Minnst 120 látnir eftir fordæmalausar hryðjuverkaárásir í París

Saklaust fólk að skemmta sér var stráfellt með hryðjuverkabyssum og sprengjum í París í gærkvöldi. Átta árásarmenn eru látnir en leitað er vitorðsmanna.

París árásirParís
Auglýsing

Ráð­ist var á Par­ís, höf­uð­borg Frakk­lands, í gær­kvöldi. Talið er að árás­ar­menn­irnir hafi verið átta og eru þeir allir látn­ir, sjö þeirra með­ því að sprenga sjálfa sig í loft upp. Vit­orðs­menn ganga þó enn laus­ir. Árá­sa­menn­irnir drápu að minnsta kosti 120 manns og særðu um 200 í við­bót, þar af 80 alvar­lega. Ráð­ist var á fólkið með­ hríð­skota­byssum og sprengjum við þjóð­ar­leik­vang Frakka, á börum, veit­inga­stöð­u­m og í tón­leika­sal í Par­ís. Allir stað­irnir áttu það sam­eig­in­legt að vera stað­ir þar sem fólk fer til að skemmta sér. Til að horfa á fót­bolta, drekka, borða, hlusta á tón­list. Og sam­kvæmt fregnum flestra miðla heims var árás­unum ekki beint gegn neinum sér­stökum ein­stak­ling­um. Árás­ar­menn­irnir voru að reyna að ­myrða sem flesta.

Árás­irn­ar, sem virð­ast þaul­skipu­lagð­ar, áttu sér stað á sex mis­mun­andi stöðum víðs­vegar um Par­ís, sam­kvæmt The Guar­di­an.Tvær ­sjálfs­morðsárásir voru gerðar á Stade de France,  þjóð­ar­leik­vang Frakka í norð­ur­hluta ­borg­ar­inn­ar, á meðan að lands­lið Frakka lék æfinga­leik við Þýska­land. Fleiri ­sprengjur sprungu við leik­vang­inn.

Flestir sak­lausir borg­arar féllu hins vegar á tón­leika­staðnum Bataclan, þar sem banda­ríska hljóm­sveitin Eag­les of Death Metal var með tón­leika.

Auglýsing

Sam­kvæmt frá­sögnum franskra fjöl­miðla þá réð­ust árás­ar­menn, vopn­aðir hríð­skota­byssum, fyrst til­vilj­un­ar­kennt gegn fólki sem var á kaffi­húsum í nágrenni tón­leik­ar­stað­ar­ins, en hann er með þekkt­ari slíkum í Frakk­landi. Árás­ar­menn­irnir fóru síðan inn á Bataclan og hófu til­vilj­un­ar­kennda skot­hríð á fjöld­ann sem þar var til að fylgj­ast með tón­leik­un­um. Menn­irn­ir hlóðu vopn sín aftur og aftur og ætl­uðu sér, sam­kvæmt frá­sögnum þeirra sem af lifðu, að drepa sem allra flestra.

Þegar lög­reglan bjóst til þess að ráð­ast inn í Bataclan þá ­sprengdu þrír mann­anna sig í loft upp og settu af stað röð ann­arra spreng­inga inni á tón­leik­ar­staðn­um.

End­an­leg tala um hversu margir lét­ust á og við Bataclan liggur ekki fyr­ir. En sam­kvæmt BBC voru fórn­ar­lömbin um 80 tals­ins. 

Sak­laust fólk að skemmta sér myrt

Árásir voru gerðar á bari og veit­ing­ar­staði á fimm öðrum ­stöðum í Par­ís. Á meðal þeirra var vin­sæll pizza­staður og kam­bódískur veit­inga­stað­ur. Árás­irnar voru gerðar þegar mest er að gera á slíkum stöð­um, á föstu­dags­kvöldi, og gestir eru sem flest­ir.

Auk þess voru sprengjur sprengdar fyrir utan Stade de France, þar sem Francois Hollande Frakk­lands­for­seti og um 80 þús­und aðrir vor­u að horfa á lands­leik Frakk­lands og Þýska­lands. Leiknum var auk þess sjón­varp­að til millj­óna áhorf­enda út um allan heim. Þrír árás­ar­menn voru felldir þar.Neyð­ar­á­standi lýst yfir og landa­mærum lokað

Hollande til­kynnti í gær að neyð­ar­á­standi hefði verið lýst yfir í öllu Frakk­landi. Það er í fyrsta sinn sem það er gert síðan árið 2005. Auk þess voru um 1.500 her­menn kall­aðir út á götur Par­ísar og landa­mærum Frakk­lands lok­að. Flug­vellir voru þó áfram opnir en mörg af stærstu flug­fé­lögum heims hafa þegar til­kynnt að þau muni fresta flug­um. Hollande sagði árás­irnar vera „for­dæma­laus­ar hryðju­verka­árásir á Frakk­land“.Engin hefur lýst yfir ábyrgð á árás­unum en talið er að þær teng­ist Íslamska rík­inu (IS­IS). Sú ályktun margra erlendra stór­fjöl­miðla byggir á vitn­is­burði ýmissa sem lifðu af árás­irnar og heyrðu hróp og köll árás­armann­anna á meðan að á þeim stóð.

Leið­togar stærstu ríkja heims hafa flestir for­dæmt voða­verk­in. Barack Obama Banda­ríkja­for­seti sagði þau vera árás á allt mann­kyn. Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, for­dæmdi þær og Malcolm Turn­bull, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, sagði að árás­irnar væru verk djöf­uls­ins. David Camer­on, ­for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, sagð­ist í áfalli yfir atburð­un­um. Bretar myndu ger­a allt sem þeir gætu til að aðstoða Frakka í þessum aðstæð­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None