24 smit á fjórum dögum

Sjö greindust með COVID-19 innanlands í gær. Á fjórum dögum hafa því 24 smit af kórónuveirunni greinst. Meirihluti fólksins hefur verið fullbólusettur.

Innanlandssmitum hefur fjölgað síðustu daga.
Innanlandssmitum hefur fjölgað síðustu daga.
Auglýsing

Um 400 manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna smita sem hafa verið greind síðustu daga. Á fjórum sólarhringum hafa 24 greinst með veiruna innanlands. Flestir hafa þeir einstaklingar verið fullbólusettir. Búast má við að fleiri fari í sóttkví í dag.

Í gær greindust sjö og af þeim voru fjórir utan sóttkvíar. Allt fólkið var bólusett, segir í tilkynningu frá almannavörnum.

Þá greindust einnig sjö með veiruna á landamærunum í gær.

Auglýsing

Frá því hætt var að skima bólusetta ferðamenn, börn og fólk með vottorð um fyrri sýkingu við landamærin þann 1. júlí hafa 30 tilfelli af COVID-19 greinst innanlands. Þau má ýmist rekja annað hvort beint til landamæranna eða til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi gærdagsins.

Á sama tímabili hafa 47 greinst á landamærunum með veiruna. Flest smitin eru af delta-afbrigði veirunnar sem er mun meira smitandi en önnur.

Hann sagði einnig að bólusetningar væru ekki að veita þá vörn sem vonast hafði verið eftir. Þær drægju vissulega verulega úr hættu á alvarlegum veikindum en fólk væri enn að sýkjast og smita aðra, þrátt fyrir að vera bólusett.

„Við sjáum að smit eru að koma yfir landamærin með ferðamönnum, einkum bólusettum. Við sjáum að smit með fólki sem er að koma virðist einkum dreifast innanlands frá þeim sem eru hér með tengslanet, Íslendingum. Flest innanlandsmitin eru hjá fullbólusettum einstaklingum. Ég tel fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem við erum að sjá. Þó að ég sé ekki með tillögur til ráðherra um hertar aðgerðir innanlands nú gæti sú staða komið upp fljótlega fari ástandið versnandi.“

Ef grípa þurfi til aðgerða sagði Þórólfur að það yrðu þær sem við hefðum þegar góða reynslu af í faraldrinum hingað til.

„Að sjálfsögðu bindum við vonir við að bólusetning muni skapa viðspyrnu gegn útbreiddum faraldri,“ sagði hann og minnti á að um 70 prósent þjóðarinnar væri nú fullbólusett. Hins vegar væri áfram full ástæða til þess að hvetja alla til að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir til að hamla frekari útbreiðslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent