Verðhrun í Kína grefur undan mörkuðum um allan heim

Hlutabréf hafa fallið mikið í verð á mörkuðum í dag, í Asíu, Evrópu og í Bandaríkjunum. Slæmum hagtölum í Kína er kennt um.

Kína
Auglýsing

Hluta­bréf hrundu í verð í Kína í dag, eða um sjö pró­sent, eftir að nýjar hag­tölur voru gerðar opin­berar sem þóttu sýna hæga­gang í Kína, miðað við vænt­ing­ar. Sér­stak­lega eru það hag­tölur úr bygg­ing­ar­iðn­aði og fram­leiðslu, sem ekki stóðu undir vænt­ing­um, sam­kvæmt umfjöllun Wall Street JournalÞessi tíð­indi frá Kína eru sögð hafa hrint af stað mik­illi lækk­un­ar­hr­inu á mörk­uðum í dag, en hin útflutn­ings­drifna DAX 40 vísi­tala í Þýska­landi lækk­aði um 3,8 pró­sent við opn­un, en þegar líða tók á dag­inn lækk­aði verðið um 4,44 pró­sent.

Það sama hefur verið uppi á ten­ingnum á öðrum mörk­uð­um, þar sem miklar lækk­anir hafa sést. Þannig hefur Nas­daq vísi­talan í Banda­ríkj­unum lækkað um 2,72 pró­sent, og S&P 500 vísi­talan um 2,5 pró­sent. 

Auglýsing

Í við­tali við Wall Street Journal segir Rob Bern­sto­ne, fram­kvæmda­stjóri hjá Credit Suisse bank­anum í New York, að svo virð­ist sem þessi mikla nei­kvæðni á mörk­uðum hafi komið flestum í opna skjöldu. „Hvað sem þar var, sem miðl­arar voru að gera núna, í upp­hafi 2016, þá virð­ast þau veð­mál hafa farið út úm þúf­ur,“ sagði Bern­sto­ne.

Eins og greint hefur verið frá í frétta­skýr­ingum á vef Kjarn­ans á und­an­förnum mán­uð­um, þá hafa verið að byggj­ast upp miklar áhyggjur af gangi mála í Kína, hjá fjár­festum í Banda­ríkj­un­um. Þeir treysta illa hag­tölum í Kína, og telja að staðan í kín­verska hag­kerf­inu sé verri en stjörn­völd þar í landi vilja við­ur­kenna, að því er fram hefur komið í könn­unum sem Wall Street Journal hefur gert meðal hag­fræð­inga og fjár­festa.

Þrátt fyrir að staðan í Kína, sem er annað stærsta hag­kerfi heims­ins á eftir Banda­ríkj­un­um, sé slæm, þá gerir hag­vaxt­ar­spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins ráð fyrir því að hag­vöxtur í fyrra, hafi verið á milli sex og sjö pró­sent. Und­an­farin tæp­lega tutt­ugu ár hefur hag­vöxtur verið á bil­inu sjö til 10 pró­sent á ári að með­al­tali í Kína, og hag­kerfið þannig umbylst. Þetta fjöl­menn­asta ríki heims, með um 1,4 millj­arða íbúa­fjölda, hefur auk þess opn­ast veru­lega frá því sem áður var, fyrir erlendri fjár­fest­ing­u. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None