Flóttamannabúðir á háfjallahóteli

Herdís Sigurgrímsdóttir
flóttamenn serbía
Auglýsing

Skelf­ing greip um sig með­al­ flótta­mann­anna. Þau sátu í rútu sem hafði tveimur tímum áður keyrt út frá­ ókunnri borg. Osló hét hún víst. Nor­egur var áfanga­staður sem þau höfðu hald­ið að væri örugg­ur. Og svo keyrði rútan út af þjóð­veg­inum og snigl­að­ist upp­ hlykkj­óttan fjall­veg, út í myrkar óbyggðir í húmi næt­ur. Eftir á sögð­u flótta­menn­irnir við norska ­blaðið Aften­posten að þeir hefðu haldið að sinn síð­asti dagur væri upp­ runn­inn. Margir áttu sárar minn­ingar frá ofbeldi í heima­land­inu, lífs­háska sem þau höfðu lent í á erf­iðu ferða­lagi og mann­vonsku kald­rifj­aðra smygl­ara. Nokkrir byrj­uðu að gráta hástöf­um. En svo renndi rútan í hlað við há­fjalla­hót­elið Horn­sjø, í nágrenni við Lil­lehammer. Morg­un­inn eftir vakn­að­i flótta­fólkið við algjöra kyrrð og fjalla­sýn sem rúm­aði heila ólymp­íu­leika fyr­ir­ ell­efu árum síð­an.

Horn­sjø er eitt af mörg­um hót­elum í Nor­egi sem nú hýsa flótta­fólk, til lengri eða skemmri tíma. Norska ­sjón­varps­stöðin TV2 segir frá því að um 8000 flótta­menn búi á hót­elum víðs ­vegar um Nor­eg, gjarna í nátt­myrkr­inu í Norð­ur­-Nor­egi eða á öðrum afskekkt­u­m ­stöð­um. Reikn­ingur norsku útlend­inga­stofn­un­ar­innar hleypur á 6,5 millj­ón­um norskra króna á sól­ar­hring, um 100 millj­ónir íslenskra króna.

Auglýsing


Útlend­inga­stofn­unin seg­ist vilja skipta út hót­elgist­ing­unni fyrir ein­fald­ari aðbúnað í íþrótta­sölum eða á­líka. En fólk heldur bara áfram að streyma inn, og þá er ein­fald­ara að senda ­fólk þangað sem þegar eru upp­búin rúm. Auð­vitað koma upp til­lögur um ann­að húsa­rými: íþrótta­hall­ir, gamlar her­búð­ir, óseld hús sem standa auð. Í nágrenn­i Stafang­urs hefur meira að segja komið til tals að flótta­fólk geti gist í aflögðum útsjáv­ar­í­búða­bragga sem áður var tengdur olíu­bor­p­alli en stendur nú á eða við land. Þó hefur Nor­egur ekki fengið í fangið nema brota­brot af þeim ­fólks­fjölda sem hefur streymt til Sví­þjóð­ar.

Ekki rúm fyrir þau á gisti­hús­inu

Í Sví­þjóð er allt orðið full­t. ­Sænski fjár­mála­ráð­herr­ann varar flótta­fólk við að koma til Sví­þjóðar því það ­geti ekki treyst því að fá þak yfir höf­uð­ið ­fyrir vet­ur­inn. Sænska kerfið er sprengt. Sví­þjóð getur ekki skot­ið ­skjóls­húsi yfir fleiri flótta­menn, segir rík­is­stjórn­in, og  hefur sótt um neyð­ar­að­stoð til ESB. Sænska ­stjórnin vill að Evr­ópu­sam­bandið telji landið með Grikk­landi og Ítal­íu, í hópi þeirra landa sem þegar hafa sprengt getu sína til að geta tekið á mót­i flótta­mönnum svo vel sé.Sví­þjóð áætlar að um 190.000 ­manns muni koma til lands­ins áður en árið er liðið í þeim til­gangi að sækja um hæli. Hlut­falls­lega er þetta miklu fleiri en komið hafa til Þýska­lands, sem þó hefur verið hvað mest í fréttum fyrir að taka flótta­fólki opnum örm­um. ­Þjóð­verjar munu lík­lega taka við einni milljón fram að ára­mót­um, en Þjóð­verjar eru átta sinnum fleiri en Sví­ar, svo miðað við höfða­tölu er álagið 60% meira á sænska kerf­ið. Flótta­manna­fjöld­inn í Sví­þjóð á þessu ári til­svarar því að 6500 flótta­menn kæmu og sæktu um hæli á Íslandi.


Nágranna­löndin Nor­egur og D­an­mörk fá ekki nema brota­brot af sænska flótta­manna­straumnum til sín. Hér er ­gott yfir­lit norska ­blaðs­ins Aften­posten á mis­mun­andi mót­tökum flótta­fólks í skand­in­av­ísku lönd­unum þrem­ur. Nor­egur á von á 25-30 þús­und manns og Dan­mörk ekki nema 15 ­þús­und­um, enda hafa dönsk yfir­völd fátt gert til að laða til sín flótta­fólk.

