Samtals hafa 112 mál verið kærð til lögreglu - Tæpar 60 milljónir í sáttagreiðslur

7DM_0067_raw_0814.JPG
Auglýsing

Sam­tals hafa 112 lög­að­ilar eða ein­stak­lingar verið kærðir til lög­reglu af gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands í 23 málum vegna meintra brota á gjald­eyr­is­lög­um. Engin mál voru kærð í fyrra og engin mál hafa verið kærð það sem af er þessu ári, að því er fram kemur í svari við fyr­ir­spurn Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til Bjarna Bene­dikts­son­ar, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra. 

Enn hefur eng­inn verið dæmdur sekur fyrir dómi fyrir brot á gjald­eyr­is­lög­um, en sam­tals eru 471 mál skráð inn í kerfi Seðla­banka Íslands, en 77 mál eru enn til rann­sókn­ar. ´

Þá hefur 28 málum verið lokið með stjórn­valds­sekt eða sátt, en 25 . Sam­tals hafa 650 þús­und krónur komið í rík­is­sjóð vegna stjórn­vals­sekta en 59,3 millj­ónir vegna sátta­greiðslna. Þar af komu 21,4 millj­ónir vegna greiðslna á þessu ári og 37,2 millj­ónir árið 2014.

Auglýsing

Banka­ráðs Seðla­banka Íslands hefur sam­þykkt að láta gera athugun á fram­kvæmd gjald­eyr­is­reglna bank­ans, meðal ann­ars vegna nýlegrar nið­ur­stöðu umboðs­manns Alþingis þar sem atriði í fram­kvæmd­inni voru gagn­rýnd, og laga­leg óvissa sögð vera fyrir hendi.

Stjórn Sam­herja hefur einnig hvatt banka­ráðið til að rann­saka starf­semi gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins, en eins og fram hefur komið þá töldu emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra ekki til­efni til þess að grípa til aðgerða gegn Sam­herja eða starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins, en gjald­eyr­is­eft­ir­litið kærði meint brot til sér­staks sak­sókn­ara. Málið hófst með umfangs­miklum hús­leitum á Akur­eyri og í Reykja­vík vorið 2012.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None