Angela Merkel manneskja ársins hjá TIME - lesendur völdu Bernie Sanders

angela merkel
Auglýsing

Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari er mann­eskja árs­ins að mati tíma­rits­ins TIME. 

„Þú getur verið sam­mála henni eða ekki, en hún er ekki að velja auð­veldu leið­ina. Á leið­toga reynir aðeins þegar fólk vill ekki fylgja þeim. Fyrir að krefj­ast meira af þjóð sinni en flestir stjórn­mála­menn myndu gera, fyrir að standa sterk gegn harð­stjórn og hent­ug­leika, og fyrir að sýna stað­fasta sið­ferð­is­lega leið­toga­hæfni í heimi þar sem skortur er á slíku, er Ang­ela Merkel mann­eskja árs­ins hjá TIME.“

Auglýsing


Hún er kölluð kansl­ari hins frjálsa heims í blað­inu, sem fer yfir líf Merkel frá því að hún var barn að alast upp í Aust­ur-Þýska­landi. Tíma­ritið segir að á árinu sem er að líða hafi Merkel ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum stigið upp þegar spurn­ingar hafi vaknað um það hvort Evr­ópa og Evr­ópu­sam­bandið myndu lifa af. 

Merkel hafi þá þegar verið komin í ómissandi hlut­verk í því að stjórna skulda­krís­unum í Evr­ópu, segir tíma­rit­ið. Hún hafi líka leitt Vest­ur­lönd í við­brögðum við Úkra­ín­u. 

En árið 2015 hafi mögu­legt gjald­þrot Grikk­lands ógnað til­veru evru­svæð­is­ins, inn­flytj­enda- og flótta­manna­krísa hafi storkað hug­myndum um opin landa­mæri, og að lokum hafi hryðju­verkin í París end­ur­vakið þau við­brögð að vilja skella í lás, byggja landamæra­veggi og treysta eng­um. 

„Í hvert skipti steig Merkel upp,“ segir tíma­rit­ið í umfjöllun sinni. Þýska­land myndi hjálpa Grikk­landi, með hennar ströngu skil­yrð­um. Þýska­land myndi bjóða flótta­menn vel­komna sem fórn­ar­lömb grimmd­ar­verka rót­tæks íslams, en ekki hluta af því. Og Þýska­land myndi senda her­menn til að berj­ast gegn Íslamska rík­in­u. 

Tíma­ritið segir að Merkel hafi sett í brenni­depil öðru­vísi gildi. Mann­gæsku, örlæti og umburð­ar­lyndi - til að sýna að styrk Þýska­lands væri hægt að nota til þess að hjálpa, frekar en að skemma. Hún hafi verið gagn­rýnd mikið fyrir afstöðu sína og stuðn­ingur við hana hefur minnkað um 20%. 

Les­endur völdu Bernie Sand­ers 

Bernie Sand­ers, sem vill verða for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, var hins vegar í fyrsta sæti hjá les­endum TIME þegar kom að val­inu á mann­eskju árs­ins. Sand­ers hlaut yfir 10% atkvæða í kosn­ingu á net­inu. Næst á eftir honum var bar­áttu­konan Malala Yousafzai, sem hlaut 5,2% atkvæða, og Frans páfi var í þriðja sæti með 3,7%. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None