Íslendingar þurfa að sýna skilríki á landamærum Norðurlanda í fyrsta sinn í tæp 60 ár

Landamæraverðir skoða skilríki farþega á lestarstöðinni við Kastrup-flugvöll í morgun.
Landamæraverðir skoða skilríki farþega á lestarstöðinni við Kastrup-flugvöll í morgun.
Auglýsing

Íslend­ingar þurfa nú að fram­vísa ferða­skil­ríkjum við landa­mæri Sví­þjóðar og Dan­merkur í fyrsta sinn frá árinu 1957, eða í tæpa sex ára­tugi. Þá tók samn­ingur sem leysti rík­is­borg­ara ann­arra Norð­ur­landa undan skyld­u til að hafa í höndum vega­bréf og dval­ar­leyfi við dvöl í öðru nor­rænu landi en heima­land­inu gildi. Nýjar reglur um hert landamæra­eft­ir­lit á landa­mærum ríkj­anna t­veggja tóku gildi í nótt.

Ísland varð fullur aðili að Nor­ræna vega­bréfa­sam­band­inu árið 1966. Ísland und­ir­rit­aði svo Schen­gen-­sam­komu­lagið í des­em­ber 1996 ásamt hin­um Norð­ur­lönd­unum og það tók gildi hjá þeim öllum 25. mars 2001. Stór ástæða fyrir því að Nor­egur og Ísland, ­sem eru ekki í Evr­ópu­sam­band­inu, ákváðu að taka þátt í Schengen var til að varð­veita nor­ræna vega­bréfa­sam­starf­ið.

Í reglu­gerð um íslensk vega­bréf, frá árinu 2009, seg­ir Íslenskum rík­is­borg­urum er[...]heim­ilt að fara beint til og koma beint frá Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi og Sví­þjóð án þess að hafa í höndum vega­bréf eða annað ferða­skil­ríki, sbr. nor­ræna vega­bréfa­eft­ir­lits­samn­ing­inn frá 12. júlí 1957 um afnám vega­bréfa­skoð­unar við landa­mæri milli Norð­ur­land­anna."

Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið birti í dag frétt á heima­síðu sinni þar sem sagt var frá að nýjar reglur um ­vega­bréfa­eft­ir­lit hafi tekið gildi á mið­nætti í nótt. Nú þurfa íslenskir ­rík­is­borg­arar að hafa með sér skil­ríki ef þeir ætla að ferð­ast til land­anna t­veggja. Mælt er með því að ferða­langar hafi með sér vega­bréf, sem séu á­kjós­an­leg­ustu skil­rík­in, en þó geta Íslend­ingar einnig fram­vísað ökus­kirtein­i eða gild nafns­kirteini. Aðrar þjóðir innan Evr­ópu­sam­starfs­ins en hinar nor­ræna þurfa þó að fram­vísa vega­bréfi eða sam­bæri­legum nafns­kirteinum gefin út af þar til bærum opin­berum aðil­um. Börn eru ekki und­an­þegin því að sýna skil­ríki við landa­mæri Sví­þjóðar og Dan­merk­ur.

Eft­ir­lit­stöðvar við landa­mæri land­anna tveggja voru teknar í notkun í nótt sem leið. Þær fyrstu sem risu – alls 34 tals­ins - voru á lest­ar­stöð­inni við Kastr­up-flug­völl, sem er síð­asta lest­ar­stöð lands­ins áður en farið er yfir Eyr­ar­sunds­brúna. Árum saman hefur verið hægt að keyra beint yfir­ brúna en nú þurfa far­þegar að skipta um lest og fara í gegnum eft­ir­lits­hliðin á braut­ar­pall­inum áður en þeir geta haldið för sinni áfram. Landamæra­gæslan verður í höndum einka­að­ila, örygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Securitas, og er búist við því að um 150 starfs­menn þess muni sinna því allan sól­ar­hring­inn.

Danir hafa auk þess hert landamæra­eft­ir­lit milli Þýska­lands og Dan­merkur næstu tíu daga. Áður höfðu Norð­menn og Finn­ar, auk Svía, hert ­eft­ir­lit sitt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None