Flóttamannabúðir á háfjallahóteli

Herdís Sigurgrímsdóttir
flóttamenn serbía
Auglýsing

Skelf­ing greip um sig með­al­ flótta­mann­anna. Þau sátu í rútu sem hafði tveimur tímum áður keyrt út frá­ ókunnri borg. Osló hét hún víst. Nor­egur var áfanga­staður sem þau höfðu hald­ið að væri örugg­ur. Og svo keyrði rútan út af þjóð­veg­inum og snigl­að­ist upp­ hlykkj­óttan fjall­veg, út í myrkar óbyggðir í húmi næt­ur. Eftir á sögð­u flótta­menn­irnir við norska ­blaðið Aften­posten að þeir hefðu haldið að sinn síð­asti dagur væri upp­ runn­inn. Margir áttu sárar minn­ingar frá ofbeldi í heima­land­inu, lífs­háska sem þau höfðu lent í á erf­iðu ferða­lagi og mann­vonsku kald­rifj­aðra smygl­ara. Nokkrir byrj­uðu að gráta hástöf­um. En svo renndi rútan í hlað við há­fjalla­hót­elið Horn­sjø, í nágrenni við Lil­lehammer. Morg­un­inn eftir vakn­að­i flótta­fólkið við algjöra kyrrð og fjalla­sýn sem rúm­aði heila ólymp­íu­leika fyr­ir­ ell­efu árum síð­an.

Horn­sjø er eitt af mörg­um hót­elum í Nor­egi sem nú hýsa flótta­fólk, til lengri eða skemmri tíma. Norska ­sjón­varps­stöðin TV2 segir frá því að um 8000 flótta­menn búi á hót­elum víðs ­vegar um Nor­eg, gjarna í nátt­myrkr­inu í Norð­ur­-Nor­egi eða á öðrum afskekkt­u­m ­stöð­um. Reikn­ingur norsku útlend­inga­stofn­un­ar­innar hleypur á 6,5 millj­ón­um norskra króna á sól­ar­hring, um 100 millj­ónir íslenskra króna.

Auglýsing


Útlend­inga­stofn­unin seg­ist vilja skipta út hót­elgist­ing­unni fyrir ein­fald­ari aðbúnað í íþrótta­sölum eða á­líka. En fólk heldur bara áfram að streyma inn, og þá er ein­fald­ara að senda ­fólk þangað sem þegar eru upp­búin rúm. Auð­vitað koma upp til­lögur um ann­að húsa­rými: íþrótta­hall­ir, gamlar her­búð­ir, óseld hús sem standa auð. Í nágrenn­i Stafang­urs hefur meira að segja komið til tals að flótta­fólk geti gist í aflögðum útsjáv­ar­í­búða­bragga sem áður var tengdur olíu­bor­p­alli en stendur nú á eða við land. Þó hefur Nor­egur ekki fengið í fangið nema brota­brot af þeim ­fólks­fjölda sem hefur streymt til Sví­þjóð­ar.

Ekki rúm fyrir þau á gisti­hús­inu

Í Sví­þjóð er allt orðið full­t. ­Sænski fjár­mála­ráð­herr­ann varar flótta­fólk við að koma til Sví­þjóðar því það ­geti ekki treyst því að fá þak yfir höf­uð­ið ­fyrir vet­ur­inn. Sænska kerfið er sprengt. Sví­þjóð getur ekki skot­ið ­skjóls­húsi yfir fleiri flótta­menn, segir rík­is­stjórn­in, og  hefur sótt um neyð­ar­að­stoð til ESB. Sænska ­stjórnin vill að Evr­ópu­sam­bandið telji landið með Grikk­landi og Ítal­íu, í hópi þeirra landa sem þegar hafa sprengt getu sína til að geta tekið á mót­i flótta­mönnum svo vel sé.



Sví­þjóð áætlar að um 190.000 ­manns muni koma til lands­ins áður en árið er liðið í þeim til­gangi að sækja um hæli. Hlut­falls­lega er þetta miklu fleiri en komið hafa til Þýska­lands, sem þó hefur verið hvað mest í fréttum fyrir að taka flótta­fólki opnum örm­um. ­Þjóð­verjar munu lík­lega taka við einni milljón fram að ára­mót­um, en Þjóð­verjar eru átta sinnum fleiri en Sví­ar, svo miðað við höfða­tölu er álagið 60% meira á sænska kerf­ið. Flótta­manna­fjöld­inn í Sví­þjóð á þessu ári til­svarar því að 6500 flótta­menn kæmu og sæktu um hæli á Íslandi.


Nágranna­löndin Nor­egur og D­an­mörk fá ekki nema brota­brot af sænska flótta­manna­straumnum til sín. Hér er ­gott yfir­lit norska ­blaðs­ins Aften­posten á mis­mun­andi mót­tökum flótta­fólks í skand­in­av­ísku lönd­unum þrem­ur. Nor­egur á von á 25-30 þús­und manns og Dan­mörk ekki nema 15 ­þús­und­um, enda hafa dönsk yfir­völd fátt gert til að laða til sín flótta­fólk.

