Captagon: Dópið sem stríðsmennirnir bryðja

Captagon sem fannst í Líbanon, og hafði komið frá Sýrlandi.
Captagon sem fannst í Líbanon, og hafði komið frá Sýrlandi.
Auglýsing

Hvað fær ungt fólk til þess að víg­búast, jafn­vel sprengja sig í loft upp? Ráð­ast á eigið fólk? Þetta er ein af stóru spurn­ingum vik­unn­ar. Það er fátt um svör. Ein­hverjir tala um tryllta hug­mynda­fræði, fátækt, stríð, erj­ur, stétta­skipt­ingu og svo auð­vitað ýmsar sál­ar­flækj­ur.

Við getum líka bætt við einni til­gát­unni: Capta­gon.

Lítil og sak­laus pilla en sér­stak­lega áhrifa­ríkt og ávana­bind­andi lyf, fram­leitt í Sýr­landi og víð­ar. Þetta lyf hefur fund­ist í hryðju­verka­mönn­um, það er afar algengt meðal stríðs­manna Íslamska rík­is­ins, sem bryðja það víst eins og kandís. Þetta dóp er það sem helst heldur stríð­inu gang­andi, segja sér­fræð­ingar – það breytir sak­lausu fólki í trylltar dráps­vél­ar.

Auglýsing

Í borg­ara­styrj­öld gilda engin lög, sið­ferð­is­mörk hafa verið afmáð. Þannig er ástandið í Sýr­landi. Óöld. Einn angi þess er smygl. Gíf­ur­legt magn af ólög­legum varn­ingi rennur gegnum land­ið: byss­ur, vopn og svo auð­vitað líka vin­sæl­asti smygl­varn­ingur heims: eit­ur­lyf.

Eitt vin­sælasta dópið er capta­gon; afar kröft­ugar og örvandi amfetamíntöflur – áður þekkt sem fenet­hylline. Það deyfir allan sárs­auka og til­finn­ing­ar, menn geta vakað dögum saman – meitt og drepið annað fólk án nokk­urrar sam­visku.

Stríðs­menn Íslamska ríks­ins og við­mæl­endur í heim­ilda­mynd, sem sýnd var í breska rík­is­út­varp­inu í sept­em­ber, segja m.a. um capta­gon:

„Þú getur ekki sof­ið, þú getur ekki einu sinni lokað aug­un­um. Það er ekk­ert sem getur stöðvað þig.“

„Eins og þú eigir heim­inn. Hafir yfir­nátt­úru­lega krafta sem eng­inn annar hef­ur. Mjög góð til­finn­ing.“

„Eftir að maður tekur capta­gon hverfur öll hræðsla.“

Frétta­skýrendur BBC og Reuters hafa sagt að eitt af ein­kennum stríðs­ins í Sýr­landi sé „spít­t-­fyll­er­í­ið“ – neyslan og fram­leiðslan sé gíf­ur­leg. Þetta var sömu­leiðis þekkt í síð­ari heim­styrj­öld­inni þar sem amfetamínn­eysla var algeng hjá her­mönn­um, sér í lagi hjá nas­ist­um, en síð­ustu ár stríð­ins voru her­menn nán­ast mataðir á amfetamíni. Hitler gekk á spít­ti, sem á margan hátt skýrir hvernig geð­veiki hans magn­að­ist síð­ustu árin.

Stjórn­ar­her­inn í Sýr­landi er sagður dreifa capta­goni á meðal her­manna sinna – þannig geti menn barist dögum sam­an. Stöðugar til­raunir séu svo gerðar til þess að gera lyfið öfl­ug­ara og áhrifa­rík­ara.

Capta­gon hefur verið til í hálfa öld – upp­runið á Vest­ur­löndum og var notað sem ofvirkni- og þung­lynd­is­lyf. Það er mjög ávana­bind­andi og var af þeim sökum bannað í flestum ríkjum heims upp úr 1980.

En capta­gon hvarf samt aldrei alveg.

Þótt að íslamskar víga­sveitir bryðji capta­gonið ákaft er samt stærsti neyslu­hóp­ur­inn í Sádi-­Ar­ab­íu. Þriðj­ungur alls þess capta­gons sem árlega er neytt í heim­inum fer þang­að, eða um sjö tonn. Talið er að um 40 til 50 þús­und manns leiti sér hjálpar í Sádi-­Ar­abíu á hverju ári vegna ofneyslu capta­gons . Í Islam er áfeng­is- og dóp­neysla for­dæmd, en margir líta ekki á capta­gon sem dóp. Það er ekki reykt eða sett í sprautu, svo það er fyrst og fremst álitið sem lyf. Þeir her­menn sem ekki eru ákafir í trúnni – en þeim mun ákaf­ari í slátrun – eru sagðir öfl­ug­ustu neyt­end­urn­ir. Sturl­aðir og útúr­dóp­aðir morð­ingj­ar.  

Lyfið er ekki ein­ungis fram­leitt í Sýr­landi, heldur sömu­leiðis fram­leitt og smyglað frá Evr­ópu og öðrum nágranna­lönd­um. Eins og í öðrum eit­ur­lyfja­við­skiptum er gróðra­vonin mik­il, en mikið er um ódýra og vafa­sama fram­leiðslu. Því eru einnig stór­hættu­legu efni í umferð. Mikil neysla getur haft alvar­legar afleið­ing­ar; valdið geð­trufl­unum og heilaskaða. Við mikla neyslu verður fólk sturlað og borðar ekki né sefur dögum sam­an.

Í heim­ild­ar­mynd BBC segir einn við­mæl­end­anna um capta­gon-fíklana:

„Við börðum þá – og þeir fundu ekki fyrir sárs­auka. Sumir hlógu bara við þung högg og bar­smíð­ar. Þá létum við þá vana­lega dúsa inni í klefa í tvo sól­ar­hringa. Þá rann af þeim og auð­veld­ara var að eiga við þá.“

Fyrr­ver­andi víga­maður Íslamska ríkisins segir um capta­gon:

„Þetta er hið full­komna stríðs­dóp. Það gefur manni yfir­nátt­úr­lega krafta og hug­rekki. Yfir­menn hvöttu okkur til þess að taka það. Þeir sögðu það gefa okkur orku og hug­rekki. Þú getur yfir­bugað tíu manns. Þú þarft ekki að sofa né borða, finnur ekki fyrir hræðslu eða þreytu. Við vissum aldrei bein­línis hvað þetta var – lyf eða orkupilla – við bara tókum þetta. En við urðum strax háðir þessu. Það er eig­in­lega vanda­mál­ið.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None