Tjald­búðir flótta­manna

Við flótta­manna­mót­tök­una í Malmö er risin tjald­borg. Fyrstu tjöld­unum var slegið upp fyrir tveimur vik­um og nú er þar pláss fyrir 400 flótta­menn. “Yf­ir­leitt þarf fólk ekki að ver­a þarna lengur en fimm til sex tíma,” segir Rex­hep Hajrizi, starfs­mað­ur­ flótta­manna­mót­tök­unnar við sænska blaðið Dag­ens ny­heter. Okkur finnst þetta ekki góð lausn en við eigum ekki ann­ars völ. Þetta er þak yfir höf­uðið og er hlýtt. Þetta er þús­und sinnum betra en að bíða úti á bíla­stæð­i.”

Tjald­búð­irnar eru ekki hugs­að­ar­ ­sem íveru­stað­ur, heldur bið­stofa. En raun­veru­leik­inn er að hátt í 2000 manns koma til Sví­þjóðar um Malmö á sól­ar­hring. Um 250 manns gistu í tjald­búð­un­um að­fara­nótt föstu­dags og þeim fjölg­ar.Ólíkar aðferðir Norð­ur­land­anna

Ein af ástæð­unum fyrir því að Norð­menn eiga í basli við að koma flótta­fólk­inu fyrir þrátt fyrir miklu minn­i ­fjölda er sú að þar á bæ skylda regl­urnar hæl­is­leit­endur til að búa á sér­stök­um g­isti­stöðum á vegum rík­is­ins. Í Sví­þjóð geta hæl­is­leit­endur fundið sér­ í­veru­stað sjálfir, um leið og búið er að skrá þá inn í land­ið. Báðar lausn­irn­ar hafa nokkuð til síns ágætis en einnig ókosti. Norð­menn eru að byggja upp bákn en Svíar lenda í að hæl­is­leit­endur hópi sig saman í fátækum hverfum þar sem margir eru fyrir og erfitt að ná til þeirra til að aðstoða þá til þátt­töku í sænsku sam­fé­lagi.

Ras­ista­flokk­arnir láta til sín taka

Bæði í Nor­egi, Sví­þjóð og D­an­mörku eru stjórn­mála­flokkar sem vildu helst að útlend­ingar héldu sig utan­ landamær­anna. Fram­fara­flokk­ur­inn norski situr nú í rík­is­stjórn, sem hef­ur ­dregið þó nokkuð úr kok­hreyst­inni. For­mað­ur­inn Siv Jen­sen ákvað samt sem áður­ að gleyma því í smá­stund að hún væri fjár­mála­ráð­herra, þegar hún hvatti norsk sveit­ar­fé­lög í sumar til að neita að taka á móti flótta­mönnum.

Í Sví­þjóð hefur breið­fylk­ing stjórn­mála­flokka náð sam­komu­lagi um breyt­ingar á út­lend­inga­lögum og mót­töku flótta­manna, gagn­gert til þess að ein­angr­a öfga­hægri­flokk­inn Sví­þjóð­ar­demókratana. Og í Dan­mörku legg­ur ­Þjóð­ar­flokk­ur­inn það til að jafn­vel eftir að flótta­fólk fær hæl­is­um­sókn ­sam­þykkta verði það samt sem áður vistað á sér­stök­um, rík­is­reknum gisti­stöð­u­m. ­Flokk­ur­inn vill líka að draga úr allri aðstoð sem flótta­fólk fær til að að­lag­ast þjóð­fé­lag­inu, læra tungu­málið og fá vinnu, til þess að það geri sig ekki of heim­an­kom­ið. “Við leggjum þannig áherslu á það við þetta fólk að það ætti ekki að búast við að Dan­mörk verði heim­ili þeirra til fram­tíð­ar,” seg­ir ­for­maður Þjóð­ar­flokks­ins Krist­i­an T­hulesen Dahl.

Hins vegar veit fag­fólk í þessum geira mæta­vel hversu mik­il­vægt það er að vel tak­ist til í mót­töku flótta­mann­anna, aðbún­að­i, ­menntun og aðlög­un. Í nýlegri ­skýrslu um flótta­manna­mál varar OECD við sleif­ar­lagi í aðlögun flótta­manna. Nýjar og gamlar rann­sóknir sýna að inn­flytj­endur sem ekki ná fótum í nýju ­þjóð­fé­lagi eiga á hættu að lenda í fátækt­ar­gildru með til­heyr­andi félags­leg­um ­vanda­mál­um. Engu að síður megi búast við þjóð­hags­legum ávinn­ingi af inn­flytj­enda­straumnum til lengri tíma lit­ið, bæði vegna atvinnu­þátt­töku þeirra og fram­lags þeirra til að yngja upp þjóð­fé­lag­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None