Samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga fyrir þetta ár, sem hefur verið birt á vef Alþingis, verður tuttugu milljarða afgangur af rekstri ríkisins á þessu ári í stað 3,5 milljarða afgangi eins og fjárlög gerðu ráð fyrir.
Mestu munar um hærri arðgreiðslur í ríkissjóð frá dótturfyrirtækjum þess, einkum Landsbankanum, en þær nema um fimmtán milljörðum.
Þá er ekki tekið tillit til stöðugleikaframlags frá slitabúum hinna föllnu banka, nema 379 milljörðum króna, í samhengi við framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta.
Tekjur verða um 26 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir, en arðgreiðslur nema um fimmtán milljörðum af þeirri fjárhæð. Skatttekjur vegna fjármagnstekjuskatts og tekjuskatt verða einnig hærri en gert var ráð fyrir.
Útgjöld verða einnig mun hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir, og munar þar tæplega tíu milljörum.
Vegagerðin mun fá tæplega þriggja milljarða viðbótarframlag, samkvæmt fjáraukalögunum, embætti sérstaks saksóknara um 400 milljónir og framkvæmdasjóður ferðamannastaða 850 milljónir. Þá nemur viðbótarframlag til Sjúkratryggina rúmlega tveimur milljörðum króna.
Frumvarpinu var dreift í þinginu 31. október síðastliðinn, og á vafalítið eftir að teka frekari breytingum við meðförum þingsins.