Delta-afbrigðið er „mjög ógnvænlegur óvinur“

Læknar vilja að útgöngubann verði sett á í Perth líkt og gert hefur verið í Sydney og nágrenni til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins í Ástralíu. Innan við fimm prósent Ástrala eru fullbólusettir.

Hún er enn og aftur tóm, Bondi-ströndin í Sydney. Útgöngubann er í borginni.
Hún er enn og aftur tóm, Bondi-ströndin í Sydney. Útgöngubann er í borginni.
Auglýsing

Sam­tök lækna í vest­an­verðri Ástr­alíu hvetja stjórn­völd til að herða sam­komu­tak­mark­anir í borg­inni Perth til að reyna að koma í veg fyrir aðra bylgju far­ald­urs kór­ónu­veirunnar í land­inu. Þegar hafa verið settar á miklar tak­mark­anir í fylk­inu Nýja Suð­ur­-Wa­les sem ná til yfir fimm millj­óna manna í borg­inni Sydney og næsta nágrenni. Þar höfðu í gær greinst yfir 110 manns með Delta-af­brigði veirunnar og í dag greindust 30 manns en rað­grein­ingar sýna er enn beð­ið. Lækna­sam­tökin telja að með því að herða veru­lega sam­komu­tak­mark­anir í Perth mætti ná utan um sýk­ingar sem þar hafa nú blossað upp.

Auglýsing

Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í Nýja Suð­ur­-Wa­les gilda í tvær vik­ur. „Í ljósi þess hversu smit­andi afbrigðið er þá eigum við von á því að smit­tölur eigi eftir að hækka næstu daga,“ sagði fylk­is­stjór­inn Gladys Ber­ejiklian í gær. Aðgerð­irnar eru harð­ar. Það er útgöngu­bann og fólk á almennt að halda sig heima. Tölu­verður fjöldi grunn­skóla­nem­enda og kenn­ara við nokkra skóla eru komin í ein­angrun eftir að smit greindust fyrir helgi á síð­asta skóla­degi fyrir frí.

Þetta er í fyrsta sinn frá því að far­ald­ur­inn hófst sem útgöngu­bann er sett á í Sydn­ey. Almennt hefur smit­tíðni verið lág í Ástr­alíu enda snemma gripið til harðra aðgerða, m.a. ferða­tak­markanna. Smit­in, sem urðu til þess að tak­mark­anir voru settar á, komu fyrst upp í Bond­i-út­hverf­inu í borg­inni fyrir viku. Smit fóru svo að grein­ast á öðrum stöðum í Sydney og eru m.a. tengd við bíl­stjóra sem ók fólki til og frá alþjóða­flug­vell­in­um.

Sótthreinsun fyrir framan verslun í Sydney í Ástralíu.Smitum hefur fjölgað nokkuð undanfarna daga. Mynd: EPA

Á öðrum svæð­um, m.a. í borg­inni Darwin, hefur tveggja sól­ar­hringa útgöngu­bann verið sett á.

Delta-af­brigð­ið, sem fyrst upp­götv­að­ist á Ind­landi, er „mjög ógn­væn­legur óvin­ur,“ sagði ástr­alski heil­brigð­is­ráð­herr­ann er til­kynnt var um hertar aðgerð­ir. „Sydney-­bú­ar, við munum kom­ast í gegnum þetta í sam­ein­ing­u,“ sagði Scott Morri­son for­sæt­is­ráð­herra.

Starfs­fólk skyldað í bólu­setn­ingu

Til enn­frek­ari aðgerða á að grípa í hefur rík­is­stjórnin nú ákveð­ið, í kjöl­far neyð­ar­fund­ar, að skylda allt starfs­fólk í öldr­un­ar­þjón­ustu til að fara í bólu­setn­ingu. Allir þeir starfs­menn eiga að vera komnir með að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efnis í sept­em­ber. Þá hefur einnig verið ákveðið að allir geti fengið bólu­efni Astr­aZeneca, óháð aldri.

Auglýsing

Morri­son sagði eftir neyð­ar­fund­inn að Delta-af­brigðið væri sann­ar­lega mun meira smit­andi en önnur afbrigði veirunnar og að fólk sem færi í sótt­kví þyrfti héðan í frá að fara í sýna­töku 2-3 dögum eftir að hafa yfir­gefið sótt­kví­ar­hót­el. Rík­is­stjórnin sam­þykkti einnig að skylda alla starfs­menn far­sótt­ar­húsa til að fara í bólu­setn­ingu en fara engu að síður reglu­lega í sýna­töku.

Bólu­efna­skortur

Leið­togar fylkja Ástr­alíu eru margir hverjir vonsviknir með hvernig bólu­setn­ing­ar­her­ferð rík­is­stjórn­ar­innar hefur tek­ist til. Þeir vilja að aðgerðir á landa­mærum séu hertar frekar nú þegar Delta-af­brigðið er að grein­ast víða um land­ið. Innan við fimm pró­sent Ástr­ala eru full­bólu­settir og er Ástr­alía í neðsta sæti yfir hlut­falls­legan fjölda bólu­settra af öllum OECD-­ríkj­un­um.

„Eng­inn getur verið sáttur við það hvernig bólu­efnum er dreift,“ segir Daniel Andrews, fylk­is­stjóri Vikt­or­íu. „Við glímum við skort.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent