24 smit á fjórum dögum

Sjö greindust með COVID-19 innanlands í gær. Á fjórum dögum hafa því 24 smit af kórónuveirunni greinst. Meirihluti fólksins hefur verið fullbólusettur.

Innanlandssmitum hefur fjölgað síðustu daga.
Innanlandssmitum hefur fjölgað síðustu daga.
Auglýsing

Um 400 manns eru nú í sótt­kví á Íslandi vegna smita sem hafa verið greind síð­ustu daga. Á fjórum sól­ar­hringum hafa 24 greinst með veiruna inn­an­lands. Flestir hafa þeir ein­stak­lingar verið full­bólu­sett­ir. Búast má við að fleiri fari í sótt­kví í dag.

Í gær greindust sjö og af þeim voru fjórir utan sótt­kví­ar. Allt fólkið var bólu­sett, segir í til­kynn­ingu frá almanna­vörn­um.

Þá greindust einnig sjö með veiruna á landa­mær­unum í gær.

Auglýsing

Frá því hætt var að skima bólu­setta ferða­menn, börn og fólk með vott­orð um fyrri sýk­ingu við landa­mærin þann 1. júlí hafa 30 til­felli af COVID-19 greinst inn­an­lands. Þau má ýmist rekja annað hvort beint til landamær­anna eða til skemmti­staða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi gær­dags­ins.

Á sama tíma­bili hafa 47 greinst á landa­mær­unum með veiruna. Flest smitin eru af delta-af­brigði veirunnar sem er mun meira smit­andi en önn­ur.

Hann sagði einnig að bólu­setn­ingar væru ekki að veita þá vörn sem von­ast hafði verið eft­ir. Þær drægju vissu­lega veru­lega úr hættu á alvar­legum veik­indum en fólk væri enn að sýkj­ast og smita aðra, þrátt fyrir að vera bólu­sett.

„Við sjáum að smit eru að koma yfir landa­mærin með ferða­mönn­um, einkum bólu­sett­um. Við sjáum að smit með fólki sem er að koma virð­ist einkum dreifast inn­an­lands frá þeim sem eru hér með tengsla­net, Íslend­ing­um. Flest inn­an­lands­mitin eru hjá full­bólu­settum ein­stak­ling­um. Ég tel fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem við erum að sjá. Þó að ég sé ekki með til­lögur til ráð­herra um hertar aðgerðir inn­an­lands nú gæti sú staða komið upp fljót­lega fari ástandið versn­and­i.“

Ef grípa þurfi til aðgerða sagði Þórólfur að það yrðu þær sem við hefðum þegar góða reynslu af í far­aldr­inum hingað til.

„Að sjálf­sögðu bindum við vonir við að bólu­setn­ing muni skapa við­spyrnu gegn útbreiddum far­aldri,“ sagði hann og minnti á að um 70 pró­sent þjóð­ar­innar væri nú full­bólu­sett. Hins vegar væri áfram full ástæða til þess að hvetja alla til að við­hafa ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir til að hamla frek­ari útbreiðslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent