Leikarinn góðkunni Alan Rickman lést í London í dag, 69 ára að aldri. Hann hafði barist við krabbamein.
Rickman var einn vinsælasti leikari Bretlands. Hér á landi er hann líklega best þekktur fyrir hlutverk sín sem prófessor í kvikmyndunum um Harry Potter, þar sem hann fór með hlutverk prófessorsins Severus Snape, vondi Þjóðverjinn Hans Gruber í fyrstu Die Hard myndinni, hinn voðalega illi fógeti af Nottingham í Robin Hood: Prince of Thieves, og svo í uppáhalds jólamynd Íslendinga, Love Actually.
Rickman hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum, meðal annars BAFTA, Golden Globe, Emmy og Screen Actors Guild. Rickman fæddist í London, 21. febrúar 1946.
Auglýsing