Maðurinn orðinn jarðfræðilegur orsakavaldur

Mannkynið hefur haft svo mikil áhrif á jörðina að jarðfræðingar telja tímabært að uppfæra hugtökin sín.

Maðurinn eftir Leonardo da Vinci
Maðurinn eftir Leonardo da Vinci
Auglýsing

Mann­kynið hefur haft svo mikil áhrif á jörð­ina að for­senda er fyrir því að nefna nýtt jarð­sögu­legt tíma­bil eftir mann­kyn­inu. Tíma­skeið þetta mundi binda enda á Hólósen-­tíma­bilið sem jarð­fræð­ingar kalla venju­lega nútím­ann og mann­lífs­tími mundi hefj­ast. Hópur vís­inda­manna hefur lagt þetta til en margra ára rann­sóknir þurfa að fara fram áður en hug­takið fær form­lega merk­ingu.

Hólósen-­tíma­bilið hófst fyrir 11.700 árum við enda síð­ustu ísald­ar. Hóló­sen er merki­legt í jarð­sög­unni því sið­menn­ing manna hófst á þessu tíma­bili. Engin önnur dýra­teg­und, sem vitað er um, hefur haft jafn mikil áhrif á umhverfi sitt, nátt­úru og híbýli en mað­ur­inn. Nýja tíma­bilið sem lagt hefur verið til að hefj­ist nú heitir á ensku „Ant­hropocene“ og er dregið af gríska orð­inu „ant­hropos“ sem þýðir ein­fald­lega „mað­ur“. Í laus­legri þýð­ingu mætti kalla þetta nýja jarð­sögu­lega tíma­bil „mann­lífs­tím­i“.

„Við erum að verða jarð­fræði­legur orsaka­valdur í sjálfu sér.“

„At­hafnir mann­kyns­ins eru að hafa óaft­ur­kræfar og þrá­látar breyt­ingar á jörð­inn­i,“ segir í grein eftir alþjóð­legan hóp vís­inda­manna undir for­ystu Colin Waters í tíma­rit­inu Sci­ence. „Við erum að verða jarð­fræði­legur orsaka­valdur í sjálfu sér,“ sagði Waters í sam­tali við Reuter­s-frétta­stof­una.

Auglýsing

Lagt er til að upp­haf mann­líf­tím­ans verði um miðja 20. öld­ina. Það er merki­legur tíma­punktur í sögu mann­kyns; lok seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar, gríð­ar­legar sam­fé­lags­legar breyt­ingar og hrað­ari tækni­væð­ing en nokkru sinni hefur þekkst ein­kennir ára­tug­ina um miðja síð­ustu öld. Hóp­ur­inn undir stjórn Waters segir upp­haf kjarn­orku­ald­ar­inn­ar, mikla aukn­ingu í námu­greftri eftir stríð­ið, iðn­að, land­búnað og notkun mann­gerðra efna eins og streypu og plast hverf­ast um þennan tíma­punkt. Því sé lagt til að upp­hafið verði miðað við miðja 20. öld.

Steypu má finna hvar­vetna í heim­inum og raunar svo víða að hægt væri að dreifa einu kílói af allri fram­leiddri streypu á hvern fer­metra yfir­borðs jarð­ar. Róm­verjar fundu upp steypuna til bygg­ingar mann­virkja, löngu fyrir Krists­burð. Nú er þessi blanda vatns og stein­efna meg­in­uppi­staða í bygg­inga­gerð manns­ins.

Margra ára rann­sóknir þurfa að fara fram áður en hug­takið „mann­lífs­tími“ verður form­lega notað yfir nýtt jarð­sögu­legt tíma­bil. Waters segir þessar rann­sóknir þurfa að snú­ast að hluta til um hvenær upp­haf­s­punkt­ur­inn verði sett­ur. Aðrir vís­inda­menn hafa lagt til árið 1610 sem upp­haf mann­lífs­tíma, og miða það við útbreiðslu nýlendu­stefnu, sjúk­dóma og versl­unar um allan heim.

Í sam­tali við Reuters segir Erle Ellis, vís­inda­maður við Mar­yland-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, að verði mann­lífs­tími form­lega við­ur­kenndur af vís­inda­sam­fé­lag­inu muni það hafa mikil áhrif á það hvernig mann­kynið skilur veru sína á jörð­inni. Ellis er í hópi vís­inda­mann­anna sem rit­uðu grein­ina í Sci­ence. Hann vill meina að hér sé um jafn veiga­mikla hug­ar­fars­breyt­ingu að ræða og þegar pólski stærð­fræð­ing­ur­inn Kóperníkus lagði til að og sýndi fram á að jörðin snérist í kringum sól­ina, en ekki öfugt á 16. öld.

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None