Valdir viðskiptavinir Arion geta selt í Símanum með 410 milljóna króna hagnaði

Orri Hauksson, forstjóri Símans, hringdi bjöllunni í Kauphöllinni þegar bréf í Símanum voru tekin til viðskipta 15. október síðastliðinn.
Orri Hauksson, forstjóri Símans, hringdi bjöllunni í Kauphöllinni þegar bréf í Símanum voru tekin til viðskipta 15. október síðastliðinn.
Auglýsing

Valdir við­skipta­vinir Arion banka, sem fengu að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum af bank­anum skömmu fyrir útboð á verði sem reynd­ist lægra en nið­ur­staða útboðs­ins, geta á morgun selt bréf sín. Í Frétta­blað­inu í dag segir að virði þeirra hafi hækkað um 410 millj­ónir króna. Arion banki við­ur­kenndi í októ­ber síð­ast­liðnum að gagn­rýni á sölu bréf­anna til vild­ar­við­skipta­vin­anna hefði verið rétt­mæt.

Fengu lán hjá bank­anum fyrir hluta verðs­ins

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um sölu Arion banka á bréfum í Sím­anum til val­ins hóps við­skipta­vina í aðdrag­anda skrán­ingar í fyrra. 

Síð­ari hluta sept­em­ber­mán­að­ar, nokkrum dögum áður en fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð í Sím­anum fór fram, fengu nokkrir valdir við­skipta­vinir Arion banka að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Ekki hefur verið gefið upp hverjir fjár­fest­arnir eru. Þessi hópur má ekki selja hluti sína fyrr en 15. jan­úar 2016. Með­al­verð í útboði Sím­ans var 3,33 krónur á hlut og í dag er gengi bréfa hans um 3,6 krónur á hlut. Miðað við það gengi gæti hóp­ur­inn selt hlut­inn sinn með 410 millj­óna króna hagn­aði á morgun þegar sölu­hömlum verður lyft.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu sem Arion banki sendi frá sér 23. októ­ber vegna máls­ins kom fram að bank­inn fjár­magn­aði hluta þess­ara við­skipta, en hann sagði að það hafi verið lít­ill hluti. Það þýðir að fjár­fest­arnir sem fengu að kaupa greiddu ekki að öllu leyti fyrir hlut­inn. Arion banki lán­aði þeim.

Bank­inn sagði að ekki hafi verið að „veita við­skipta­vinum afslátt frá verð­inu held­ur[...]að gefa þeim kost á að kaupa nokkru stærri hlut en ella[...]Sú gagn­rýni að ekki hafi allir setið við sama borð hefur ekki farið fram­hjá stjórn­endum bank­ans. Ekki var heppi­legt að selja til við­skipta­vina bank­ans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reynd­ist nokkuð lægra en nið­ur­staða útboðs­ins. Bank­inn van­mat hina miklu eft­ir­spurn sem raun varð á. Þessi til­högun er til skoð­unar í bank­anum og verður tekið mark á gagn­rýn­inn­i“.

Hópur stjórn­enda og fjár­festa fékk líka að kaupa

Salan til vild­ar­við­skipta­vin­anna á hlut Arion banka í Sím­anum í aðdrag­anda útboðs er ekki sú eina sem hefur verið gagn­rýnd. Hópur stjórn­enda, undir for­ystu for­stjór­ans Orra Hauks­son­ar, og nokkrir inn­lendir og erlendir fjár­festar engu einnig að kaupa fimm pró­sent hlut í félagið áður en almennt útboð fór fram. Þeir fengu að kaupa á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Um þau kaup var til­kynnt í ágúst.

Arion banki hefur greint frá því að sam­komu­lagið við fjár­festa­hóp­inn sem keypti fyrst hafi verið gert í maí. Arion banki segir að sú töf sem orðið hafi á að upp­lýsa um kaupin hafi verið „óheppi­leg“. Verð­matið hafi á þeim tíma, í maí, verið svipað og á Voda­fo­ne, hinu skráðu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in­u. 

Stjórn­endur Sím­ans keyptu einnig 0,5 pró­sent hlut til við­bótar við þau fimm pró­sent sem áður hafði verið greint frá, á sama verði. Sam­tals keypti hóp­ur­inn því 5,5 pró­sent hlut. Miðað við gengi Sím­ans í dag hefur virði hlutar þeirra hækkað um 42 pró­sent.  Það gera rúm­lega 600 millj­ónir króna. Sölu­hömlur eru á fyrstu fimm pró­sent­unum til 1. jan­úar 2017. Stjórn­endur Sím­ans mega hins vegar selja 0,5 pró­sent hlut sinn strax í mars á þessu ári, eftir rúma fjóra mán­uði.Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None