Í það minnsta 14 eru sagðir látnir og 14 til viðbótar særðir eftir skotárás í San Bernardino í Kaliforníu, tæplega 100 kílómetra fyrir utan Los Angeles. Um 200 þúsund manns búa í San Bernardino. Lögreglan er með mikinn viðbúnað á vettvangi, og vinnur nú að því tryggja öryggi á vettvangi.
Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC varð árásin framin í húsnæði Inland Regional Center, sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með þroskaskerðingu.
CNN hefur greint frá því að byssumenn gangi lausir, og hafi komist undan keyrandi, en upplýsingar um atburðarásina eru enn að berast.
Auglýsing
Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var sagt að 20 manns hefðu verið skotnir til bana.