Íslendingar þurfa að sýna skilríki á landamærum Norðurlanda í fyrsta sinn í tæp 60 ár

Landamæraverðir skoða skilríki farþega á lestarstöðinni við Kastrup-flugvöll í morgun.
Landamæraverðir skoða skilríki farþega á lestarstöðinni við Kastrup-flugvöll í morgun.
Auglýsing

Íslend­ingar þurfa nú að fram­vísa ferða­skil­ríkjum við landa­mæri Sví­þjóðar og Dan­merkur í fyrsta sinn frá árinu 1957, eða í tæpa sex ára­tugi. Þá tók samn­ingur sem leysti rík­is­borg­ara ann­arra Norð­ur­landa undan skyld­u til að hafa í höndum vega­bréf og dval­ar­leyfi við dvöl í öðru nor­rænu landi en heima­land­inu gildi. Nýjar reglur um hert landamæra­eft­ir­lit á landa­mærum ríkj­anna t­veggja tóku gildi í nótt.

Ísland varð fullur aðili að Nor­ræna vega­bréfa­sam­band­inu árið 1966. Ísland und­ir­rit­aði svo Schen­gen-­sam­komu­lagið í des­em­ber 1996 ásamt hin­um Norð­ur­lönd­unum og það tók gildi hjá þeim öllum 25. mars 2001. Stór ástæða fyrir því að Nor­egur og Ísland, ­sem eru ekki í Evr­ópu­sam­band­inu, ákváðu að taka þátt í Schengen var til að varð­veita nor­ræna vega­bréfa­sam­starf­ið.

Í reglu­gerð um íslensk vega­bréf, frá árinu 2009, seg­ir Íslenskum rík­is­borg­urum er[...]heim­ilt að fara beint til og koma beint frá Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi og Sví­þjóð án þess að hafa í höndum vega­bréf eða annað ferða­skil­ríki, sbr. nor­ræna vega­bréfa­eft­ir­lits­samn­ing­inn frá 12. júlí 1957 um afnám vega­bréfa­skoð­unar við landa­mæri milli Norð­ur­land­anna."

Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið birti í dag frétt á heima­síðu sinni þar sem sagt var frá að nýjar reglur um ­vega­bréfa­eft­ir­lit hafi tekið gildi á mið­nætti í nótt. Nú þurfa íslenskir ­rík­is­borg­arar að hafa með sér skil­ríki ef þeir ætla að ferð­ast til land­anna t­veggja. Mælt er með því að ferða­langar hafi með sér vega­bréf, sem séu á­kjós­an­leg­ustu skil­rík­in, en þó geta Íslend­ingar einnig fram­vísað ökus­kirtein­i eða gild nafns­kirteini. Aðrar þjóðir innan Evr­ópu­sam­starfs­ins en hinar nor­ræna þurfa þó að fram­vísa vega­bréfi eða sam­bæri­legum nafns­kirteinum gefin út af þar til bærum opin­berum aðil­um. Börn eru ekki und­an­þegin því að sýna skil­ríki við landa­mæri Sví­þjóðar og Dan­merk­ur.

Eft­ir­lit­stöðvar við landa­mæri land­anna tveggja voru teknar í notkun í nótt sem leið. Þær fyrstu sem risu – alls 34 tals­ins - voru á lest­ar­stöð­inni við Kastr­up-flug­völl, sem er síð­asta lest­ar­stöð lands­ins áður en farið er yfir Eyr­ar­sunds­brúna. Árum saman hefur verið hægt að keyra beint yfir­ brúna en nú þurfa far­þegar að skipta um lest og fara í gegnum eft­ir­lits­hliðin á braut­ar­pall­inum áður en þeir geta haldið för sinni áfram. Landamæra­gæslan verður í höndum einka­að­ila, örygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Securitas, og er búist við því að um 150 starfs­menn þess muni sinna því allan sól­ar­hring­inn.

Danir hafa auk þess hert landamæra­eft­ir­lit milli Þýska­lands og Dan­merkur næstu tíu daga. Áður höfðu Norð­menn og Finn­ar, auk Svía, hert ­eft­ir­lit sitt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None