Gunnar Smári gagnrýndur fyrir að fara illa með fé í nafnlausum pistli í Fréttablaðinu

Gunnar Smári og Þóra
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, sem nýverið leiddi hóp sem keypt­i Frétta­tím­ann, er gagn­rýndur í nafn­lausa pistl­inum „Stjórn­ar­mað­ur­inn“ í Mark­aðnum, fylgi­blaði Frétta­blaðs­ins um við­skipti og efna­hags­mál, í dag. Sá sem ­skrifar pistil­inn segir það von­andi fyrir Gunnar Smára og aðra hlut­hafa að betur verði farið með fé nú en í tíð hans á for­stjóra­stóli í því félagi sem nú heit­ir 365 miðl­ar.

Gunnar Smári var lyk­il­maður í stofnun Frétta­blaðs­ins, frí­blaðs­ins sem hefur verið mest lesna dag­blað lands­ins und­an­farin rúman ára­tug. Hann var rit­stjóri blaðs­ins um tíma og síðar for­stjóri fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins 365 miðla, sem á og rekur Frétta­blaðið og fleiri fjöl­miðla á nýrri kenni­tölu í dag. Stærsti ­eig­andi 365 miðla í gegnum tíð­ina hefur verið Jón Ásgeir Jóhann­es­son. ­Fyr­ir­tækið er að mestu í eigu eig­in­konu hans, Ingi­bjargar Pálma­dóttur í dag. G­unnar Smári hætti sem for­stjóri árið 2006.

Til­kynnt var á fimmtu­dag að Gunnar Smári leiði hóp sem hefur keypt allt hlutafé í Mið­opnu, eig­anda Frétta­tím­ans. Gunnar Smári verður útgef­andi blaðs­ins fram að ára­mót­u­m en tekur þá við sem rit­stjóri þess ásamt Þóru Tóm­as­dótt­ur. Á meðal ann­arra ­eig­enda eftir kaupin eru fjár­fest­arnir Árni Hauks­son, Hall­björn Karls­son og ­Sig­urður Gísli Pálma­son. Valdi­mar Birg­is­son verður áfram í eig­enda­hópnum og mun hver eig­andi eiga við­líka stóran hlut.

Auglýsing

Í nafn­lausa pistl­inum „Stjórn­ar­mann­in­um“, sem birt­ist í Mark­aðnum í dag, segir að Gunnar Smári sé vissu­lega frum­kvöð­ull á svið­i ­ís­lenskrar fjöl­miðl­unar og sá sem hvað stærstan hlut átti í að ger­a Frétta­blaðið að útbreiddasta og mest lesna dag­blaði lands­ins. Höf­und­ur pistils­ins segir þó að von­andi sé fyrir Gunnar Smára og aðra hlut­hafa að betur verði farið með fé en í tíð hans á for­stjóra­stóli í því félagi sem nú heitir 365 miðl­ar.Meðal gælu­verk­efna Gunn­ars Smára á þeim tíma var hin íslenska CNN stöð, NFS, sem flutti fréttir af engu allan ­sól­ar­hring­inn, Tal­stöð­in, útvarps­stöðin sem aldrei spil­aði tón­list með­ til­heyr­andi dag­skrár­kostn­aði, og síð­ast en ekki síst dönsk útgáfa Frétta­blaðs­ins – Nyhedsa­visen. Öll fara þessi verk­efni á spjöld sög­unnar í íslenskri fjöl­miðl­un, og þá frekar ­fyrir fádæma metnað á litlum mark­aði en arð­semi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None