddi það í ljós að leiga á smábíl hjá Hertz á tímabilinu 1. til 8. ágúst hafi hækkað um 324 prósent frá því í desember. Í desember var leiguverðið tæplega 94 þúsund en þegar verðið var kannað þann 11. júlí var það komið upp í tæplega 304 þúsund.

Í frétt Vísis um málið er haft eftir Sigfúsi Bjarna Sigfússyni, forstjóra Hertz, að fólk sé farið að bóka bílaleigubíla seinna en áður og jafnan oft ekki fyrr en eftir að búið er að bóka flug og gistingu. „Síðustu sætin í flugvélinni seljast hugsanlega á töluvert hærra verði og eins með síðasta hótelherbergið og bílaleigubílinn,“ sagði Sigfús í samtali við Vísi.

Líf færist yfir Keflavíkurflugvöll

Í byrjun sumars fór fjöldi erlendra ferðamanna ört vaxandi. Í maí fóru rúmlega 14 þúsund erlendir ferðamenn um Flugstöð Leifs Eiríkssonar en í júní voru þeir orðnir um þrefalt fleiri, tæplega 43 þúsund. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu er fjöldinn enn langt undir eðlilegum fjölda ferðamanna sem fer um flugvellinn að sumri til, tæplega 195 þúsund ferðamenn komu til landsins í júní fyrir tveimur árum.

Snemma í þessum mánuði tilkynnti ISAVIA svo að fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll hefði verið 10.580 laugardaginn 3. júlí. Það var í fyrsta sinn í rúma 15 mánuði sem fjöldi farþega fór yfir 10 þúsund á einum og sama deginum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent