Flóttamannasúpa Dana, óhentug G-mjólk og skrautlegar forsetakosningar

G-mjólkin og rörið sem fáir nota.
G-mjólkin og rörið sem fáir nota.
Auglýsing

Sem fyrr var ýmis­legt for­vitni­legt að finna á Kjarn­anum um helg­ina. 

Kjarn­inn spurði alla þing­menn um það hvort þeir væru í námi með­fram þing­störfum og hvort þeim þyki eðli­legt að stunda slíkt nám. Þrír þing­menn eru í námi, tveir hafa lokið námi með­fram þing­störfum og skoð­anir þeirra eru veru­lega skiptar um mál­ið. 

Saga for­seta­kosn­inga á Íslandi er skraut­leg þrátt fyrir að kosn­ingar hafi verið fátíðar á lýð­veld­is­tím­an­um. Sagn­fræð­ing­ur­inn Krist­inn Haukur Guðna­son skrif­aði um sög­una í bráð­skemmti­legri frétta­skýr­ingu á laug­ar­dag

Auglýsing

Agnar Freyr Helga­son, doktor í stjórn­mála­fræði, skrif­aði einnig grein um það hvernig staðið er að for­seta­kosn­ingum í öðrum ríkjum en á Íslandi. Aðferðin sem við notum er á hröðu und­an­haldi, og það er góð ástæða fyrir því

Borg­þór Arn­gríms­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Kaup­manna­höfn, skrif­aði um flótta­manna­málin í Dan­mörku, en nú standa öll spjót á dönsku rík­is­stjórn­inni. Flótta­manna­stofnun SÞ hefur harð­lega gagn­rýnt ráð­herra fyrir yfir­lýs­ingar um að flótta­fólk þurfi að afhenda verð­mæti við kom­una til Dan­merkur og landamæra­eft­ir­lit hefur vakið ýmis vanda­mál. 

Frétt sem vakti mikla athygli um helg­ina var um það að MS selur um eina og hálfa milljón ferna af G-mjólk á ári, og allar eru þær með röri sem fæstir nota. Fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og sölu­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins segir að umbúð­irnar séu mjög óhent­ugar fyrir neyt­end­ur. „Við höfum bara aldrei fengið svona ábend­ingu áður,“ sagði hann við Kjarn­ann, og jafn­framt að málið yrði skoð­að. 

Og hlað­vörp Kjarn­ans voru á sínum stað, Tækni­varpið fjall­aði um Net­flix, sem er loks­ins lög­lega komið til Íslands, og Freyr Eyj­ólfs­son setti Zinedine Zida­ne, skær­ustu fót­bolta­stjörnu Frakka frá upp­hafi, undir smá­sjána. 

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None