Gunnar Smári leiðir hóp sem hefur keypt Fréttatímann

Gunnar Smári og Þóra
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, fyrrum rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, leiðir hóp sem hefur keypt allt hlutafé í Mið­opnu, eig­anda Frétta­tím­ans. Gunnar Smári verður útgef­andi blaðs­ins fram að ára­mótum en tekur þá við sem rit­stjóri þess ásamt Þóru Tóm­as­dótt­ur. Á meðal ann­arra eig­enda eftir kaupin eru fjár­fest­arnir Árni Hauks­son, Hall­björn Karls­son og Sig­urður Gísli Pálma­son. Valdi­mar Birg­is­son verður áfram í eig­enda­hópnum og mun hver eig­andi eiga við­líka stóran hlut.

Í til­kynn­ingu vegna kaupanna segir að Teitur Jón­as­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Frétta­tím­ans, muni láta af störfum og að Valdi­mar Birg­is­son muni taka við starfi fram­kvæmda­stjóra. Jónas Har­alds­son, núver­andi rit­stjóri, mun rit­stýra blað­inu fram að ára­mót­um.

Þar er haft eftir Gunn­ari Smára að fjöl­miðla­heim­ur­inn sé að ganga í gegnum djúp­stæðar tækni­legar og félags­legar breyt­ingar og að þær munu ekki aðeins umbreyta mark­aðnum heldur einnig hafa mikil áhrif á sam­fé­lag­ið. „Við viljum taka þátt í þessum breyt­ingum og hafa á þær góð áhrif. Við erum að upp­lifa hrörnun eldri miðla og gam­alla hug­mynda og erum á leið inn í spenn­andi tíma með fjöl­þætt­ari og árang­urs­rík­ari fjöl­miðlun sem mun leiða til opn­ara og lýð­ræð­is­legra sam­fé­lags.“

Auglýsing

Frétta­tím­inn er frí­blað sem er prentað í 82 þús­und ein­tökum einu sinni í viku og dreift í hús. Í síð­ustu prent­miðla­könnun Gallup kom fram að 36,4 pró­sent lands­manna á aldr­inum 12-80 ára lesa Frétta­tím­ann. Blaðið var fyrst með í mæl­ingum Gallup í mars 2011 og mæld­ist þá með tæp­lega 42 pró­sent lest­ur. Síðan þá hefur lest­ur­inn rokkað tölu­vert en Frétta­tím­inn virt­ist á mik­illi sigl­ingu í upp­hafi árs, á sama tíma og aðrir miðlar með stórt upp­lag voru í frjálsu falli. Þegar leið á árið fór lest­ur­inn hins vegar að dala og Frétta­tím­inn hefur aldrei mælst með jafn lít­inn lestur og blaðið er að mæl­ast með síð­ast­liðna mán­uð­i. 

Árni Hauks­son og Hall­björn Karls­son hafa verið umsvifa­miklir fjár­festar á Íslandi á und­an­förnum árum. Árni hefur nokkuð mikla reynslu af fjöl­miðla­rekstri. Hann var fjár­mála­stjóri hjá Frjálsri fjöl­miðl­un, sem gaf meðal ann­ars út DV, undir lok tíunda ára­tug­ar­ins. Árni átti auk þess hlut í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 um tíma og sat í stjórn þess þangað til snemma í nóv­em­ber 2008, þegar hann sagði sig úr stjórn­inni með lát­u­m. 

Þeir Árni og Hall­björn efn­uð­ust á því að kaupa, og selja síð­ar, Húsa­smiðj­una. Þeir keyptu síðan hlut í Högum fyrir skrán­ingu félags­ins á hluta­bréfa­markað í lok árs 2011 og seldu síðar með miklum hagn­aði. Árni og Hall­björn voru einnig á meðal þeirra sem keyptu í Sím­anum ásamt stjórn­endum þess fyr­ir­tækis áður en það var skráð á mark­að. 

Sig­urður Gísli Pálma­son er einnig umsvifa­mik­ill fjár­festir og á meðal ann­ars Ikea á Íslandi ásamt bróður sín­um. Sig­urður Gísli er bróðir Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, aðal­eig­anda 365 miðla.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None