Flóttamannasúpa Dana, óhentug G-mjólk og skrautlegar forsetakosningar

G-mjólkin og rörið sem fáir nota.
G-mjólkin og rörið sem fáir nota.
Auglýsing

Sem fyrr var ýmis­legt for­vitni­legt að finna á Kjarn­anum um helg­ina. 

Kjarn­inn spurði alla þing­menn um það hvort þeir væru í námi með­fram þing­störfum og hvort þeim þyki eðli­legt að stunda slíkt nám. Þrír þing­menn eru í námi, tveir hafa lokið námi með­fram þing­störfum og skoð­anir þeirra eru veru­lega skiptar um mál­ið. 

Saga for­seta­kosn­inga á Íslandi er skraut­leg þrátt fyrir að kosn­ingar hafi verið fátíðar á lýð­veld­is­tím­an­um. Sagn­fræð­ing­ur­inn Krist­inn Haukur Guðna­son skrif­aði um sög­una í bráð­skemmti­legri frétta­skýr­ingu á laug­ar­dag

Auglýsing

Agnar Freyr Helga­son, doktor í stjórn­mála­fræði, skrif­aði einnig grein um það hvernig staðið er að for­seta­kosn­ingum í öðrum ríkjum en á Íslandi. Aðferðin sem við notum er á hröðu und­an­haldi, og það er góð ástæða fyrir því

Borg­þór Arn­gríms­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Kaup­manna­höfn, skrif­aði um flótta­manna­málin í Dan­mörku, en nú standa öll spjót á dönsku rík­is­stjórn­inni. Flótta­manna­stofnun SÞ hefur harð­lega gagn­rýnt ráð­herra fyrir yfir­lýs­ingar um að flótta­fólk þurfi að afhenda verð­mæti við kom­una til Dan­merkur og landamæra­eft­ir­lit hefur vakið ýmis vanda­mál. 

Frétt sem vakti mikla athygli um helg­ina var um það að MS selur um eina og hálfa milljón ferna af G-mjólk á ári, og allar eru þær með röri sem fæstir nota. Fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og sölu­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins segir að umbúð­irnar séu mjög óhent­ugar fyrir neyt­end­ur. „Við höfum bara aldrei fengið svona ábend­ingu áður,“ sagði hann við Kjarn­ann, og jafn­framt að málið yrði skoð­að. 

Og hlað­vörp Kjarn­ans voru á sínum stað, Tækni­varpið fjall­aði um Net­flix, sem er loks­ins lög­lega komið til Íslands, og Freyr Eyj­ólfs­son setti Zinedine Zida­ne, skær­ustu fót­bolta­stjörnu Frakka frá upp­hafi, undir smá­sjána. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None