Aukinn byr í segl bílaleiga og flotinn stækkar

Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað um fimm þúsund á síðustu tveimur mánuðum sem er 30 prósent fjölgun. Samt sem áður ná bílaleigur vart að anna eftirspurn og dæmi eru um að verð hafi margfaldast.

Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað samhliða auknum fjölda ferðamanna.
Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað samhliða auknum fjölda ferðamanna.
Auglýsing

Fjöldi bíla­leigu­bíla í umferð hefur auk­ist um rúm­lega 30 pró­sent á síð­ustu tveimur mán­uð­um. Alls voru rúm­lega 17 þús­und bíla­leigu­bílar í umferð í upp­hafi mán­aðar en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðan í mars þegar fjöldi þeirra var rúm­lega 12 þús­und. Í maí skreið fjöldi bíla í umferð yfir 13 þús­und og í upp­hafi júní voru þeir orðnir tæp­lega 15 þús­und. Sam­göngu­stofa heldur utan um fjölda bíla­leigu­bíla og eru töl­urnar fengnar úr skamm­tíma­hag­vísum ferða­þjón­ustu sem Hag­stofa Íslands tekur sam­an.

Með auknum fjölda ferða­manna sem hingað koma til lands hafa bíla­leig­urnar fengið byr í segl­in. Enn er þó langt í land með að fjöldi bíla­leigu­bíla, bæði í umferð og alls, jafn­ist á við það sem var fyrir far­ald­ur. Til sam­an­burðar voru um 25 þús­und bíla­leigu­bílar í umferð í júlí fyrir tveimur árum.

Eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á tóku bíla­leig­urnar mik­inn fjölda bíla sinna úr umferð og var tölu­verður fjöldi þeirra seldur í kjöl­far­ið. Frá upp­hafi far­ald­urs hafa bíla­leigu­bílar sem ekki eru í umferð aldrei verið jafn fáir og nú en þeir eru um eitt þús­und og heild­ar­stærð bíla­leigu­flot­ans því um 18 þús­und. Í upp­hafi árs var fjöldi bíla­leigu­bíla sem ekki voru í umferð rúm­lega fimm þús­und. Þegar mest lét var fjöldi þeirra vel á átt­unda þús­und, í maí í fyrra.

Auglýsing

Verð á bíla­leigu­bílum marg­fald­ast

Þrátt fyrir að bíla­leig­urnar hafi stækkað flota sína og fækkað bílum sem eru ekki í umferð er staðan sú að þær anna vart eft­ir­spurn eftir bíl­um. Líkt og fjallað var um í frétt RÚV, þá er tvennt sem veld­ur. Ann­ars vegar hefur aukn­ing í komum erlendra ferða­manna verið meiri en gert hafði verið ráð fyrir og hins vegar hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn frestað afhend­ingu á nýjum bíl­um.

Eft­ir­spurnin eftir bíla­leigu­bílum er slík að leigu­verðið hefur marg­fald­ast á nokkrum mán­uð­um. Verð­könnun Túrista leiddi það í ljós að leiga á smá­bíl hjá Hertz á tíma­bil­inu 1. til 8. ágúst hafi hækkað um 324 pró­sent frá því í des­em­ber. Í des­em­ber var leigu­verðið tæp­lega 94 þús­und en þegar verðið var kannað þann 11. júlí var það komið upp í tæp­lega 304 þús­und.

Í frétt Vísis um málið er haft eftir Sig­fúsi Bjarna Sig­fús­syni, for­stjóra Hertz, að fólk sé farið að bóka bíla­leigu­bíla seinna en áður og jafnan oft ekki fyrr en eftir að búið er að bóka flug og gist­ingu. „Síð­ustu sætin í flug­vél­inni selj­ast hugs­an­lega á tölu­vert hærra verði og eins með síð­asta hót­el­her­bergið og bíla­leigu­bíl­inn,“ sagði Sig­fús í sam­tali við Vísi.

Líf fær­ist yfir Kefla­vík­ur­flug­völl

Í byrjun sum­ars fór fjöldi erlendra ferða­manna ört vax­andi. Í maí fóru rúm­lega 14 þús­und erlendir ferða­menn um Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar en í júní voru þeir orðnir um þrefalt fleiri, tæp­lega 43 þús­und. Þrátt fyrir þessa miklu aukn­ingu er fjöld­inn enn langt undir eðli­legum fjölda ferða­manna sem fer um flug­vell­inn að sumri til, tæp­lega 195 þús­und ferða­menn komu til lands­ins í júní fyrir tveimur árum.

Snemma í þessum mán­uði til­kynnti ISA­VIA svo að fjöldi far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl hefði verið 10.580 laug­ar­dag­inn 3. júlí. Það var í fyrsta sinn í rúma 15 mán­uði sem fjöldi far­þega fór yfir 10 þús­und á einum og sama deg­in­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent