Landsvirkjun: Mikil eftirspurn frá erlendum fyrirtækjum

Landsvirkjun
Auglýsing

Björg­vin Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og við­skipta­þró­unar hjá Lands­virkj­un, segir að eft­ir­spurn eftir raf­magni hér­lendis sé svo mikil að orku­fyr­ir­tæki eigi ekki nægt raf­magn til að selja. Þetta kemur fram á vef Lands­virkj­unar, þar sem Björg­vin svarar athuga­semdum sem Sam­tök iðn­að­ar­ins settu fram á vef sín­um, 18. des­em­ber síð­ast­lið­innÞar sagði Almar Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, að stór­iðjan stæði frammi fyrir afar erf­iðu starfs­um­hverfi. „
Heilt yfir standa fyr­ir­tækin í stór­iðju frammi fyrir afar erf­iðu starfs­um­hverfi. Afurð­ar­verð á málm­mörk­uðum eru lág, kjara­deilur í gangi og end­ur­nýj­anir mik­il­vægra raf­orku­samn­inga standa yfir­[...]Þetta snýst ekki bara um álver eða aðra stór­iðju. Það eru miklu fleiri fyr­ir­tæki sem finna fyrir þessu ástand­i,“ sagði Almar.

Mark­miðið sam­keppn­is­hæf kjör

Björg­vin segir það mark­mið Lands­virkj­unar að bjóða sam­keppn­is­hæf kjör á mark­að­i. 

„Það er mark­mið Lands­virkj­unar að bjóða sam­keppn­is­hæf kjör á raf­orku með lang­tíma­samn­ing­um, hag­stæðu verði og miklu afhend­ingar­ör­yggi. Fast verð til lengri tíma veitir Lands­virkjun sam­keppn­is­for­skot sem við­skipta­vinir meta mik­ils,“ segir Björg­vin.

Auglýsing

Hann segir enn­fremur að horfa þurfi til sam­an­burðar á lang­tíma­samn­ing­um, og þar liggi upp­lýs­ingar ekki á lausu. „Það er rétt hjá Almari að raf­orku­verð á skamm­tíma­mörk­uðum í Evr­ópu og víðar hefur lækkað að und­an­förnu. En sam­keppn­is­hæfni Lands­virkj­unar er fyrst og fremst í samn­ingum á föstu verði til 10-15 ára. Gögn um alþjóð­lega raf­orku­samn­inga sem gerðir eru á þeim for­sendum liggja ekki á lausu en Lands­virkjun býr þó yfir ágætum upp­lýs­ingum í gegnum mark­aðs­starf sitt,“ segir Björg­vin og nefnir dæmi frá Kanada.

„Í aðdrag­anda þess­ara samn­inga hót­uðu álverin að hætta starf­semi sinni. Kanadísk stjórn­völd dróg­ust inn í samn­ing­ana undir þessum hót­unum og hlut­uð­ust til um að aðilar næðu sam­an,“ segir Björg­vin. 

Hann segir að þar komi fram að þótt samið sé til 15 ára sé hægt að segja upp samn­ing­unum með 5 ára fyr­ir­vara. Álverin skuld­bindi sig til að fjár­festa fyrir rúma 30 millj­arða króna og tryggja nokkur þús­und störf til langs tíma. Í einum samn­ingnum verður eig­andi álvers­ins að afhenda hlut sinn í vatns­orku­veri í lok samn­ings­tím­ans, en hlut­ur­inn er met­inn á tæp­lega 40 millj­arða króna.

„Þrátt fyrir þessa íhlutun hins opin­bera í Kanada er það mat okkar hjá Lands­virkjun að þegar á allt er litið séu samn­ingar sem fyr­ir­tækið býður hér­lendis vel sam­keppn­is­hæfir við þá sem gerðir voru í Kana­da,“ segir hann.

Norð­menn komnir á aðra braut

Sé horft til Nor­egs, þá segir Björg­vin að fátt bendi til lang­tíma samn­ingar séu boði sem séu hag­stæð­ari en bjóðar á Ísland­i. „Þvert á móti hefur Statkraft, syst­ur­fyr­ir­tæki Lands­virkj­unar og stærsti raf­orku­vinnslu­að­ili Nor­egs, upp­lýst að það bjóði sjaldan samn­inga til lengri tíma en 5-7 ára. Það hefur ekki verið til­kynnt um nein stór áform um upp­bygg­ingu á nýjum verk­smiðjum í Nor­egi á und­an­förnum árum, en á sama tíma hefur Lands­virkjun reist nýjar virkj­an­ir, end­ur­samið við eitt álver­anna á Íslandi, aukið sölu raf­magns til við­skipta­vina í stór­iðju og heild­sölu, lokið samn­ingum við tvö ný kís­il­málm­ver sem eru í bygg­ingu og fleiri verk­efni eru í far­vatn­in­u,“ segir Björg­vin.

Snýst um að auka verð­mæti orku­auð­lind­anna

Björg­vin segir að stefna Lands­virkj­unar sé í takt við það mark­mið að auka verð­mæti eins og kostur er. Orku­auð­lind sé verð­mæt og eft­ir­spurn frá erlendum fyr­ir­tækjum sé mik­il. „Ís­lend­ingar hafa á und­an­förnum ára­tugum styrkt stoðir efna­hags­lífs­ins af harð­fylgi og hygg­ind­um. Hér býr vel menntað starfs­fólk, sam­göngur eru góð­ar, raf­orku­kerfið mjög öfl­ugt, kostn­aður við skipa­flutn­inga hag­stæður og aðgangur greiður að evr­ópskum mörk­uð­um. Allir þessir þættir hafa stuðlað að því að mikil eft­ir­spurn er eftir raf­magni hér­lendis frá erlendum fyr­ir­tækjum á kjörum sem Lands­virkjun býð­ur. Það hlýtur að telj­ast sann­gjörn krafa að mál­flutn­ingur Sam­taka iðn­að­ar­ins end­ur­spegli þessa stað­reynd og vax­andi verð­mæti íslenskra orku­auð­linda,“ segir Björg­vin að lok­um.

Lands­virkjun hélt á dög­unum blaða­manna­fund, þar sem fjallað var um samn­inga­við­ræð­urnar við Norð­urál. Sagði Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, að almenn­ingur þyrfti að gera sér grein fyrir því hversu verð­mæt end­ur­nýj­an­leg orka væri. 

Hörður sagði á fund­inum að það væri mik­il­vægt að þjóðin gerði sér grein fyrir því hversu mikil verð­mæti væri í þeirri frá­bæru vöru sem end­ur­nýt­an­leg orka væri. Það væru verð­mæti sem myndu bara aukast og eft­ir­spurn eftir henni nú væri umtals­vert meiri en fram­boð­ið. Raf­orku­samn­ingar Lands­virkj­unar væru á meðal stærstu samn­inga sem gerðir væru í íslensku við­skipta­lífi og virði þeirra á tíu ára tíma­bili væri sam­an­lagt um 500 til 600 millj­arðar króna. Það væri sam­bæri­legt verð­mæti og ríkið sé að fá út úr samn­ingum við kröfu­hafa föllnu bank­anna þriggja um þessar mund­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None