Norðurál segir fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar „út í hött"

grundartangi
Auglýsing

Norð­urál vísar á bug ásök­unum Harðar Arn­ar­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, í garð stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins um að nær öll gagn­rýni sem bein­ist að Lands­virkjun í opin­berri umræðu sé á ábyrgð Norð­ur­áls. Þá hafnar fyr­ir­tækið því að það stýri Verka­lýðs­fé­lagi Akra­ness. Í til­kynn­ingu frá því segir að allir sjái að þessar full­yrð­ingar séu „út í hött". 

Við­ræður um samn­ings­bundna fram­leng­ingu orku­samn­ings milli fyr­ir­tækj­anna hafa farið fram af kurt­eisi og virð­ingu og góður gangur verið í þeim nýlega. Það er því óvænt og mikil von­brigði að Lands­virkjun skuli koma fram með þessum hætti eftir nærri 20 ára far­sælt sam­starf fyr­ir­tækj­anna. Norð­urál mun áfram vinna af heil­indum að sam­komu­lagi við Lands­virkjun og vonar að Lands­virkjun geri hið sama," segir í til­kynn­ing­unni.

Auð­lind­inar okk­ar, þrýsti­hópur sem Hörður tjáði sig einnig um í gær, sendi líka frá sér til­kynn­ingu í morg­un. Þar er aðdrottn­unum Harðar vísað á bug, Auð­lindir okkar er áhuga­manna­fé­lag um ábyrga nýt­ingu auð­linda Íslands. Mark­miðið er að vekja spurn­ingar um vernd­un, nýt­ingu og arð­semi íslenskra auð­linda. Herði Arn­ar­syni finnst greini­lega sumar þessar spurn­ingar mjög óþægi­leg­ar. Lands­virkjun er í eigu þjóð­ar­innar og okk­ur, eins og öðrum lands­mönn­um, kemur ein­fald­lega við, hvernig fyr­ir­tækið fer með orku­auð­lindir Íslands. Við teljum var­huga­vert að Lands­virkjun kom­ist upp með það gagn­rýn­is­laust að blekkja lands­menn, ann­ars vegar með tál­sýn um orku­sölu í gegnum raf­orku­sæ­streng til Bret­lands, og hins vegar með full­yrð­ingum um að það orku­verð, sem fyr­ir­tækið býð­ur, sé sam­keppn­is­hæft á alþjóð­legum mörk­uð­um, þegar tölu­legar stað­reyndir sanna að svo er alls ekki. Það er grafal­var­legt ef Lands­virkjun stefnir atvinnu fjölda fólks og þjóð­ar­hag í voða með því að verð­leggja við­skipta­vini sína út af mark­aðn­um." 

Auglýsing

Undir til­kynn­ing­una skrif­ar Þor­varður Goði Valdi­mars­son.

Lands­virkjun sló til baka

Hörður gagn­rýndi Norð­urál harð­lega í fjöl­miðlum í gær, líkt og fjallað var um í frétta­skýr­ingu á Kjarn­anum. Á blaða­manna­fundi í gær sagði Hörður m.a. að umræða um raf­orku­samn­ing Lands­virkj­unar og Rio Tin­to-Alcan hafa verið dregna inn í þá kjara­deilu sem þar stendur yfir af öðrum en deilu­að­il­um. Aðspurður um hverjir það væri sagði Hörð­ur: „Stjórn­endur Norð­ur­áls, þeir telja að þetta styðji þeirra mál­stað. Þegar þú ert að semja um tug­millj­arða hags­muni þá beita aðilar öllum aðferðum til þess að styrkja sinn mál­stað. Það er ekk­ert óeðli­legt. Hvort þeir séu að ganga lengra núna en áður verða kannski aðrir að meta, en ég tel þessa teng­ingu mjög óheppi­lega og mér finnst hún mjög ósann­gjörn gagn­vart Rio Tinto.“

Aðspurður um hvað það væru sem stjórn­endur Norð­ur­áls væri að gera sagði Hörður það vera ljóst, og full­kom­lega eðli­legt, að þeir færu víða í sam­fé­lag­inu til að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi. Auk þess sagði Hörð­ur: „Það er hins vegar alveg rétt að það hafa komið upp hópar manna sem hafa áður ekki tengst orku­um­ræðu inn í umræð­una. Þeir hafa verið kynntir í við­tölum sem ráð­gjafar Norð­ur­áls.“

Viðar Garðarsson.

Viðar Garð­ars­son.

Þessi hópur sem Hörður talar um er leiddur af manni sem heitir Viðar Garð­ars­son, við­skipta­fræð­ingi og mark­aðs­ráð­gjafa, sem blandað hefur sér af miklu afli í umræður um orku­mál að und­an­förnu. Viðar er á meðal þeirra sem heldur úti vett­vangn­um „Auð­lind­irnar okk­ar“ á Face­book, nýstofn­aðavef­miðl­inum Veggnum og skrifar pistla á vef mbl.is. Í skrifum Við­ars og ann­arra á þessum síðum er talað fyrir lægra orku­verði til stór­iðju, lengri orku­sölu­samn­ingum og gegn lagn­ingu sæstrengs til Bret­lands. Þá var Viðar til við­tals í fréttum Stöðvar 2 í byrjun des­em­ber. Í kynn­ingu þeirrar fréttar kom fram að Viðar hafi unnið fyrir Norð­urál. Í þeirri frétt sagði Viðar að hótun Rio Tinto um að loka álver­inu í Straums­vík hafi verið sett fram vegna þungs rekst­urs, sem megi rekja til of hás orku­verðs.

Hörður sagði þennan hóp og skrif þeirra ekki trufla Lands­virkjun mikið og að samn­ings­við­ræður við Norð­urál stæðu yfir þrátt þessa stöðu. Þær væru alls ekki í upp­námi. „En það er tek­ist á.“

Jafn­vel þótt að ekki myndi semj­ast við Norð­urál um áfram­hald­andi kaup á orku væri engin skortur á öðrum áhuga­sömum kaup­end­um. Það væri mik­ill áhugi frá aðilum í kís­il­iðn­aði, sem reka gagna­ver og öðrum blönd­uðum iðn­aði fyrir því að kaupa orku frá Lands­virkjun auk þess sem heild­sölu­mark­aður væri alltaf að vaxa. Því væri meiri eft­ir­spurn en fram­boð. 

Þá tjáði Hörður sig einnig um skrif Vil­hjálms Birg­is­son­ar, for­manns Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sem hefur gagn­rýnt Lands­virkjun harð­lega und­an­far­ið. Hann sagð­ist hugsi yfir skrifum Vil­hjálms og hvaðan þær upp­lýs­ingar sem hann leggi út frá komi. „Ég hef ekki trú á að þær upp­lýs­ingar komi frá honum sjálf­um. Ég tel að þessar upp­lýs­ingar sem Vil­hjálmur Birg­is­son vitnar til komi frá fyr­ir­tæk­inu [Norð­ur­áli]. Þær upp­lýs­ingar eru í sumum til­vikum rangar og í öðrum til­fellum mjög vill­and­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None