„Bróðir minn situr í fangelsi af því að þjóðin hefur úthýst honum“

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Athafna­konan Þór­dís Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrrum stjórn­ar­for­maður Teymis og ­systir Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, segir að bróðir sinn sitji í fang­elsi „af því að þjóðin hefur úthýst hon­um“. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hún sett­i inn á Face­book í dag. Hreiðar Már, sem er fyrrum for­stjóri Kaup­þings á Íslandi, hefur hlotið nokkra þunga dóma vegna hrun­mála og afplánar nú sex ára fang­els­is­dóm á Kvía­bryggju. Hann bíður auk þess dóms í svoköll­uðu CLN-­máli þar sem sér­stakur sak­sókn­ari hefur farið fram á að ákvæð­i um hegn­ing­ar­auka verði nýtt þannig að Hreiðar fái alls níu ára dóm.Auglýsing

Þór­dís segir að með­ferðin á bróður hennar og fram­kom­a ­gagn­vart honum sé „Íslandi til skammar því aftur og aft­ur hafa grund­vallar reglur rétt­ar­fars­ins verið brotn­ar. Allir hafa horft í gegn­um f­ingur sér með það - þetta er of stórt til að klikka á ein­hverjum laga­leg­um ­at­rið­um. Þjóðin og emb­ætt­is­menn hennar telja sér trú um að þetta sé gert til að ­full­nægja rétt­læt­inu - sefa reiði þjóð­ar­inn­ar. Það hafi verið óeðli­legt hvern­ig og hvað var í gangi á árunum í upp­gang­in­um. Það beri að refsa!.“

Ver­ið að byggja sjúkra­hús fyrir pen­ing­anna úr bank­anum

Hún segir bróður sinn ekki vera sak­aðan um að hafa hagn­ast á gjörðum sínum í einu ein­asta máli sem höfð­að hefur verið gegn hon­um. „Nei, en samt skal hann sitja inni og það eru engir smá ­dómar takk fyr­ir. Í fyrstu var logið upp á að hann hefði stolið öllu verð­mæt­u­m úr bank­anum en hvað hefur komið í ljós - íslenska ríkið er að verða skuld­laust og það sem meira er það á að byggja nýtt sjúkra­hús fyrir pen­inga og eignir sem voru í bank­anum - ég spyr hver er glæpa­mað­ur­inn? Hver stelur hverju frá­ hverj­um?

Á árinu 2016 á ég þá ósk heitasta að illska og hatur hætti, ég á þá ósk að rétt­ar­kerfið og þeir sem ber­a á­byrgð á því átti sig á því órétt­læi og skömm sem hefur við­geng­ist. Ég á þá ósk að þjóðin snúi frá heiftri og hatri. Ég á þá ósk að rétt­læti ein­kenn­i á­kvarð­anir og gjörð­ir. Er það of mik­ið? Ég á þá ósk að ég elski Ísland!“

Þór­dís segir líka frá því að hún og fjöl­skylda hennar hafi fengið hinn hol­lenska Ang­elo í heim­sókn yfir­ há­tíð­arn­ar, en hann bíður örlaga sinna eftir að hafa verið kærður fyrir að smygla 23 kílóum af fíkni­efnum til lands­ins í slag­togi við tvo aðra menn. Frétta­blaðið hafði áður greint frá því að Þór­dís ætl­aði sér að bjóða Ang­elo í mat yfir hátíð­arnar og að Hreiðar Már hefði kennt honum á þvotta­vél á meðan að þeir afplán­uðu saman á Kvía­bryggju.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None