Maðurinn orðinn jarðfræðilegur orsakavaldur

Mannkynið hefur haft svo mikil áhrif á jörðina að jarðfræðingar telja tímabært að uppfæra hugtökin sín.

Maðurinn eftir Leonardo da Vinci
Maðurinn eftir Leonardo da Vinci
Auglýsing

Mann­kynið hefur haft svo mikil áhrif á jörð­ina að for­senda er fyrir því að nefna nýtt jarð­sögu­legt tíma­bil eftir mann­kyn­inu. Tíma­skeið þetta mundi binda enda á Hólósen-­tíma­bilið sem jarð­fræð­ingar kalla venju­lega nútím­ann og mann­lífs­tími mundi hefj­ast. Hópur vís­inda­manna hefur lagt þetta til en margra ára rann­sóknir þurfa að fara fram áður en hug­takið fær form­lega merk­ingu.

Hólósen-­tíma­bilið hófst fyrir 11.700 árum við enda síð­ustu ísald­ar. Hóló­sen er merki­legt í jarð­sög­unni því sið­menn­ing manna hófst á þessu tíma­bili. Engin önnur dýra­teg­und, sem vitað er um, hefur haft jafn mikil áhrif á umhverfi sitt, nátt­úru og híbýli en mað­ur­inn. Nýja tíma­bilið sem lagt hefur verið til að hefj­ist nú heitir á ensku „Ant­hropocene“ og er dregið af gríska orð­inu „ant­hropos“ sem þýðir ein­fald­lega „mað­ur“. Í laus­legri þýð­ingu mætti kalla þetta nýja jarð­sögu­lega tíma­bil „mann­lífs­tím­i“.

„Við erum að verða jarð­fræði­legur orsaka­valdur í sjálfu sér.“

„At­hafnir mann­kyns­ins eru að hafa óaft­ur­kræfar og þrá­látar breyt­ingar á jörð­inn­i,“ segir í grein eftir alþjóð­legan hóp vís­inda­manna undir for­ystu Colin Waters í tíma­rit­inu Sci­ence. „Við erum að verða jarð­fræði­legur orsaka­valdur í sjálfu sér,“ sagði Waters í sam­tali við Reuter­s-frétta­stof­una.

Auglýsing

Lagt er til að upp­haf mann­líf­tím­ans verði um miðja 20. öld­ina. Það er merki­legur tíma­punktur í sögu mann­kyns; lok seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar, gríð­ar­legar sam­fé­lags­legar breyt­ingar og hrað­ari tækni­væð­ing en nokkru sinni hefur þekkst ein­kennir ára­tug­ina um miðja síð­ustu öld. Hóp­ur­inn undir stjórn Waters segir upp­haf kjarn­orku­ald­ar­inn­ar, mikla aukn­ingu í námu­greftri eftir stríð­ið, iðn­að, land­búnað og notkun mann­gerðra efna eins og streypu og plast hverf­ast um þennan tíma­punkt. Því sé lagt til að upp­hafið verði miðað við miðja 20. öld.

Steypu má finna hvar­vetna í heim­inum og raunar svo víða að hægt væri að dreifa einu kílói af allri fram­leiddri streypu á hvern fer­metra yfir­borðs jarð­ar. Róm­verjar fundu upp steypuna til bygg­ingar mann­virkja, löngu fyrir Krists­burð. Nú er þessi blanda vatns og stein­efna meg­in­uppi­staða í bygg­inga­gerð manns­ins.

Margra ára rann­sóknir þurfa að fara fram áður en hug­takið „mann­lífs­tími“ verður form­lega notað yfir nýtt jarð­sögu­legt tíma­bil. Waters segir þessar rann­sóknir þurfa að snú­ast að hluta til um hvenær upp­haf­s­punkt­ur­inn verði sett­ur. Aðrir vís­inda­menn hafa lagt til árið 1610 sem upp­haf mann­lífs­tíma, og miða það við útbreiðslu nýlendu­stefnu, sjúk­dóma og versl­unar um allan heim.

Í sam­tali við Reuters segir Erle Ellis, vís­inda­maður við Mar­yland-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, að verði mann­lífs­tími form­lega við­ur­kenndur af vís­inda­sam­fé­lag­inu muni það hafa mikil áhrif á það hvernig mann­kynið skilur veru sína á jörð­inni. Ellis er í hópi vís­inda­mann­anna sem rit­uðu grein­ina í Sci­ence. Hann vill meina að hér sé um jafn veiga­mikla hug­ar­fars­breyt­ingu að ræða og þegar pólski stærð­fræð­ing­ur­inn Kóperníkus lagði til að og sýndi fram á að jörðin snérist í kringum sól­ina, en ekki öfugt á 16. öld.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None