Gunnar Smári leiðir hóp sem hefur keypt Fréttatímann

Gunnar Smári og Þóra
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, fyrrum rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, leiðir hóp sem hefur keypt allt hlutafé í Mið­opnu, eig­anda Frétta­tím­ans. Gunnar Smári verður útgef­andi blaðs­ins fram að ára­mótum en tekur þá við sem rit­stjóri þess ásamt Þóru Tóm­as­dótt­ur. Á meðal ann­arra eig­enda eftir kaupin eru fjár­fest­arnir Árni Hauks­son, Hall­björn Karls­son og Sig­urður Gísli Pálma­son. Valdi­mar Birg­is­son verður áfram í eig­enda­hópnum og mun hver eig­andi eiga við­líka stóran hlut.

Í til­kynn­ingu vegna kaupanna segir að Teitur Jón­as­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Frétta­tím­ans, muni láta af störfum og að Valdi­mar Birg­is­son muni taka við starfi fram­kvæmda­stjóra. Jónas Har­alds­son, núver­andi rit­stjóri, mun rit­stýra blað­inu fram að ára­mót­um.

Þar er haft eftir Gunn­ari Smára að fjöl­miðla­heim­ur­inn sé að ganga í gegnum djúp­stæðar tækni­legar og félags­legar breyt­ingar og að þær munu ekki aðeins umbreyta mark­aðnum heldur einnig hafa mikil áhrif á sam­fé­lag­ið. „Við viljum taka þátt í þessum breyt­ingum og hafa á þær góð áhrif. Við erum að upp­lifa hrörnun eldri miðla og gam­alla hug­mynda og erum á leið inn í spenn­andi tíma með fjöl­þætt­ari og árang­urs­rík­ari fjöl­miðlun sem mun leiða til opn­ara og lýð­ræð­is­legra sam­fé­lags.“

Auglýsing

Frétta­tím­inn er frí­blað sem er prentað í 82 þús­und ein­tökum einu sinni í viku og dreift í hús. Í síð­ustu prent­miðla­könnun Gallup kom fram að 36,4 pró­sent lands­manna á aldr­inum 12-80 ára lesa Frétta­tím­ann. Blaðið var fyrst með í mæl­ingum Gallup í mars 2011 og mæld­ist þá með tæp­lega 42 pró­sent lest­ur. Síðan þá hefur lest­ur­inn rokkað tölu­vert en Frétta­tím­inn virt­ist á mik­illi sigl­ingu í upp­hafi árs, á sama tíma og aðrir miðlar með stórt upp­lag voru í frjálsu falli. Þegar leið á árið fór lest­ur­inn hins vegar að dala og Frétta­tím­inn hefur aldrei mælst með jafn lít­inn lestur og blaðið er að mæl­ast með síð­ast­liðna mán­uð­i. 

Árni Hauks­son og Hall­björn Karls­son hafa verið umsvifa­miklir fjár­festar á Íslandi á und­an­förnum árum. Árni hefur nokkuð mikla reynslu af fjöl­miðla­rekstri. Hann var fjár­mála­stjóri hjá Frjálsri fjöl­miðl­un, sem gaf meðal ann­ars út DV, undir lok tíunda ára­tug­ar­ins. Árni átti auk þess hlut í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 um tíma og sat í stjórn þess þangað til snemma í nóv­em­ber 2008, þegar hann sagði sig úr stjórn­inni með lát­u­m. 

Þeir Árni og Hall­björn efn­uð­ust á því að kaupa, og selja síð­ar, Húsa­smiðj­una. Þeir keyptu síðan hlut í Högum fyrir skrán­ingu félags­ins á hluta­bréfa­markað í lok árs 2011 og seldu síðar með miklum hagn­aði. Árni og Hall­björn voru einnig á meðal þeirra sem keyptu í Sím­anum ásamt stjórn­endum þess fyr­ir­tækis áður en það var skráð á mark­að. 

Sig­urður Gísli Pálma­son er einnig umsvifa­mik­ill fjár­festir og á meðal ann­ars Ikea á Íslandi ásamt bróður sín­um. Sig­urður Gísli er bróðir Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, aðal­eig­anda 365 miðla.Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Árni Finnsson
Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða
Kjarninn 20. október 2018
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
Kjarninn 20. október 2018
„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“
Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 20. október 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None