Höfuðpaurinn Abdel Abaaoud

Abdelhamid Abaaoud
Auglýsing

Lög­reglan í París komst á sporið um mið­stöð hryðju­verka­mann­anna í Sain­t-Denis eftir að hafa fundið grun­sam­legan far­síma fyrir utan tón­leika­stað­inn Batacl­an. Í aðgerðum lög­regl­unnar síð­ast­liðið þriðju­dags­kvöld féll sá sem sagður er sjálfur höf­uð­paur­inn: Abdel Abaa­oud. Hann er tal­inn hafa skipu­lagt árás­irnar 13. nóv­em­ber og jafn­vel verið með fleiri hryðju­verk í bígerð. Hugs­an­lega í fjár­mála­hverfi borg­ar­inn­ar.   

Hann er fæddur 1987 og upp alinn í Brus­sel í Belg­íu, eitt af sex börnum Omar Abaa­oud sem flutt­ist frá Marokkó 1975 og sett­ist að í Molen­beek-hverf­inu þar sem hann opn­aði mat­vöru­versl­un. Þetta hverfi er þekkt fyrir lit­skrúð­uga fjöl­menn­ingu en oft hefur verið þar und­ir­liggj­andi spenna og átök. Abdel Abaa­oud sat inni fyrir þjófnað í Saint Gil­les fang­els­inu 2010. Í fang­els­inu kynn­ist hann Salah Abdeslam sem und­ir­bjó með honum hryðju­verkin í París og er þessa stund­ina einn eft­ir­lýstasti maður Evr­ópu.

Í fyrra fór Abaa­oud til Sýr­lands til þess að berj­ast með víga­sveitum Íslamska rík­is­ins og tók með sér í þá för 13 ára gamlan bróður sinn. Hann kom fram í fréttaum­fjöllun sem blaða­menn­irnir Étienne Huver og Guillaume Lhot­ellier unnu. Ljós­myndir og mynd­bönd sem tekin eru af honum á landa­mærum Sýr­lands og Tyrk­lands sýna hann alvopn­aðan vera að hlaða upp blóð­ugum líkum á trukk. Hann er bros­andi og hlær þegar hann seg­ir:

Auglýsing

„Áður lifði ég áhyggju­lausu lífi, var ég bara að leika mér á mót­or­hjól­um, fjór­hjól­um, fór í frí til Marokkó. Þökk sé Guði, líf mitt er breytt. Nú geng ég á guðs veg­um; við erum hér að berj­ast við villi­trú­ar­menn og lið­hlaupa.“

Hann var í nánu sam­bandi við marga hryðju­verka­menn. Meðal ann­ars Mehdi Nemm­ouche, Frakka ætt­aðan frá Alsír, íslamskan öfga­mann sem myrti fjóra í Gyð­inga­safn­inu í Brus­sel í maí 2014. Abaa­oud hefur lengi verið eft­ir­lýst­ur. En sagt er að hann hafi snúið aftur til Belgíu til þess að skipu­leggja ýmsa hryðju­verka­hópa og hvetja unga menn til þess að ganga til liðs við Íslamska rík­ið. Þrátt fyrir að hafa verið eft­ir­lýstur fyrir hryðju­verka­starf­semi og meira að segja einu sinni hand­tek­inn af belgísku lög­regl­unni, sleppur hann aftur til Sýr­lands. Þetta er ein ástæða þess að frönsk stjórn­völd hafa sent Belgum tón­inn fyrir að hafa sýnt of mikið kæru­leysi und­an­farið ár hvað varðar hryðju­verka­hættu. Hann er tal­inn tengj­ast árásum á bæna­hús gyð­inga í vor í Par­ís, sömu­leiðis er hann tengdur árásinni 21. ágúst síð­ast­lið­inn í Thalys-­lest­inni sem var á leið frá Brus­sel til Par­ís­ar.  

Inn­an­rík­is­ráð­herra Frakk­lands, Bern­ard Cazeneu­ve, ræddi við fjöl­miðla á fimmtu­dag þegar til­kynnt var að Abaa­oud hefði verið einn þeirra sem lát­ist hefði í hand­tök­unum í Sain­t-Den­is. Hann sagði Abaa­oud hafa komið frá Sýr­landi, lík­leg­ast í gegnum Grikk­land. Öll lög­gæslu­yf­ir­völd og njósn­a­stofn­anir héldu að mað­ur­inn væri enn í Sýr­landi og það virt­ist hafa komið öllum að óvörum að hann væri kom­inn til Frakk­lands. Við­brögð við þessu klúðri, eins og það er kall­að, eru að herða enn frekar landamæra­eft­ir­lit um alla Evr­ópu.

Abaa­oud er tal­inn hafa verið í sam­bandi við æðstu ráða­menn Íslamska rík­is­ins, eins og Abu Bakr al-Bagda­di, og komið skila­boðum áleiðis til ýmissa hryðju­verka­hópa í Evr­ópu. Strax eftir árás­irnar föstu­dag­inn þrett­ánda nóv­em­ber beindust öll spjót að Abaa­oud. Hann var höf­uð­paur­inn sem ennþá gekk laus. Hann tjáði sig um ódæð­is­verkin í tíma­rit­inu Dabiq sem er gefið út af Íslamska rík­in­u.  

Að morgni þriðju­dags rudd­ist síðan lög­reglan inn í íbúð hryðju­verka­manna í Sain­t-Den­is, þrír létu­st, einn af þeim var Abaa­oud. Lík hans var illa útleik­ið, sem tor­veld­aði rann­sókn­ina. Fingraför leiddu svo í ljós að þarna var um að ræða höf­uð­paur­inn, Abdel Abaa­oud.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None