Samráðherrar ósáttir vegna stuðnings Gunnars Braga við Rússaaðgerðir

gunnar bragi
Auglýsing

Samráðherrar Gunnars Braga Sveinsson utanríkisráðherra eru ósáttir með hversu afdráttarlausar yfirlýsingar hans hafa verið um áframhaldandi þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar þeirra á Krímskaga, en Gunnar Bragi sagði í viðtali við DV fyrir helgi að sá stuðningur hafi þegar verið endurnýjaður. Í Fréttablaðinu í dag segir að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni.

Ráðherrar í ríkisstjórninni eru einnig ósáttir vegna þess að íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið neina formlega ákvörðun um að framlengja stuðning sinn við viðskiptaþvinganirnar og þurfi ekki að gera það fyrr en í janúar. Auk þess er forsætisráðuneytið að láta vinna fyrir sig skýrslu um þessar mundir um viðskiptasögu Íslendinga og Rússa og áhrif viðskiptabannsins á íslenskt efnahagslíf.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa mjög látið heyra í sér vegna ákvörðunarinnar á undanförnum dögum. Í gær birtust greinar eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra SFS, og Hauk Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóra þeirra, í Morgunblaðinu annars vegar og Fréttablaðinu hins vegar, þar sem afstaðan var gagnrýnd og sagt að stuðningur Íslands í aðgerðunum væri einungis táknrænn. Undir væru hins vegar tugmilljarða markaðir með uppsjávarfisk. Kolbeinn endurtók þessa afstöðu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Auglýsing

Getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum

Gunnar Bragi Sveinsson sagði í viðtali við DV fyrir helgi að viðskiptabannið sem Rússar settu á vörur frá Íslandi hafi verið erfiðasta mál sem hann hafi tekist á við í embætti. Hann sagðist einnig hafa saknað þess að skynja ekki meiri stuðning við mikilvægi þeirra sjónarmiða sem Íslendingar hefðu lagt upp með í málinu. Auðvitað eru miklir hagsmunir undir á Íslandi. Þetta kemur illa við ákveðin byggðarlög að einhverju leyti en er samt ekki jafn slæmt og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi vildu meina í upphafi. Það er bara þannig að við getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum, þó þeir séu verðmiklir. Við erum smáríki og leggjum okkar upp úr því að alþjóðlegir sáttmálar og samningar haldi." 

Útgerðarmenn héldu því fram síðasta sumar að tjón Íslands vegna ákvörðunarinnar yrði gríðarlegt og mikill þrýstingur skapaðist, bæði pólitískt og úr viðskiptalífinu, um að taka viðskiptalega hagsmuni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fram yfir þann málstað sem Ísland var að sýna samtöðu í málinu.

Gunnar Bragi brást við hart við slíkum málflutningi og í viðtali við Sprengisand í ágúst sagði hann það óheiðarlegt hvernig sumir útgerðarmenn hafa talað um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Ef menn taki eiginhagsmuni fram yfir heildarhagsmuni þá velti hann því óneitanlega fyrir sér hvort þeir séu bestu mennirnir til að fara með auðlindina. 

Aldrei upplifað annan eins þrýsting

Gunnar Bragi segir í viðtalinu við DV að hann hafi aldrei upplifað neitt í líkingu við þann þrýsting sem hann var beittur í málinu. „Það er óhætt að segja að þrýstingurinn sé af ýmsum toga og úr ýmsum áttum. En það hafa engin rök verið færð fram þannig að ástæða sé til að breyta þessu. Þetta hefur verið mjög þungt og ég hef fundið að það voru alltof margir í samfélaginu sem eru reiðubúnir til að taka til fótanna þegar svona þrýstingur myndast. En þá verður maður sjálfur að setjast niður og hugsa hvað er rétt og hvað er rangt, hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt.[...]Þetta er umdeilt innan flokksins[Framsóknarflokksins)[...]Það eru vissulega aðilar innan flokksins sem hafa ekki verið hrifnir af þessu. Þeir hafa sín rök, þó ég sé ekki sammála þeim."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None