Minnst 120 látnir eftir fordæmalausar hryðjuverkaárásir í París

Saklaust fólk að skemmta sér var stráfellt með hryðjuverkabyssum og sprengjum í París í gærkvöldi. Átta árásarmenn eru látnir en leitað er vitorðsmanna.

París árásirParís
Auglýsing

Ráð­ist var á Par­ís, höf­uð­borg Frakk­lands, í gær­kvöldi. Talið er að árás­ar­menn­irnir hafi verið átta og eru þeir allir látn­ir, sjö þeirra með­ því að sprenga sjálfa sig í loft upp. Vit­orðs­menn ganga þó enn laus­ir. Árá­sa­menn­irnir drápu að minnsta kosti 120 manns og særðu um 200 í við­bót, þar af 80 alvar­lega. Ráð­ist var á fólkið með­ hríð­skota­byssum og sprengjum við þjóð­ar­leik­vang Frakka, á börum, veit­inga­stöð­u­m og í tón­leika­sal í Par­ís. Allir stað­irnir áttu það sam­eig­in­legt að vera stað­ir þar sem fólk fer til að skemmta sér. Til að horfa á fót­bolta, drekka, borða, hlusta á tón­list. Og sam­kvæmt fregnum flestra miðla heims var árás­unum ekki beint gegn neinum sér­stökum ein­stak­ling­um. Árás­ar­menn­irnir voru að reyna að ­myrða sem flesta.

Árás­irn­ar, sem virð­ast þaul­skipu­lagð­ar, áttu sér stað á sex mis­mun­andi stöðum víðs­vegar um Par­ís, sam­kvæmt The Guar­di­an.Tvær ­sjálfs­morðsárásir voru gerðar á Stade de France,  þjóð­ar­leik­vang Frakka í norð­ur­hluta ­borg­ar­inn­ar, á meðan að lands­lið Frakka lék æfinga­leik við Þýska­land. Fleiri ­sprengjur sprungu við leik­vang­inn.

Flestir sak­lausir borg­arar féllu hins vegar á tón­leika­staðnum Bataclan, þar sem banda­ríska hljóm­sveitin Eag­les of Death Metal var með tón­leika.

Auglýsing

Sam­kvæmt frá­sögnum franskra fjöl­miðla þá réð­ust árás­ar­menn, vopn­aðir hríð­skota­byssum, fyrst til­vilj­un­ar­kennt gegn fólki sem var á kaffi­húsum í nágrenni tón­leik­ar­stað­ar­ins, en hann er með þekkt­ari slíkum í Frakk­landi. Árás­ar­menn­irnir fóru síðan inn á Bataclan og hófu til­vilj­un­ar­kennda skot­hríð á fjöld­ann sem þar var til að fylgj­ast með tón­leik­un­um. Menn­irn­ir hlóðu vopn sín aftur og aftur og ætl­uðu sér, sam­kvæmt frá­sögnum þeirra sem af lifðu, að drepa sem allra flestra.

Þegar lög­reglan bjóst til þess að ráð­ast inn í Bataclan þá ­sprengdu þrír mann­anna sig í loft upp og settu af stað röð ann­arra spreng­inga inni á tón­leik­ar­staðn­um.

End­an­leg tala um hversu margir lét­ust á og við Bataclan liggur ekki fyr­ir. En sam­kvæmt BBC voru fórn­ar­lömbin um 80 tals­ins. 

Sak­laust fólk að skemmta sér myrt

Árásir voru gerðar á bari og veit­ing­ar­staði á fimm öðrum ­stöðum í Par­ís. Á meðal þeirra var vin­sæll pizza­staður og kam­bódískur veit­inga­stað­ur. Árás­irnar voru gerðar þegar mest er að gera á slíkum stöð­um, á föstu­dags­kvöldi, og gestir eru sem flest­ir.

Auk þess voru sprengjur sprengdar fyrir utan Stade de France, þar sem Francois Hollande Frakk­lands­for­seti og um 80 þús­und aðrir vor­u að horfa á lands­leik Frakk­lands og Þýska­lands. Leiknum var auk þess sjón­varp­að til millj­óna áhorf­enda út um allan heim. Þrír árás­ar­menn voru felldir þar.Neyð­ar­á­standi lýst yfir og landa­mærum lokað

Hollande til­kynnti í gær að neyð­ar­á­standi hefði verið lýst yfir í öllu Frakk­landi. Það er í fyrsta sinn sem það er gert síðan árið 2005. Auk þess voru um 1.500 her­menn kall­aðir út á götur Par­ísar og landa­mærum Frakk­lands lok­að. Flug­vellir voru þó áfram opnir en mörg af stærstu flug­fé­lögum heims hafa þegar til­kynnt að þau muni fresta flug­um. Hollande sagði árás­irnar vera „for­dæma­laus­ar hryðju­verka­árásir á Frakk­land“.Engin hefur lýst yfir ábyrgð á árás­unum en talið er að þær teng­ist Íslamska rík­inu (IS­IS). Sú ályktun margra erlendra stór­fjöl­miðla byggir á vitn­is­burði ýmissa sem lifðu af árás­irnar og heyrðu hróp og köll árás­armann­anna á meðan að á þeim stóð.

Leið­togar stærstu ríkja heims hafa flestir for­dæmt voða­verk­in. Barack Obama Banda­ríkja­for­seti sagði þau vera árás á allt mann­kyn. Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, for­dæmdi þær og Malcolm Turn­bull, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, sagði að árás­irnar væru verk djöf­uls­ins. David Camer­on, ­for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, sagð­ist í áfalli yfir atburð­un­um. Bretar myndu ger­a allt sem þeir gætu til að aðstoða Frakka í þessum aðstæð­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None