Delta-afbrigðið er „mjög ógnvænlegur óvinur“

Læknar vilja að útgöngubann verði sett á í Perth líkt og gert hefur verið í Sydney og nágrenni til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins í Ástralíu. Innan við fimm prósent Ástrala eru fullbólusettir.

Hún er enn og aftur tóm, Bondi-ströndin í Sydney. Útgöngubann er í borginni.
Hún er enn og aftur tóm, Bondi-ströndin í Sydney. Útgöngubann er í borginni.
Auglýsing

Sam­tök lækna í vest­an­verðri Ástr­alíu hvetja stjórn­völd til að herða sam­komu­tak­mark­anir í borg­inni Perth til að reyna að koma í veg fyrir aðra bylgju far­ald­urs kór­ónu­veirunnar í land­inu. Þegar hafa verið settar á miklar tak­mark­anir í fylk­inu Nýja Suð­ur­-Wa­les sem ná til yfir fimm millj­óna manna í borg­inni Sydney og næsta nágrenni. Þar höfðu í gær greinst yfir 110 manns með Delta-af­brigði veirunnar og í dag greindust 30 manns en rað­grein­ingar sýna er enn beð­ið. Lækna­sam­tökin telja að með því að herða veru­lega sam­komu­tak­mark­anir í Perth mætti ná utan um sýk­ingar sem þar hafa nú blossað upp.

Auglýsing

Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í Nýja Suð­ur­-Wa­les gilda í tvær vik­ur. „Í ljósi þess hversu smit­andi afbrigðið er þá eigum við von á því að smit­tölur eigi eftir að hækka næstu daga,“ sagði fylk­is­stjór­inn Gladys Ber­ejiklian í gær. Aðgerð­irnar eru harð­ar. Það er útgöngu­bann og fólk á almennt að halda sig heima. Tölu­verður fjöldi grunn­skóla­nem­enda og kenn­ara við nokkra skóla eru komin í ein­angrun eftir að smit greindust fyrir helgi á síð­asta skóla­degi fyrir frí.

Þetta er í fyrsta sinn frá því að far­ald­ur­inn hófst sem útgöngu­bann er sett á í Sydn­ey. Almennt hefur smit­tíðni verið lág í Ástr­alíu enda snemma gripið til harðra aðgerða, m.a. ferða­tak­markanna. Smit­in, sem urðu til þess að tak­mark­anir voru settar á, komu fyrst upp í Bond­i-út­hverf­inu í borg­inni fyrir viku. Smit fóru svo að grein­ast á öðrum stöðum í Sydney og eru m.a. tengd við bíl­stjóra sem ók fólki til og frá alþjóða­flug­vell­in­um.

Sótthreinsun fyrir framan verslun í Sydney í Ástralíu.Smitum hefur fjölgað nokkuð undanfarna daga. Mynd: EPA

Á öðrum svæð­um, m.a. í borg­inni Darwin, hefur tveggja sól­ar­hringa útgöngu­bann verið sett á.

Delta-af­brigð­ið, sem fyrst upp­götv­að­ist á Ind­landi, er „mjög ógn­væn­legur óvin­ur,“ sagði ástr­alski heil­brigð­is­ráð­herr­ann er til­kynnt var um hertar aðgerð­ir. „Sydney-­bú­ar, við munum kom­ast í gegnum þetta í sam­ein­ing­u,“ sagði Scott Morri­son for­sæt­is­ráð­herra.

Starfs­fólk skyldað í bólu­setn­ingu

Til enn­frek­ari aðgerða á að grípa í hefur rík­is­stjórnin nú ákveð­ið, í kjöl­far neyð­ar­fund­ar, að skylda allt starfs­fólk í öldr­un­ar­þjón­ustu til að fara í bólu­setn­ingu. Allir þeir starfs­menn eiga að vera komnir með að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efnis í sept­em­ber. Þá hefur einnig verið ákveðið að allir geti fengið bólu­efni Astr­aZeneca, óháð aldri.

Auglýsing

Morri­son sagði eftir neyð­ar­fund­inn að Delta-af­brigðið væri sann­ar­lega mun meira smit­andi en önnur afbrigði veirunnar og að fólk sem færi í sótt­kví þyrfti héðan í frá að fara í sýna­töku 2-3 dögum eftir að hafa yfir­gefið sótt­kví­ar­hót­el. Rík­is­stjórnin sam­þykkti einnig að skylda alla starfs­menn far­sótt­ar­húsa til að fara í bólu­setn­ingu en fara engu að síður reglu­lega í sýna­töku.

Bólu­efna­skortur

Leið­togar fylkja Ástr­alíu eru margir hverjir vonsviknir með hvernig bólu­setn­ing­ar­her­ferð rík­is­stjórn­ar­innar hefur tek­ist til. Þeir vilja að aðgerðir á landa­mærum séu hertar frekar nú þegar Delta-af­brigðið er að grein­ast víða um land­ið. Innan við fimm pró­sent Ástr­ala eru full­bólu­settir og er Ástr­alía í neðsta sæti yfir hlut­falls­legan fjölda bólu­settra af öllum OECD-­ríkj­un­um.

„Eng­inn getur verið sáttur við það hvernig bólu­efnum er dreift,“ segir Daniel Andrews, fylk­is­stjóri Vikt­or­íu. „Við glímum við skort.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent