Verð á hráolíu á Bandaríkjamarkaði hefur haldið áfram að falla í dag, eftir lækkun undanfarna daga. Verðið er nú komið niður í 37 Bandaríkjadali á tunnuna, samkvæmt markaðsupplýsingum Wall Street Journal og nemur lækkunin það sem af er degi rúmlega þremur prósentum.
Ástæða lækkunarinnar í dag, er rakin til upplýsinga frá Sádí-Arabíu um að ekki verði dregið úr olíuframleiðslu þrátt fyrir mikið offramboð á markaði. Þá þykja ný gögn frá Bandaríkjamarkaði benda til þess að offramboð af olíu sé jafnvel enn meira en fyrri gögn bentu til, af því er segir í umfjöllun Wall Street Journal.
Verðfall á olíu hefur verið viðvarandi allt þetta ár. Á fimmtán mánuðum hefur verðið fallið úr 110 Bandaríkjadölum, niður í 37 dali nú. Verðið hefur sveiflast á bilinu 40 til 50 Bandaríkjadali undanfarna mánuði, en svo virðist sem verðið geti lækkað töluvert í viðbót, þó ómögulegt sé að segja til um það hvað framtíðin ber í skauti sér.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar