ÍKSA: Allar þrjár fullyrðingar Jóns Gnarr eru rangar

gnarr2.jpg
Auglýsing

Íslenska kvik­mynda- og sjón­varps­aka­dem­í­an, ÍKSA, seg­ist í yfir­lýs­ingu síst af öllu vilja standa í deilum við 365, en aug­ljóst sé að Jón Gnarr, fram­kvæmda­stjóri dag­skrársviðs 365, sé að mis­skilja ýmis­legt varð­andi Edd­una. Greint var frá því í dag að 365 hefði sagt sig frá þátt­töku í Edd­unni þetta árið.Jón sagði fyrr í dag að RÚV hefði verið með 70 pró­sent vægi í dóm­nefnd Edd­unnar en 365 beri á sama tíma helm­ing af kostn­aði hátíð­ar­innar, þar sem verð­launað er fyrir það sem best er gert í sjón­varpi og kvik­mynda­gerð á Íslandi. Auk þess hafi hug­myndir 365 um að auka vægi almenn­ings við kjör ekki náð fram að ganga. 

Í yfir­lýs­ing­unni, sem Hilmar Sig­urðs­son, for­maður ÍKSA, og Bryn­hildur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri, skrifa und­ir, segj­ast þau ekki hafa náð sam­bandi við Jón til að leið­rétta mis­skiln­ing hans. Allar þrjár full­yrð­ingar hans um Edd­una, sem Kjarn­inn fjall­aði um í frétt fyrr í dag, væru rang­ar.Þau segja það „fjar­stæðu­kennt“ að tala um að sjö­tíu pró­sent val­nefnd­ar­manna séu á ein­hvern hátt tengdir RÚV. Þá hafi 365 ekki greitt nema 15 pró­sent af rekstr­ar­gjöldum ÍKSA á síð­asta ári, en hafi auk þess greitt fyrir útsend­ing­ar­rétt­inn á Edd­unni. Sé það tekið með í reikn­ing­inn hafi 365 greitt um þriðj­ung af rekstr­ar­gjöld­um.

Einnig segir í yfir­lýs­ing­unni að engar til­lögur hafi verið lagðar fram af 365, þar sem lagt er til að vægi almenn­ings við kjör verði auk­ið. Yfir­lýs­ing Hilmar og Bryn­hild­ar, vegna ummæla Jóns Gnarr, fer hér að neðan í heild sinni.

Auglýsing

1. Að RÚV hafi 70% vægi í dóm­nefnd Eddu­verð­launa.

Verk  sem send eru inn í Eddu­verð­launin fara í gegnum tvær kosn­ingar og engin dóm­nefnd starfar á vegum Edd­unn­ar. Látum það liggja á milli hluta og skoðum hverjir kjósa.

Í fyrsta lagi eru öll inn­send verk metin af fjórum val­nefndum Edd­unn­ar. Ein val­nefndin til­nefnir leikið efni, önnur sjón­varps­efni, þriðja heim­ilda­myndir og sú fjórða til­nefnir ein­stak­linga til fag­verð­launa Edd­unn­ar. Sjö aðilar eiga sæti í hverri val­nefnd, alls 28 manns. Val­nefnd­ar­menn sitja aðeins eitt ár í senn og hægt er að skoða hverjir sitja í val­nefnd­unum á vef­síð­unni edd­an.isÞað er fjar­stæðu­kennt að 70% val­nefnd­ar­manna séu á ein­hvern hátt tengd RÚV. 

Í öðru lagi þá kjósa svo með­limir Aka­dem­í­unnar á milli til­nefndra verka, þ.e.um það hver hlýtur Edd­una í hverjum flokki fyrir sig. Með­limir aka­dem­í­unnar eru 562 tals­ins, allt íslenskt fag­fólk úr kvik­mynda- og sjón­varps­brans­an­um. Öllum er séð fyrir opnum og óheftum aðgangi að öllum verk­unum meðan á kosn­ingu stend­ur.

Aka­dem­íu­að­ildin er með öllu ein­stak­lings­bundin og ekki tengd fyr­ir­tækjum og hvernig Jón tengir 70% aðild­ar­fé­laga ÍKSA við RÚV er bein­línis óskilj­an­legt. Félags­skrá ÍKSA er aðgengi­leg á vef­síð­unni edd­an.is. Til gam­ans má geta að þeir aðild­ar­fé­lagar ÍKSA sem eru með skráð RÚV net­föng eru 22 tals­ins en þeir sem eru með skráð net­föng hjá 365 miðlum eru 19 tals­ins.

2. Að 365 beri helm­ing kostn­aðar vegna veit­ingu Eddu­verð­launa.

Aðild­ar- og inn­send­ing­ar­gjöld 365 á síð­asta ári námu 15% af heild­ar­rekstr­ar­gjöldum ÍKSA.

Að auki keyptu 365 miðlar útsend­ing­ar­rétt frá verð­launa­há­tíð­inni og ef sá kostn­aður er tekin með nam fram­lag 365 alls 33% af heild­ar­rekstr­ar­kostn­aði ÍKSA.

3. Að 365 hafi lagt fram ýmsar til­lögur um að auka vægi almenn­ings í kjöri á verð­launa­höfum sem ekki hafi hlotið braut­ar­gengi.

Engin slík til­laga (hvað þá ýms­ar) hafa verið lagðar fram af 365. Fagráð Edd­unn­ar, þar sem full­trúar 365 hafa set­ið, tekur allar ákvarð­anir um fyr­ir­komu­lag Eddu­verð­laun­anna. Allar fund­ar­gerðir Fagráðs eru opin­berar og aðgengi­legar á edd­an.is.

Rétt er að vekja athygli á því að Eddu­verð­launin eru fag­verð­laun en ekki vin­sæld­ar­kosn­ing og fyr­ir­komu­lag Edd­unnar er sam­bæri­legt við fyr­ir­komu­lag ann­arra verð­launa­há­tíða um allan heim, svo sem Ósk­arsverð­laun­anna. 

Í þessu sam­bandi viljum við líka vekja athygli á því að til skamms tíma voru ein verð­laun Edd­unnar kosin í almennri síma­kosn­ingu áhorf­enda, þ.e. sjón­varps­maður árs­ins. Aðeins eru tvö ár síðan þessu var breytt úr almenn­ings­kosn­ingu í fag­kosn­ingu, að kröfu 365. Rökin voru þau að það væri fag að vera sjón­varps­mað­ur­/þátta­stjórn­andi en ekki vin­sæld­ar­kosn­ing og jafn­framt að áskrift­ar­sjón­varp gæti aldrei unnið vin­sæld­ar­kosn­ingu meðal alls almenn­ings. 

Með vin­semd, Hilmar Sig­urðs­son, for­maður ÍKSA. Bryn­hildur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Edd­unn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None