Sextán handteknir í Frakklandi - Fordæmalausar lögregluaðgerðir í gangi

Gríðarlegur viðbúnaður er víða í Evrópu vegna hættu sem talin er vera á hryðjuverkaárásum íslamska ríkisins í álfunni.

Francois Hollande
Auglýsing

Franska lögreglan hefur handtekið sextán manns vegna rannsóknar á hryðjuverkunum í París á föstudagskvöld, en í þeim létust 129 og 352 særðust, og af þeim eru um 80 enn á gjörgæslu. Húsleitir hafa verið gerðar á 104 stöðum og sext vopn hafa verið haldlögð, segir í frétt Reuters, en tveir til viðbótar voru síðan handteknir skammt frá Aachen, nálægt landamærum Þýskalands og Belgíu, en það var þýska lögreglan sem stóð að þeim aðgerðum. Samtals hafa sjö verið handtekin í Þýskalandi vegna gruns um að koma að skipulagningu hryðjuverka, af því er segir í frétt Reuters.

Aðgerðir frönsku lögreglunnar í landinu eru sagðar fordæmalausar að umfangi, en hluti sérsveita hersins hefur aðstoðað sérsveitir lögreglunnar við að elta vísbendingar sem upplýsa málin. Þá er einnig talin mikil hætta á frekari árásum, samkvæmt fréttum.

Frakkar og Rússar hafa nú tekið höndum saman um hernaðaraðgerðir gegn íslamska ríkinu, en í tveimur árásum sem beindust að rússneskum og frönskum borgurum létust samtals 353. Rússnesk farþegaflugvél í Egyptalandi fórst eftir að hún var sprengd í loft upp, og allir sem voru um borð, 224 að tölu, létu lífið. 

Vladímir Pútín, forseti Rússlands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, hafa báðir sagt að samtökunum verði engin miskunn sýnd, og hafa heitið því að herða aðgerðir gegn samtökunum, einkum með loftárásum. 

AuglýsingStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None