Minniskortið í hinum svonefnda svarta kassa, sem geymir upplýsingar um samskipti flugmanna og aðgerðir í flugstjórnarklefa, sem kemur úr rússneskum herþotunni sem skotin var niður við landamæri Tyrklands og Sýrlands, er skemmt og óvíst hvort upplýsingar úr kassanum muni nýtast við rannsókn málsins.
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar hafa sagt að Tyrkir hafi í órétti skotið niður herþotu Rússa, en einn lést þegar þotan var skotin niður og annar slapp við illan leik, eftir að hafa komist úr vélinni í fallhlíf. Tólf manna sérsveit rússneska hersins bjargaði bjargaði honum af vettvangi, þar sem liðsmenn íslamska ríkisins hafa haldið sig.
Allt frá því þotan var skotin niður, hinn 24. nóvember, hafa Rússar sakað Tyrki um að ögra Rússum og vera í skjóli stuðnings frá NATO-ríkjum, að fara fram í órétti. Vladímir Pútín lét hafa eftir sér, að Tyrkir myndu sjá eftir þessu. Síðan hafa Rússar þrengt að efnahag Tyrkja með viðtækum viðskiptaþvingunum, og hafa boðað framhald á þeim aðgerðum, eftir Tyrkir biðjast ekki afsökunar á því að hafa skotið herþotu Rússa niður.
Þrátt fyrir að minniskortið sé skemmt, hefur Pútín sagt að öllum steinum verði velt við í rannsókn málsins, og að sannleikurinn muni koma í ljós.
Rússar hafa haldið uppi linnulausum loftárásum í Sýrlandi undanfarnar vikur, sem beinast að íslamska ríkinu.