Halldór Bjarkar: Seldi aldrei bréf í Exista en seldi í Kaupþingi vegna þjóðnýtingar Glitnis

Halldór Bjarkar Lúðvígsson
Auglýsing

Hall­dór Bjark­ar Lúð­vígs­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­banka­sviðs Arion banka, segir ásak­anir Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrrum for­stjóra Kaup­þings, um að hann hafi selt hluta­bréf í Exista fyrir hrun á grund­velli inn­herj­a­upp­lýs­inga ekki vera rétt­ar. Hall­dór Bjarkar seg­ist aldrei hafa selt hluta­bréf í Exista. Hann hafi hins vegar selt bréf í Kaup­þingi eftir þjóð­nýt­ingu Glitnis en að sú sala hafi ekki byggt á inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem Hall­dór Bjarkar sendi frá sér í dag.

Þar segir enn­frem­ur: Ég keypti bréf í Exista í hluta­fjár­út­boði sem var haldið í tengslum við ­skrán­ingu félags­ins á hluta­bréfa­markað á árinu 2006. Þau hluta­bréf átti ég enn þegar bréf félags­ins voru tekin úr við­skiptum á árinu 2010 í tengslum við nauða­samn­inga félags­ins. Ég tap­aði því þeim ­pen­ingum sem ég hafði fjár­fest í Exista líkt og aðrir fjár­fest­ar. Hvað varðar sölu mína á bréfum í Kaup­þingi nokkrum dögum eftir þjóð­nýt­ingu Glitn­is, þá byggði sú ­sala ein­ungis á þeirri for­sendu að við þjóð­nýt­ingu Glitnis væri um gjör­breytt lands­lag að ræða á ís­lenskum fjár­mála­mark­aði. Ákvörðun um þá sölu byggði ekki á neinum inn­herj­a­upp­lýs­ing­um, enda var ég almennur starfs­maður í Kaup­þingi með engan aðgang að inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. Eins og fram hefur komið sendi Hreiðar Már bréf á árinu 2011 til ýmissa aðila þar sem vakin var ­at­hygli á sölu minni á þessum hluta­bréf­um. Í kjöl­far þessa bréfs fékk ég fyr­ir­spurn frá FME um mál­ið. Eftir að ég hafði svarað þeirri fyr­ir­spurn taldi FME mig ekki hafa búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum og taldi ekki til­efni til frek­ari athug­un­ar. Ég lít svo á að með þeirri ákvörðun hafi FME stað­fest að um­rædd sala hafi verið eðli­leg og hafi þar með hreinsað mig af þessum ásök­un­um. Að gefnu til­efni vil ég að lokum ítreka það sem áður hefur komið fram og verið stað­fest af emb­ætt­i ­sér­staks sak­sókn­ara. Engir samn­ingar hafa verið gerðir milli mín og emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara um að fallið verði frá mál­sókn á hendur mér gegn því að ég beri vitni. Á öllum stigum máls­ins hef ég ein­vörð­ungu, eins og mér ber skylda til, svarað spurn­ingum emb­ætt­is­ins eftir bestu get­u."

Hreiðar Már hefur einnig ásakað Hall­dór Bjarkar um að hafa samið sig frá ákæru í hinu svo­kall­aða CLN-­máli sem nú stendur yfir gegn því að bera vitni. Kjarn­inn greindi frá því fyrr í vik­unni að Hall­dór Bjarkar segi það aldrei hafa verið rætt milli hans og starfs­manna sér­staks sak­sókn­ara að fallið yrði frá ákæru gegn honum fyrir vitn­is­burð í mál­inu.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hafa tveir menn fengið rétt­ar­vernd gegn ákæru í hrun­mál­um þar sem upp­lýs­ingar bentu til þess að þeir hafi brotið af sér, gegn því að þeir veittu sak­sókn­ara upp­lýs­ingar sem styrkti mála­til­búnað hans. Annar mann­anna, Rós­ant Már Torfa­son, hlaut slíka rétt­ar­vernd árið 2009. Hinn, Magnús Pálmi Örn­ólfs­son, hlaut rétt­ar­vernd­ina með bréfi frá rík­is­sak­sókn­ara í febr­úar 2014. Hann hafði áður haft rétt­ar­stöðu grun­aðs manns í Stím-­mál­inu svo­kall­aða. Þeir störf­uðu báðir fyrir Glitni fyrir hrun. Hall­dór Bjarkar hefur því ekki hlotið slíka rétt­ar­vernd.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None