Danir koma með veiruna frá Spáni – „Við getum ekki farið og sótt fólk“

Danska borgaraþjónustan stendur í ströngu þessa dagana að svara Dönum sem eru komnir í einangrun á farsóttarhótelum á Spáni en vilja komast heim. Við slíkum beiðnum er ekki hægt að bregðast. Mikil uppsveifla er í faraldrinum á Íberíuskaga.

Margir ferðamenn eru á Spáni að njóta lífsins.
Margir ferðamenn eru á Spáni að njóta lífsins.
Auglýsing

Átta pró­sent smita sem greinst hafa í Dan­mörku síð­ustu vik­una eru meðal fólks sem hefur komið smitað af veirunni heim úr fríi á Spáni. Þetta kemur yfir­manni borg­ara­þjón­ustu danska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins ekki á óvart þar sem margir Danir sækja í sól­ina á Spáni þessa dag­ana þrátt fyrir að smitum hafi fjölgað þar gríð­ar­lega hratt síð­ustu vik­ur. Hann segir stöð­una sýna að allir verði að við­halda þeim „góðu sið­um“ sem við höfum tamið okkur í heims­far­aldr­inum og á þar við ein­stak­lings­bundnar sýk­inga­varn­ir. Að öðrum kosti gæti fólk endað í ein­angrun á hót­elum í sum­ar­frí­inu.

„Fólk verður að taka það með inn í mynd­ina að flest lönd setja þá sem smit­ast í ein­angrun og þá má við­kom­andi ekki fara í flug,“ segir Erik Brøg­ger Rasmus­sen, yfir­maður dönsku borg­ara­þjón­ust­unnar í við­tali við Danska rík­is­út­varpið.

Hann segir engin áform uppi um að herða ferða­tak­mark­anir gagn­vart Spáni eða öðrum löndum innan Evr­ópu­sam­bands­ins á næst­unni, nema að enn eitt afbrigði veirunnar skjóti upp koll­inum sem ekki hafi greinst í Dan­mörku.

Auglýsing

„Flestir sem hringja í [borg­ara­þjón­ust­una] eru hissa á því að lenda í ein­angrun erlendis og geta ekki komið heim,“ segir Rasmus­sen. En borg­ara­þjón­ustan geti lítið gert að því. „Við getum ekki farið og sótt fólk af því að það dvelur á far­sótt­ar­hót­elum og við getum ekki heldur kraf­ist þess að það fái betri þjón­ustu þar.“

Fjöl­margir Danir hafa haft sam­band við borg­ara­þjón­ust­una eftir að grein­ast með veiruna erlend­is. Þetta setur skilj­an­lega strik í reikn­ing­inn hjá fólki, það finnur jafn­vel eng­inn ein­kenni. Aðrir kvarta yfir því að kom­ast ekki heim í vinn­una. Og enn aðrir spyrja hver eigi eig­in­lega að borga fyrir dvöl­ina á far­sótt­ar­hót­el­inu. Rasmus­sen segir að hvað það varði bendi borg­ara­þjón­ustan á ferða­skrif­stof­una eða á trygg­ing­ar­fé­lög.

Skyndi­leg aukn­ing í fjölda kór­ónu­veirusmita á Spáni hefur komið mörgum í opna skjöldu. Marg­vís­legar tak­mark­anir hafa verið settar á þar sem smitin eru hvað útbreidd­ust. Bæði Spánn og Kýpur eiga í sama vanda og eru komnir á „rauða list­ann“ hjá nokkrum ríkjum hvað ferða­lög varð­ar, m.a. í Nor­egi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent