Norðurál segir fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar „út í hött"

grundartangi
Auglýsing

Norð­urál vísar á bug ásök­unum Harðar Arn­ar­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, í garð stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins um að nær öll gagn­rýni sem bein­ist að Lands­virkjun í opin­berri umræðu sé á ábyrgð Norð­ur­áls. Þá hafnar fyr­ir­tækið því að það stýri Verka­lýðs­fé­lagi Akra­ness. Í til­kynn­ingu frá því segir að allir sjái að þessar full­yrð­ingar séu „út í hött". 

Við­ræður um samn­ings­bundna fram­leng­ingu orku­samn­ings milli fyr­ir­tækj­anna hafa farið fram af kurt­eisi og virð­ingu og góður gangur verið í þeim nýlega. Það er því óvænt og mikil von­brigði að Lands­virkjun skuli koma fram með þessum hætti eftir nærri 20 ára far­sælt sam­starf fyr­ir­tækj­anna. Norð­urál mun áfram vinna af heil­indum að sam­komu­lagi við Lands­virkjun og vonar að Lands­virkjun geri hið sama," segir í til­kynn­ing­unni.

Auð­lind­inar okk­ar, þrýsti­hópur sem Hörður tjáði sig einnig um í gær, sendi líka frá sér til­kynn­ingu í morg­un. Þar er aðdrottn­unum Harðar vísað á bug, Auð­lindir okkar er áhuga­manna­fé­lag um ábyrga nýt­ingu auð­linda Íslands. Mark­miðið er að vekja spurn­ingar um vernd­un, nýt­ingu og arð­semi íslenskra auð­linda. Herði Arn­ar­syni finnst greini­lega sumar þessar spurn­ingar mjög óþægi­leg­ar. Lands­virkjun er í eigu þjóð­ar­innar og okk­ur, eins og öðrum lands­mönn­um, kemur ein­fald­lega við, hvernig fyr­ir­tækið fer með orku­auð­lindir Íslands. Við teljum var­huga­vert að Lands­virkjun kom­ist upp með það gagn­rýn­is­laust að blekkja lands­menn, ann­ars vegar með tál­sýn um orku­sölu í gegnum raf­orku­sæ­streng til Bret­lands, og hins vegar með full­yrð­ingum um að það orku­verð, sem fyr­ir­tækið býð­ur, sé sam­keppn­is­hæft á alþjóð­legum mörk­uð­um, þegar tölu­legar stað­reyndir sanna að svo er alls ekki. Það er grafal­var­legt ef Lands­virkjun stefnir atvinnu fjölda fólks og þjóð­ar­hag í voða með því að verð­leggja við­skipta­vini sína út af mark­aðn­um." 

Auglýsing

Undir til­kynn­ing­una skrif­ar Þor­varður Goði Valdi­mars­son.

Lands­virkjun sló til baka

Hörður gagn­rýndi Norð­urál harð­lega í fjöl­miðlum í gær, líkt og fjallað var um í frétta­skýr­ingu á Kjarn­anum. Á blaða­manna­fundi í gær sagði Hörður m.a. að umræða um raf­orku­samn­ing Lands­virkj­unar og Rio Tin­to-Alcan hafa verið dregna inn í þá kjara­deilu sem þar stendur yfir af öðrum en deilu­að­il­um. Aðspurður um hverjir það væri sagði Hörð­ur: „Stjórn­endur Norð­ur­áls, þeir telja að þetta styðji þeirra mál­stað. Þegar þú ert að semja um tug­millj­arða hags­muni þá beita aðilar öllum aðferðum til þess að styrkja sinn mál­stað. Það er ekk­ert óeðli­legt. Hvort þeir séu að ganga lengra núna en áður verða kannski aðrir að meta, en ég tel þessa teng­ingu mjög óheppi­lega og mér finnst hún mjög ósann­gjörn gagn­vart Rio Tinto.“

Aðspurður um hvað það væru sem stjórn­endur Norð­ur­áls væri að gera sagði Hörður það vera ljóst, og full­kom­lega eðli­legt, að þeir færu víða í sam­fé­lag­inu til að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi. Auk þess sagði Hörð­ur: „Það er hins vegar alveg rétt að það hafa komið upp hópar manna sem hafa áður ekki tengst orku­um­ræðu inn í umræð­una. Þeir hafa verið kynntir í við­tölum sem ráð­gjafar Norð­ur­áls.“

Viðar Garðarsson.

Viðar Garð­ars­son.

Þessi hópur sem Hörður talar um er leiddur af manni sem heitir Viðar Garð­ars­son, við­skipta­fræð­ingi og mark­aðs­ráð­gjafa, sem blandað hefur sér af miklu afli í umræður um orku­mál að und­an­förnu. Viðar er á meðal þeirra sem heldur úti vett­vangn­um „Auð­lind­irnar okk­ar“ á Face­book, nýstofn­aðavef­miðl­inum Veggnum og skrifar pistla á vef mbl.is. Í skrifum Við­ars og ann­arra á þessum síðum er talað fyrir lægra orku­verði til stór­iðju, lengri orku­sölu­samn­ingum og gegn lagn­ingu sæstrengs til Bret­lands. Þá var Viðar til við­tals í fréttum Stöðvar 2 í byrjun des­em­ber. Í kynn­ingu þeirrar fréttar kom fram að Viðar hafi unnið fyrir Norð­urál. Í þeirri frétt sagði Viðar að hótun Rio Tinto um að loka álver­inu í Straums­vík hafi verið sett fram vegna þungs rekst­urs, sem megi rekja til of hás orku­verðs.

Hörður sagði þennan hóp og skrif þeirra ekki trufla Lands­virkjun mikið og að samn­ings­við­ræður við Norð­urál stæðu yfir þrátt þessa stöðu. Þær væru alls ekki í upp­námi. „En það er tek­ist á.“

Jafn­vel þótt að ekki myndi semj­ast við Norð­urál um áfram­hald­andi kaup á orku væri engin skortur á öðrum áhuga­sömum kaup­end­um. Það væri mik­ill áhugi frá aðilum í kís­il­iðn­aði, sem reka gagna­ver og öðrum blönd­uðum iðn­aði fyrir því að kaupa orku frá Lands­virkjun auk þess sem heild­sölu­mark­aður væri alltaf að vaxa. Því væri meiri eft­ir­spurn en fram­boð. 

Þá tjáði Hörður sig einnig um skrif Vil­hjálms Birg­is­son­ar, for­manns Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sem hefur gagn­rýnt Lands­virkjun harð­lega und­an­far­ið. Hann sagð­ist hugsi yfir skrifum Vil­hjálms og hvaðan þær upp­lýs­ingar sem hann leggi út frá komi. „Ég hef ekki trú á að þær upp­lýs­ingar komi frá honum sjálf­um. Ég tel að þessar upp­lýs­ingar sem Vil­hjálmur Birg­is­son vitnar til komi frá fyr­ir­tæk­inu [Norð­ur­áli]. Þær upp­lýs­ingar eru í sumum til­vikum rangar og í öðrum til­fellum mjög vill­and­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Mörg störf hafa horfið vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustuna.
Rúmlega 27 þúsund færri störf mönnuð á öðrum ársfjórðungi en í fyrra
Samkvæmt nýrri starfaskráningu frá Hagstofu Íslands voru 2.600 laus störf á Íslandi á öðrum ársfjórðungi, en störfunum sem voru mönnuð á íslenskum vinnumarkaði fækkaði um rúmlega 27 þúsund á milli ára.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None