65 greinst með delta-afbrigðið hér á landi

Fullbólusett fólk getur smitast, smitað aðra og „fullbólusett fólk getur veikst alvarlega,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 65 manns hafa greinst með delta-afbrigðið hér á landi – og enn á eftir að raðgreina smit sem hafa greinst síðustu daga.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

65 manns höfðu greinst með delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar hér á landi þann 13. júlí. Rað­grein­ing á smitum síð­ustu daga stendur enn yfir og því gæti þessi tala verið hærri í raun. Fyrsta til­fellið af delta-af­brigð­inu greind­ist 13. jan­ú­ar.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið að af þessum 65 smitum hafi sextán verið svokölluð afleidd smit inn­an­lands, þ.e. fólk sem hefur smit­ast af afbrigð­inu á Íslandi, ekki erlend­is. Að minnsta kosti þrettán ein­stak­lingar sem greinst hafa með delta-af­brigðið voru full­bólu­settir en Þórólfur segir áreið­an­legar upp­lýs­ingar frá öllum greindum ferða­mönnum um bólu­setn­ingar ekki liggja fyr­ir.

Auglýsing

Hætt var að skima bólu­setta ferða­menn við kom­una til lands­ins þann 1. júlí. Þórólfur segir koma til greina af sinni hálfu að breyta því, fari delta-af­brigðið að grein­ast í enn meira mæli.

Þórólfur sagði í hádeg­is­fréttum RÚV að ljóst væri að veirusmitin væru farin að dreifa sér nokkuð víða. Hann benti enn­fremur á að full­bólu­settir gætu smitast, þeir gætu smitað aðra og jafn­vel veikst alvar­lega. Í ljósi þró­un­ar­innar síð­ustu daga, þar sem 24 inn­an­lands­smit hafa greinst á aðeins fjórum dög­um, búist hann jafn­vel við að herða þurfi ráð­staf­anir á landa­mær­um. Þá úti­lokar hann ekki að grípa þurfi einnig til þess að setja aftur á aðgerðir inn­an­lands, ger­ist staðan tví­sýnni. Hann sagði svo í við­tali við Vísi að hann væri með minn­is­blað til ráð­herra í smíðum þar sem hann mun leggja til breyt­ingar á aðgerðum á landa­mær­un­um. For­gangs­at­riði væri að stöðva flutn­ing á veirunni inn í land­ið.

Rann­sóknir benda til að delta-af­brigðið sé um 60 pró­sent meira smit­andi en þau sem áður höfðu komið fram. Það upp­götv­að­ist fyrst á Ind­landi og setti þar af stað í vor stærstu bylgju far­ald­urs­ins frá upp­hafi. Það hefur nú greinst í vel yfir hund­rað löndum og er orðið ráð­andi afbrigði veirunnar í mörgum löndum Evr­ópu, m.a. á Spáni þar sem spreng­ing hefur orðið í fjölda til­fella að und­an­förnu.

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í gær, þeim fyrsta sem hald­inn hefur verið í 49 daga, sagði Þórólfur „klárt“ að virkni bólu­efn­anna væri ekki eins góð og hann hafði von­ast eft­ir. Mik­ill meiri­hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna inn­an­lands síð­ustu daga hefur verið full­bólu­sett­ur. Þórólfur tal­aði því um „nýjan kafla“ í bar­átt­unni við COVID-19. Á meðan bólu­setn­ingar væru ekki útbreidd­ari í heim­inum en raun ber vitni megi áfram búast við nýjum afbrigðum veirunn­ar. Því þurfi fólk að lifa með sótt­varna­að­gerðum næstu mán­uði og hugs­an­lega leng­ur, „kannski í ár, ég veit það það ekki. Þetta er hvergi nærri búið þótt margir virð­ist líta svo á“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent