Minnst 120 látnir eftir fordæmalausar hryðjuverkaárásir í París

Saklaust fólk að skemmta sér var stráfellt með hryðjuverkabyssum og sprengjum í París í gærkvöldi. Átta árásarmenn eru látnir en leitað er vitorðsmanna.

París árásirParís
Auglýsing

Ráðist var á París, höfuðborg Frakklands, í gærkvöldi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið átta og eru þeir allir látnir, sjö þeirra með því að sprenga sjálfa sig í loft upp. Vitorðsmenn ganga þó enn lausir. Árásamennirnir drápu að minnsta kosti 120 manns og særðu um 200 í viðbót, þar af 80 alvarlega. Ráðist var á fólkið með hríðskotabyssum og sprengjum við þjóðarleikvang Frakka, á börum, veitingastöðum og í tónleikasal í París. Allir staðirnir áttu það sameiginlegt að vera staðir þar sem fólk fer til að skemmta sér. Til að horfa á fótbolta, drekka, borða, hlusta á tónlist. Og samkvæmt fregnum flestra miðla heims var árásunum ekki beint gegn neinum sérstökum einstaklingum. Árásarmennirnir voru að reyna að myrða sem flesta.

Árásirnar, sem virðast þaulskipulagðar, áttu sér stað á sex mismunandi stöðum víðsvegar um París, samkvæmt The Guardian.Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar á Stade de France,  þjóðarleikvang Frakka í norðurhluta borgarinnar, á meðan að landslið Frakka lék æfingaleik við Þýskaland. Fleiri sprengjur sprungu við leikvanginn.

Flestir saklausir borgarar féllu hins vegar á tónleikastaðnum Bataclan, þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death Metal var með tónleika.

Auglýsing

Samkvæmt frásögnum franskra fjölmiðla þá réðust árásarmenn, vopnaðir hríðskotabyssum, fyrst tilviljunarkennt gegn fólki sem var á kaffihúsum í nágrenni tónleikarstaðarins, en hann er með þekktari slíkum í Frakklandi. Árásarmennirnir fóru síðan inn á Bataclan og hófu tilviljunarkennda skothríð á fjöldann sem þar var til að fylgjast með tónleikunum. Mennirnir hlóðu vopn sín aftur og aftur og ætluðu sér, samkvæmt frásögnum þeirra sem af lifðu, að drepa sem allra flestra.

Þegar lögreglan bjóst til þess að ráðast inn í Bataclan þá sprengdu þrír mannanna sig í loft upp og settu af stað röð annarra sprenginga inni á tónleikarstaðnum.

Endanleg tala um hversu margir létust á og við Bataclan liggur ekki fyrir. En samkvæmt BBC voru fórnarlömbin um 80 talsins. 

Saklaust fólk að skemmta sér myrt

Árásir voru gerðar á bari og veitingarstaði á fimm öðrum stöðum í París. Á meðal þeirra var vinsæll pizzastaður og kambódískur veitingastaður. Árásirnar voru gerðar þegar mest er að gera á slíkum stöðum, á föstudagskvöldi, og gestir eru sem flestir.

Auk þess voru sprengjur sprengdar fyrir utan Stade de France, þar sem Francois Hollande Frakklandsforseti og um 80 þúsund aðrir voru að horfa á landsleik Frakklands og Þýskalands. Leiknum var auk þess sjónvarpað til milljóna áhorfenda út um allan heim. Þrír árásarmenn voru felldir þar.


Neyðarástandi lýst yfir og landamærum lokað

Hollande tilkynnti í gær að neyðarástandi hefði verið lýst yfir í öllu Frakklandi. Það er í fyrsta sinn sem það er gert síðan árið 2005. Auk þess voru um 1.500 hermenn kallaðir út á götur Parísar og landamærum Frakklands lokað. Flugvellir voru þó áfram opnir en mörg af stærstu flugfélögum heims hafa þegar tilkynnt að þau muni fresta flugum. Hollande sagði árásirnar vera „fordæmalausar hryðjuverkaárásir á Frakkland“.


Engin hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en talið er að þær tengist Íslamska ríkinu (ISIS). Sú ályktun margra erlendra stórfjölmiðla byggir á vitnisburði ýmissa sem lifðu af árásirnar og heyrðu hróp og köll árásarmannanna á meðan að á þeim stóð.

Leiðtogar stærstu ríkja heims hafa flestir fordæmt voðaverkin. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þau vera árás á allt mannkyn. Xi Jinping, forseti Kína, fordæmdi þær og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sagði að árásirnar væru verk djöfulsins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í áfalli yfir atburðunum. Bretar myndu gera allt sem þeir gætu til að aðstoða Frakka í þessum aðstæðum.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None