Danir koma með veiruna frá Spáni – „Við getum ekki farið og sótt fólk“

Danska borgaraþjónustan stendur í ströngu þessa dagana að svara Dönum sem eru komnir í einangrun á farsóttarhótelum á Spáni en vilja komast heim. Við slíkum beiðnum er ekki hægt að bregðast. Mikil uppsveifla er í faraldrinum á Íberíuskaga.

Margir ferðamenn eru á Spáni að njóta lífsins.
Margir ferðamenn eru á Spáni að njóta lífsins.
Auglýsing

Átta prósent smita sem greinst hafa í Danmörku síðustu vikuna eru meðal fólks sem hefur komið smitað af veirunni heim úr fríi á Spáni. Þetta kemur yfirmanni borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins ekki á óvart þar sem margir Danir sækja í sólina á Spáni þessa dagana þrátt fyrir að smitum hafi fjölgað þar gríðarlega hratt síðustu vikur. Hann segir stöðuna sýna að allir verði að viðhalda þeim „góðu siðum“ sem við höfum tamið okkur í heimsfaraldrinum og á þar við einstaklingsbundnar sýkingavarnir. Að öðrum kosti gæti fólk endað í einangrun á hótelum í sumarfríinu.

„Fólk verður að taka það með inn í myndina að flest lönd setja þá sem smitast í einangrun og þá má viðkomandi ekki fara í flug,“ segir Erik Brøgger Rasmussen, yfirmaður dönsku borgaraþjónustunnar í viðtali við Danska ríkisútvarpið.

Hann segir engin áform uppi um að herða ferðatakmarkanir gagnvart Spáni eða öðrum löndum innan Evrópusambandsins á næstunni, nema að enn eitt afbrigði veirunnar skjóti upp kollinum sem ekki hafi greinst í Danmörku.

Auglýsing

„Flestir sem hringja í [borgaraþjónustuna] eru hissa á því að lenda í einangrun erlendis og geta ekki komið heim,“ segir Rasmussen. En borgaraþjónustan geti lítið gert að því. „Við getum ekki farið og sótt fólk af því að það dvelur á farsóttarhótelum og við getum ekki heldur krafist þess að það fái betri þjónustu þar.“

Fjölmargir Danir hafa haft samband við borgaraþjónustuna eftir að greinast með veiruna erlendis. Þetta setur skiljanlega strik í reikninginn hjá fólki, það finnur jafnvel enginn einkenni. Aðrir kvarta yfir því að komast ekki heim í vinnuna. Og enn aðrir spyrja hver eigi eiginlega að borga fyrir dvölina á farsóttarhótelinu. Rasmussen segir að hvað það varði bendi borgaraþjónustan á ferðaskrifstofuna eða á tryggingarfélög.

Skyndileg aukning í fjölda kórónuveirusmita á Spáni hefur komið mörgum í opna skjöldu. Margvíslegar takmarkanir hafa verið settar á þar sem smitin eru hvað útbreiddust. Bæði Spánn og Kýpur eiga í sama vanda og eru komnir á „rauða listann“ hjá nokkrum ríkjum hvað ferðalög varðar, m.a. í Noregi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent