Repúblikanar vilja stöðva komu flóttamanna til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, vegna árásanna í París. Ekkert hefur þó komið fram um að samhengi sé á milli komu flóttamanna frá Sýrlandi til Parísar og árásanna.
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, kom þessum sjónarmiðum á framfæri á blaðamannafundi í dag og sagði flokksmenn Repúblikana vera að vinna að frumvarpi um þetta mál sem yrði kosið um í næstu viku.
Bandaríkin hafa þegar tekið á móti um 2.200 flóttamönnum frá Sýrlandi frá 2011, en Barack Obama, forseti, vill taka á móti tíu þúsund til viðbótar, hið minnsta. Hann hefur ekkert gefið út um það hvort ársirnar í París séu tilefni til þess að endurskoða þau áform.
Ryan sagði að Bandaríkin hefði ávallt tekið fólki „opnum örmum“ en ekki væri hægt að leyfa hryðjuverkamönnum að „nýta sér það“.
Fram hefur komið hjá frönskum stjórnvöldum að fimm af þeim átta sem stóðu að hryðjuverkaárásunum í París hafi verið franskir ríkisborgarar, en rannsókn á atburðunum er enn í fullum gangi.