Jón Gnarr hefur áhyggjur af innkomu Netflix á Íslandsmarkað

gnarr3.jpg
Auglýsing

Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, segist ekki vita hversu mikið fagnaðarefni það sé fyrir neytendur að nú sé hægt að kaupa aðgang að Netflix með löglegum hætti á Íslandi. „Ef fyrirtæki eins og 365 og fleiri hætta að sjá sér fær að standa í því að framleiða íslenskt sjónvarpsefni þá er það hreint ekkert sérstakt fagnaðarefni. Það er bara synd,“ segir Jón í stöðuuppfærslu á Facebook sem hann setti inn fyrr í dag. 365 er stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins og rekur fjölmargar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift.

Forsvarsmenn Netflix tilkynntu í gær að opnað hafi verið fyrir þjónustuna í 130 löndum til viðbótar við það sem var og er Ísland á meðal þeirra. 

Samkvæmt vefsíðu Netflix munu áskriftarleiðirnar kosta frá átta evrum mánarlega til tólf evra, eftir því hvaða þjónustuleið er valin. Þetta gera á bilinu 1.000 til 1.700 íslenskar krónur. Nú þegar er talið að um 27 þúsund íslensk heimili séu þegar með Netflix aðgang, sem aflað hefur verið með krókaleiðum.

Auglýsing

Jón deilir Pælingu dagsins hjá Kjarnanum, þar sem sagt var að innkoma Netflix væri fagnaðarefni fyrir neytendur, og segist ekki vita alveg hversu mikið „fagnaðarefni“ þessi breyting sé. „Ég er að vinna hjá einum af þessum fyrirtækjum sem minnst er á í greininni. Þar á bæ er verið að búa til aragrúa af íslensku sjónvarpsefni. Og eins og ég hef margoft sagt þá er ég að því af því að mig langar til að leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja innlenda framleiðslu og dagskrá. Við höfum sett á fót sérstaka handritsþróunardeild sem á að einbeita sér að þessu.“

Jóla- og áramótaþáttur af Næturvaktinni í bígerð

Jón segir að hann hafi nýlokið við að skrifa tíu þátta sjónvarpsseríu sem heitir Borgarstjórinn. Auk þess sé 365 að vinna að metnaðarfullri leikinni þáttaröð í samstarfi við Rvk Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks. Þá segist Jón vera að skoða möguleikann á því að gera sérstakan jóla- og áramótaþátt af hinum vinsælu þáttum Næturvaktinni, þar sem Jón fór með hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar. „Það er nokkuð flókið að gera íslenska sjónvarpsþætti. Sérstaklega með tilliti til fjármögnunar. Kvikmyndasjóður Íslands leggur enga sérstaklega áherslu á sjónvarp. Þeir styrkja aðallega kvikmyndir og sjónvarp mætir eiginlega afgangi. 
Ég tel að framlag mitt til innlendrar sjónvarpsþáttagerðar hafi skipt miklu máli, ekki bara sem afþreyging heldur fyrst og fremst sem framlag til íslenskrar tungu og menningar og sem heimild um okkar samtíma. Mig langar að finna leiðir til að halda því áfram, að búa til sjónvarp fyrir Íslendinga á íslensku. Og mér finnst það sérstaklega mikilvægt í ljósi þess hvernig sjónvarp er að breytast í heiminum. Ef fyrirtæki eins og 365 og fleiri hætta að sjá sér fært að standa í því að framleiða íslenskt sjónvarpsefni þá er það hreint ekkert fagnaðarefni. Það er bara synd.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None