Tjald­búðir flótta­manna

Við flótta­manna­mót­tök­una í Malmö er risin tjald­borg. Fyrstu tjöld­unum var slegið upp fyrir tveimur vik­um og nú er þar pláss fyrir 400 flótta­menn. “Yf­ir­leitt þarf fólk ekki að ver­a þarna lengur en fimm til sex tíma,” segir Rex­hep Hajrizi, starfs­mað­ur­ flótta­manna­mót­tök­unnar við sænska blaðið Dag­ens ny­heter. Okkur finnst þetta ekki góð lausn en við eigum ekki ann­ars völ. Þetta er þak yfir höf­uðið og er hlýtt. Þetta er þús­und sinnum betra en að bíða úti á bíla­stæð­i.”

Tjald­búð­irnar eru ekki hugs­að­ar­ ­sem íveru­stað­ur, heldur bið­stofa. En raun­veru­leik­inn er að hátt í 2000 manns koma til Sví­þjóðar um Malmö á sól­ar­hring. Um 250 manns gistu í tjald­búð­un­um að­fara­nótt föstu­dags og þeim fjölg­ar.



Ólíkar aðferðir Norð­ur­land­anna

Ein af ástæð­unum fyrir því að Norð­menn eiga í basli við að koma flótta­fólk­inu fyrir þrátt fyrir miklu minn­i ­fjölda er sú að þar á bæ skylda regl­urnar hæl­is­leit­endur til að búa á sér­stök­um g­isti­stöðum á vegum rík­is­ins. Í Sví­þjóð geta hæl­is­leit­endur fundið sér­ í­veru­stað sjálfir, um leið og búið er að skrá þá inn í land­ið. Báðar lausn­irn­ar hafa nokkuð til síns ágætis en einnig ókosti. Norð­menn eru að byggja upp bákn en Svíar lenda í að hæl­is­leit­endur hópi sig saman í fátækum hverfum þar sem margir eru fyrir og erfitt að ná til þeirra til að aðstoða þá til þátt­töku í sænsku sam­fé­lagi.

Ras­ista­flokk­arnir láta til sín taka

Bæði í Nor­egi, Sví­þjóð og D­an­mörku eru stjórn­mála­flokkar sem vildu helst að útlend­ingar héldu sig utan­ landamær­anna. Fram­fara­flokk­ur­inn norski situr nú í rík­is­stjórn, sem hef­ur ­dregið þó nokkuð úr kok­hreyst­inni. For­mað­ur­inn Siv Jen­sen ákvað samt sem áður­ að gleyma því í smá­stund að hún væri fjár­mála­ráð­herra, þegar hún hvatti norsk sveit­ar­fé­lög í sumar til að neita að taka á móti flótta­mönnum.

Í Sví­þjóð hefur breið­fylk­ing stjórn­mála­flokka náð sam­komu­lagi um breyt­ingar á út­lend­inga­lögum og mót­töku flótta­manna, gagn­gert til þess að ein­angr­a öfga­hægri­flokk­inn Sví­þjóð­ar­demókratana. Og í Dan­mörku legg­ur ­Þjóð­ar­flokk­ur­inn það til að jafn­vel eftir að flótta­fólk fær hæl­is­um­sókn ­sam­þykkta verði það samt sem áður vistað á sér­stök­um, rík­is­reknum gisti­stöð­u­m. ­Flokk­ur­inn vill líka að draga úr allri aðstoð sem flótta­fólk fær til að að­lag­ast þjóð­fé­lag­inu, læra tungu­málið og fá vinnu, til þess að það geri sig ekki of heim­an­kom­ið. “Við leggjum þannig áherslu á það við þetta fólk að það ætti ekki að búast við að Dan­mörk verði heim­ili þeirra til fram­tíð­ar,” seg­ir ­for­maður Þjóð­ar­flokks­ins Krist­i­an T­hulesen Dahl.

Hins vegar veit fag­fólk í þessum geira mæta­vel hversu mik­il­vægt það er að vel tak­ist til í mót­töku flótta­mann­anna, aðbún­að­i, ­menntun og aðlög­un. Í nýlegri ­skýrslu um flótta­manna­mál varar OECD við sleif­ar­lagi í aðlögun flótta­manna. Nýjar og gamlar rann­sóknir sýna að inn­flytj­endur sem ekki ná fótum í nýju ­þjóð­fé­lagi eiga á hættu að lenda í fátækt­ar­gildru með til­heyr­andi félags­leg­um ­vanda­mál­um. Engu að síður megi búast við þjóð­hags­legum ávinn­ingi af inn­flytj­enda­straumnum til lengri tíma lit­ið, bæði vegna atvinnu­þátt­töku þeirra og fram­lags þeirra til að yngja upp þjóð­fé­lag­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None