Minnst 120 látnir eftir fordæmalausar hryðjuverkaárásir í París

Saklaust fólk að skemmta sér var stráfellt með hryðjuverkabyssum og sprengjum í París í gærkvöldi. Átta árásarmenn eru látnir en leitað er vitorðsmanna.

París árásirParís
Auglýsing

Ráð­ist var á Par­ís, höf­uð­borg Frakk­lands, í gær­kvöldi. Talið er að árás­ar­menn­irnir hafi verið átta og eru þeir allir látn­ir, sjö þeirra með­ því að sprenga sjálfa sig í loft upp. Vit­orðs­menn ganga þó enn laus­ir. Árá­sa­menn­irnir drápu að minnsta kosti 120 manns og særðu um 200 í við­bót, þar af 80 alvar­lega. Ráð­ist var á fólkið með­ hríð­skota­byssum og sprengjum við þjóð­ar­leik­vang Frakka, á börum, veit­inga­stöð­u­m og í tón­leika­sal í Par­ís. Allir stað­irnir áttu það sam­eig­in­legt að vera stað­ir þar sem fólk fer til að skemmta sér. Til að horfa á fót­bolta, drekka, borða, hlusta á tón­list. Og sam­kvæmt fregnum flestra miðla heims var árás­unum ekki beint gegn neinum sér­stökum ein­stak­ling­um. Árás­ar­menn­irnir voru að reyna að ­myrða sem flesta.

Árás­irn­ar, sem virð­ast þaul­skipu­lagð­ar, áttu sér stað á sex mis­mun­andi stöðum víðs­vegar um Par­ís, sam­kvæmt The Guar­di­an.Tvær ­sjálfs­morðsárásir voru gerðar á Stade de France,  þjóð­ar­leik­vang Frakka í norð­ur­hluta ­borg­ar­inn­ar, á meðan að lands­lið Frakka lék æfinga­leik við Þýska­land. Fleiri ­sprengjur sprungu við leik­vang­inn.

Flestir sak­lausir borg­arar féllu hins vegar á tón­leika­staðnum Bataclan, þar sem banda­ríska hljóm­sveitin Eag­les of Death Metal var með tón­leika.

Auglýsing

Sam­kvæmt frá­sögnum franskra fjöl­miðla þá réð­ust árás­ar­menn, vopn­aðir hríð­skota­byssum, fyrst til­vilj­un­ar­kennt gegn fólki sem var á kaffi­húsum í nágrenni tón­leik­ar­stað­ar­ins, en hann er með þekkt­ari slíkum í Frakk­landi. Árás­ar­menn­irnir fóru síðan inn á Bataclan og hófu til­vilj­un­ar­kennda skot­hríð á fjöld­ann sem þar var til að fylgj­ast með tón­leik­un­um. Menn­irn­ir hlóðu vopn sín aftur og aftur og ætl­uðu sér, sam­kvæmt frá­sögnum þeirra sem af lifðu, að drepa sem allra flestra.

Þegar lög­reglan bjóst til þess að ráð­ast inn í Bataclan þá ­sprengdu þrír mann­anna sig í loft upp og settu af stað röð ann­arra spreng­inga inni á tón­leik­ar­staðn­um.

End­an­leg tala um hversu margir lét­ust á og við Bataclan liggur ekki fyr­ir. En sam­kvæmt BBC voru fórn­ar­lömbin um 80 tals­ins. 

Sak­laust fólk að skemmta sér myrt

Árásir voru gerðar á bari og veit­ing­ar­staði á fimm öðrum ­stöðum í Par­ís. Á meðal þeirra var vin­sæll pizza­staður og kam­bódískur veit­inga­stað­ur. Árás­irnar voru gerðar þegar mest er að gera á slíkum stöð­um, á föstu­dags­kvöldi, og gestir eru sem flest­ir.

Auk þess voru sprengjur sprengdar fyrir utan Stade de France, þar sem Francois Hollande Frakk­lands­for­seti og um 80 þús­und aðrir vor­u að horfa á lands­leik Frakk­lands og Þýska­lands. Leiknum var auk þess sjón­varp­að til millj­óna áhorf­enda út um allan heim. Þrír árás­ar­menn voru felldir þar.Neyð­ar­á­standi lýst yfir og landa­mærum lokað

Hollande til­kynnti í gær að neyð­ar­á­standi hefði verið lýst yfir í öllu Frakk­landi. Það er í fyrsta sinn sem það er gert síðan árið 2005. Auk þess voru um 1.500 her­menn kall­aðir út á götur Par­ísar og landa­mærum Frakk­lands lok­að. Flug­vellir voru þó áfram opnir en mörg af stærstu flug­fé­lögum heims hafa þegar til­kynnt að þau muni fresta flug­um. Hollande sagði árás­irnar vera „for­dæma­laus­ar hryðju­verka­árásir á Frakk­land“.Engin hefur lýst yfir ábyrgð á árás­unum en talið er að þær teng­ist Íslamska rík­inu (IS­IS). Sú ályktun margra erlendra stór­fjöl­miðla byggir á vitn­is­burði ýmissa sem lifðu af árás­irnar og heyrðu hróp og köll árás­armann­anna á meðan að á þeim stóð.

Leið­togar stærstu ríkja heims hafa flestir for­dæmt voða­verk­in. Barack Obama Banda­ríkja­for­seti sagði þau vera árás á allt mann­kyn. Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, for­dæmdi þær og Malcolm Turn­bull, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, sagði að árás­irnar væru verk djöf­uls­ins. David Camer­on, ­for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, sagð­ist í áfalli yfir atburð­un­um. Bretar myndu ger­a allt sem þeir gætu til að aðstoða Frakka í þessum aðstæð­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None