Andri Snær hefur hugsað alvarlega um forsetaframboð

Andri Snær Magnason og Björk á blaðamannafundi sem þau héldu á meðan að Iceland Airwaves stóð yfir í nóvember. Myndband af fundinum er hægt að sjá neðar í fréttinni.
Andri Snær Magnason og Björk á blaðamannafundi sem þau héldu á meðan að Iceland Airwaves stóð yfir í nóvember. Myndband af fundinum er hægt að sjá neðar í fréttinni.
Auglýsing

Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur hefur forð­ast spurn­ing­una um hvort hann hafi hugsað að bjóða sig fram til­ ­for­seta Íslands eins og heitan eld­inn en hefur hugsað alvar­lega um það. Eina á­stæðan fyrir því að hann hefur ekki neitað spurn­ing­unni er hversu áhuga­verð­ir ­tímar eru núna. „Ég held að flestir vilji aukin völd og ný stjórn­ar­skrá fær­ir ­ör­ygg­is­ventil­inn frá for­seta til þjóð­ar­inn­ar. Þarna er kafli um hvern­ig á­kveð­inn hluti lands­manna getur skotið málum til þjóð­ar­at­kvæð­is.“ Þetta kem­ur fram í við­tali við Andra Snæ í Frétta­blað­inu í dag. Ólafur Ragnar Gríms­son til­kynnti í gær að hann muni ekki bjóða sig aftur fram til for­seta og því verður nýr kosin í júní 2016. 

Andri Snær nefn­ir Ices­a­ve-­málið sem gott dæmi um mál þar sem gras­rót­ar­hreyf­ing, InDefence-hóp­ur­inn, hafi aflað sér meiri þekk­inar og víð­ara tengsla­nets en ­sjálf rík­is­stjórn­in. „Pí­anó­kenn­ari úti í bæ gat náð sér í sér­þekk­ingu sem ­jafn­að­ist á við upp­lýs­ingar þing­heims og emb­ætt­is­manna. Mér finnst þetta spenn­and­i til­hugsun sem styrkir til­trú mína á aukið lýð­ræði. Með auknu lýð­ræði og þátt­töku almenn­ings í að taka ákvarð­an­ir. Lýð­ræði er lif­andi ferli og auk­ið að­gengi að upp­lýs­ingum hlýtur að kalla á þróun og það gerð­ist með­ ­stjórn­ar­skránn­i.“

Hann svarar því hins veg­ar hvorki afdrátt­ar­laust ját­andi né neit­andi þegar hann er spurður um hvort að hann hugsi um að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands. 

Auglýsing

Andri Snær til­tekur þó að honum finn­ist að þjóðin standi á ögur­stundu hvað varðar hálend­i Ís­lands og segir að sér finn­ist nátt­úra lands­ins ekki eiga sér málsvara hjá ­ís­lenskum stjórn­völd­um. „Svo er heim­ur­inn allur að breyt­ast og ég hef sett mig vel inn í þau mál. Ég er reyndar í miðju verk­efni hvað varðar bráðnun jökla og hnatt­rænar breyt­ingar og hef rætt við marga helstu sér­fræð­inga heims á því sviði. Þar naut ég góðs af fólki sem Ólafur Ragnar bauð til lands­ins[...] Mér­ finnst að for­set­inn þurfi að vera mjög jákvæður gagn­vart Evr­ópu. Ekki endi­lega hvað varðar að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Það eru leið­ind­araddir komnar upp í allri Evr­ópu sem minna of mikið á það fólk sem kveikti í álf­unni tvisvar á tutt­ug­ustu öld. Við getum ekki flúið þennan veru­leika sem flótta­manna­straum­ur­inn er en það er hægt að leysa hann. Hvenær hefur Evr­ópa verið betri en hún er núna? Ekki 1940. Ekki 1980. Hún hefur aldrei ver­ið betri,“ segir hann og leiðir hug­ann að stríðs­ár­un­um, krepp­unni og þeg­ar aust­ur­blokkin var í járn­um. „Það er ekki sjálf­sagt að það sé ekki stríð í Evr­ópu og Ísland á að styðja álf­una og tala hana upp, en ekki nið­ur.“

