Ekkert plan fyrir hendi - Almenningur ætti að fá að fylgjast með hverju skrefi

bankar_island.jpg
Auglýsing

Það eru merki­legir tímar í íslensku við­skipta­lífi þessa dag­ana. Kast­ljósið bein­ist að fjár­mála­kerf­inu en eig­enda­skipti eru framundan bæði á Íslands­banka og Arion banka. Eins og fram hefur komið mun ríkið eign­ast Íslands­banka að fullu, sem hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi slita­bús Glitn­is, en lík­legt er að Arion banki fái nýja eig­endur á einka­mark­aðn­um. Ríkið á þrettán pró­sent hlut í bank­an­um.

Í ljósi sög­unn­ar, og einnig nýlegra dóma Hæsta­réttar í málum sem snúa að stjórn­endum og hlut­höfum gömlu bank­anna, þá hljóta stjórn­völd, Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðla­banki Íslands - sem harð­lega voru gagn­rýnd af rann­sókn­ar­nefnd Alþingis fyrir það hvernig þau stóðu sig í aðdrag­anda hruns bank­anna - að kapp­kosta að vel tak­ist við að fá fram­tíð­ar­eig­endur að end­ur­reistu fjár­mála­kerf­i. 

Fyr­ir­tækin Virð­ing og Arct­ica Fin­ance vinna nú að því að setja saman hópa fjár­festa til þess að kaupa Arion banka. Um mikil verð­mæti er að ræða, en eigið fé bank­ans nam um 170 millj­örðum króna. Þá eru einnig mikil við­skiptapóli­tísk völd í því fólgin að eiga bank­ann með öllum hans eign­um, þar á meðal sjóða­stýr­ing­ar­fé­lag­inu Stefni. Sjóðir á vegum þess eru stórir hlut­hafar í mörgum mik­il­vægum fyr­ir­tækj­u­m. 

Auglýsing

Í frétt­um, einkum frétta­skýr­ingum Morg­un­blaðs­ins, hefur það verið nefnt að lagt sé upp með að hafa eign­ar­að­ild­ina dreifða og að eng­inn eig­andi fari yfir 10 pró­sent eign­ar­hlut, sem telst virkur í skiln­ingi laga. Ger­ist það, þarf Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) að meta hæfi eig­enda til þess að fara með virkan eign­ar­hlut. 

Það verður að segj­ast alveg eins og er, að það er ein­kenni­legt að Alþingi hafi ekki sett upp skýran ramma og leið­ar­vísi um það, hvernig skuli staðið að því að breyta eign­ar­haldi að bank­anna. Und­an­farin ár hefur eign­ar­haldið tekið mið af tíma­bundnum aðstæð­um, fjár­magns­höftum og aðgerðum sem byggðu á neyð­ar­lög­un­um.

Nú er tím­inn til þess að breyta hlutum var­an­lega og koma bönk­unum í fastar skorð­ur, jafn­vel þó umtals­verð hag­ræð­ing í kerf­inu sé eftir enn­þá. 

Þó fjár­festar út í bæ eign­ist einn af end­ur­reistu bönk­un­um, þá verður alltaf að hafa það hug­fast að ekk­ert hefur breyst í reglu­verk­inu, hvað meg­in­lín­urnar varð­ar. Ef bank­arnir lenda í vand­ræðum þá liggur fyrir að Seðla­banki Íslands er banki bank­anna. Þannig lenda vanda­mál á fjár­mála­mark­aði oft í fangi skatt­greið­enda. Einmitt af þessum sökum ætti það að vera kapps­mál að hafa allt er varðar sölu á end­ur­reistu bönk­unum upp á borð­um, svo að almenn­ingur geti fylgst með hverju skrefi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None