Íslendingar þurfa að sýna skilríki á landamærum Norðurlanda í fyrsta sinn í tæp 60 ár

Landamæraverðir skoða skilríki farþega á lestarstöðinni við Kastrup-flugvöll í morgun.
Landamæraverðir skoða skilríki farþega á lestarstöðinni við Kastrup-flugvöll í morgun.
Auglýsing

Íslend­ingar þurfa nú að fram­vísa ferða­skil­ríkjum við landa­mæri Sví­þjóðar og Dan­merkur í fyrsta sinn frá árinu 1957, eða í tæpa sex ára­tugi. Þá tók samn­ingur sem leysti rík­is­borg­ara ann­arra Norð­ur­landa undan skyld­u til að hafa í höndum vega­bréf og dval­ar­leyfi við dvöl í öðru nor­rænu landi en heima­land­inu gildi. Nýjar reglur um hert landamæra­eft­ir­lit á landa­mærum ríkj­anna t­veggja tóku gildi í nótt.

Ísland varð fullur aðili að Nor­ræna vega­bréfa­sam­band­inu árið 1966. Ísland und­ir­rit­aði svo Schen­gen-­sam­komu­lagið í des­em­ber 1996 ásamt hin­um Norð­ur­lönd­unum og það tók gildi hjá þeim öllum 25. mars 2001. Stór ástæða fyrir því að Nor­egur og Ísland, ­sem eru ekki í Evr­ópu­sam­band­inu, ákváðu að taka þátt í Schengen var til að varð­veita nor­ræna vega­bréfa­sam­starf­ið.

Í reglu­gerð um íslensk vega­bréf, frá árinu 2009, seg­ir Íslenskum rík­is­borg­urum er[...]heim­ilt að fara beint til og koma beint frá Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi og Sví­þjóð án þess að hafa í höndum vega­bréf eða annað ferða­skil­ríki, sbr. nor­ræna vega­bréfa­eft­ir­lits­samn­ing­inn frá 12. júlí 1957 um afnám vega­bréfa­skoð­unar við landa­mæri milli Norð­ur­land­anna."

Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið birti í dag frétt á heima­síðu sinni þar sem sagt var frá að nýjar reglur um ­vega­bréfa­eft­ir­lit hafi tekið gildi á mið­nætti í nótt. Nú þurfa íslenskir ­rík­is­borg­arar að hafa með sér skil­ríki ef þeir ætla að ferð­ast til land­anna t­veggja. Mælt er með því að ferða­langar hafi með sér vega­bréf, sem séu á­kjós­an­leg­ustu skil­rík­in, en þó geta Íslend­ingar einnig fram­vísað ökus­kirtein­i eða gild nafns­kirteini. Aðrar þjóðir innan Evr­ópu­sam­starfs­ins en hinar nor­ræna þurfa þó að fram­vísa vega­bréfi eða sam­bæri­legum nafns­kirteinum gefin út af þar til bærum opin­berum aðil­um. Börn eru ekki und­an­þegin því að sýna skil­ríki við landa­mæri Sví­þjóðar og Dan­merk­ur.

Eft­ir­lit­stöðvar við landa­mæri land­anna tveggja voru teknar í notkun í nótt sem leið. Þær fyrstu sem risu – alls 34 tals­ins - voru á lest­ar­stöð­inni við Kastr­up-flug­völl, sem er síð­asta lest­ar­stöð lands­ins áður en farið er yfir Eyr­ar­sunds­brúna. Árum saman hefur verið hægt að keyra beint yfir­ brúna en nú þurfa far­þegar að skipta um lest og fara í gegnum eft­ir­lits­hliðin á braut­ar­pall­inum áður en þeir geta haldið för sinni áfram. Landamæra­gæslan verður í höndum einka­að­ila, örygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Securitas, og er búist við því að um 150 starfs­menn þess muni sinna því allan sól­ar­hring­inn.

Danir hafa auk þess hert landamæra­eft­ir­lit milli Þýska­lands og Dan­merkur næstu tíu daga. Áður höfðu Norð­menn og Finn­ar, auk Svía, hert ­eft­ir­lit sitt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None