Höfum of veika fram­tíð­ar­sýn

Í við­tal­inu seg­ist Andri Snær vilja aðra fram­tíð­ar­sýn. „Menn geta spurt af hverju menn eru ekki bara kát­ir? Er ekki excel­skjalið að lagast? Er ekki allt komið í fullan gang? En ég held að ó­sam­staðan liggi í stórum málum þar sem mark­miðið virð­ist vera að sigra en ekki að ná sáttum eða sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu. Þetta virð­ist vera ósiður inni á þingi en síðan er þessu varpað út í sam­fé­lagið – þar sem frjáls félaga­sam­tök og gras­rót­ar­hópar eru með­höndl­aðir eins og hver önnur stjórn­ar­and­staða sem ber að ­sigr­ast á. Auð­vitað er nið­ur­staðan nei­kvæð fyrir sam­fé­lag­ið. Þegar alræð­i ­meiri­hlut­ans kemur saman við flokks­ræði – þá er nið­ur­staðan hreint ein­ræð­i. Al­menn­ingur býr í fjöl­breyttu sam­fé­lagi og á vini, ætt­ingja og vinnu­fé­laga með­ marg­vís­legar skoð­an­ir, en þegar menn setja hlemm­inn á hálft sam­fé­lagið þá hlýtur að sjóða upp úr. Dæmin eru ótal mörg þar sem umdeildum málum er með­vit­að haldið utan kosn­inga­bar­átt­unnar en fylgi keypt með rán­dýrum lof­orð­um.

Við höfum allt of veika fram­tíð­ar­sýn, það er ein­hver til­finn­ing fyrir því að við séum að bít­ast um söm­u bit­ana, að sam­fé­lagið sé á ystu nöf.“

Gus Gus semur ekki Rick Ashley lag

Andri Snær tjáir sig einnig um ósk Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra um að byggja nýja bygg­ing­u ­fyrir Alþingi í gömlum stíl Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar. Hann seg­ist sam­mála Sig­mund­i Da­víð um að húsið sé fal­legt en að vinnu­brögðin sem hann beiti, að það kom­i ­skipun að ofan að ríkið eða þjóðin eigi að byggja hús eftir hans eigin höfð­i eins og um sé að ræða hans per­sónu­lega mál, gangi ekki upp. „Skipu­lags­mál eru víða í ólestri og mis­tök blasa alls staðar við. En ríkið hefur bygg­t glæsi­leg­ustu hús lands­ins og sum þeirra eru á við­kvæmum stöðum eins og nýi Hæsti­réttur og við­bygg­ing Alþingis sem Batt­er­íið hann­aði. Ef við viljum eignast Guð­jón Sam­ú­els­son í sam­tím­anum verðum við að trúa á fólk og gefa því tæki­færi. Við getum ekki snið­gengið heila fag­stétt. Hæfir arki­tektar hafa hrökkl­ast úr landi vegna verk­efna­skorts. Ef maður þekkir arki­tektúr almennt eða sögu Guð­jóns ­Sam­ú­els­sonar frá svona dönskum skóla­verk­efnum til Hall­gríms­kirkju og ­Þjóð­leik­húss þá byggjum við ekki Dis­ney-hús þótt það líti vel út á jóla­kort­in­u. Þú málar ekki eitt­hvað sem á að líkj­ast Kjar­val eða biður Gus Gus að semja lag í anda Rick Ashley til að fram­kalla vellíð­un­ar­til­finn­ing­u.“

Andri Snær segir að í ósk ­for­sæt­is­ráð­herra krist­all­ist þau skil sem hafi orðið milli skap­andi stétta á Ísland­i og þeirra sem virð­ast ráða. „Menn hafa verið að keyra upp þennan klofn­ing þar ­sem 101 Reykja­vík og lands­byggðin eru settar upp sem and­stæð­ur. Hin firrta el­íta gegn salti jarð­ar. Í raun­inni eru þetta tveir við­kvæmir hópar sem þurfa á hinum að halda enda verða allar fram­farir við blöndun og skörun hug­mynda. Frá­bært dæmi er verk­efni Lista­há­skól­ans, stefnu­mót hönn­uða og bænda. Út­hverfa­krakkar sem vissu ekk­ert um búskap unnu með völdum bæjum og útkoman var mjög spenn­and­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None