Halldór Bjarkar: Seldi aldrei bréf í Exista en seldi í Kaupþingi vegna þjóðnýtingar Glitnis

Halldór Bjarkar Lúðvígsson
Auglýsing

Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka, segir ásakanir Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, um að hann hafi selt hlutabréf í Exista fyrir hrun á grundvelli innherjaupplýsinga ekki vera réttar. Halldór Bjarkar segist aldrei hafa selt hlutabréf í Exista. Hann hafi hins vegar selt bréf í Kaupþingi eftir þjóðnýtingu Glitnis en að sú sala hafi ekki byggt á innherjaupplýsingum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Halldór Bjarkar sendi frá sér í dag.

Þar segir ennfremur: Ég keypti bréf í Exista í hlutafjárútboði sem var haldið í tengslum við skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á árinu 2006. Þau hlutabréf átti ég enn þegar bréf félagsins voru tekin úr viðskiptum á árinu 2010 í tengslum við nauðasamninga félagsins. Ég tapaði því þeim peningum sem ég hafði fjárfest í Exista líkt og aðrir fjárfestar. Hvað varðar sölu mína á bréfum í Kaupþingi nokkrum dögum eftir þjóðnýtingu Glitnis, þá byggði sú sala einungis á þeirri forsendu að við þjóðnýtingu Glitnis væri um gjörbreytt landslag að ræða á íslenskum fjármálamarkaði. Ákvörðun um þá sölu byggði ekki á neinum innherjaupplýsingum, enda var ég almennur starfsmaður í Kaupþingi með engan aðgang að innherjaupplýsingum. Eins og fram hefur komið sendi Hreiðar Már bréf á árinu 2011 til ýmissa aðila þar sem vakin var athygli á sölu minni á þessum hlutabréfum. Í kjölfar þessa bréfs fékk ég fyrirspurn frá FME um málið. Eftir að ég hafði svarað þeirri fyrirspurn taldi FME mig ekki hafa búið yfir innherjaupplýsingum og taldi ekki tilefni til frekari athugunar. Ég lít svo á að með þeirri ákvörðun hafi FME staðfest að umrædd sala hafi verið eðlileg og hafi þar með hreinsað mig af þessum ásökunum. Að gefnu tilefni vil ég að lokum ítreka það sem áður hefur komið fram og verið staðfest af embætti sérstaks saksóknara. Engir samningar hafa verið gerðir milli mín og embættis sérstaks saksóknara um að fallið verði frá málsókn á hendur mér gegn því að ég beri vitni. Á öllum stigum málsins hef ég einvörðungu, eins og mér ber skylda til, svarað spurningum embættisins eftir bestu getu."

Hreiðar Már hefur einnig ásakað Halldór Bjarkar um að hafa samið sig frá ákæru í hinu svokallaða CLN-máli sem nú stendur yfir gegn því að bera vitni. Kjarninn greindi frá því fyrr í vikunni að Halldór Bjarkar segi það aldrei hafa verið rætt milli hans og starfsmanna sérstaks saksóknara að fallið yrði frá ákæru gegn honum fyrir vitnisburð í málinu.

Auglýsing

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans hafa tveir menn fengið réttarvernd gegn ákæru í hrunmálum þar sem upplýsingar bentu til þess að þeir hafi brotið af sér, gegn því að þeir veittu saksóknara upplýsingar sem styrkti málatilbúnað hans. Annar mannanna, Rósant Már Torfason, hlaut slíka réttarvernd árið 2009. Hinn, Magnús Pálmi Örnólfsson, hlaut réttarverndina með bréfi frá ríkissaksóknara í febrúar 2014. Hann hafði áður haft réttarstöðu grunaðs manns í Stím-málinu svokallaða. Þeir störfuðu báðir fyrir Glitni fyrir hrun. Halldór Bjarkar hefur því ekki hlotið slíka réttarvernd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None