Valdir viðskiptavinir Arion geta selt í Símanum með 410 milljóna króna hagnaði

Orri Hauksson, forstjóri Símans, hringdi bjöllunni í Kauphöllinni þegar bréf í Símanum voru tekin til viðskipta 15. október síðastliðinn.
Orri Hauksson, forstjóri Símans, hringdi bjöllunni í Kauphöllinni þegar bréf í Símanum voru tekin til viðskipta 15. október síðastliðinn.
Auglýsing

Valdir við­skipta­vinir Arion banka, sem fengu að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum af bank­anum skömmu fyrir útboð á verði sem reynd­ist lægra en nið­ur­staða útboðs­ins, geta á morgun selt bréf sín. Í Frétta­blað­inu í dag segir að virði þeirra hafi hækkað um 410 millj­ónir króna. Arion banki við­ur­kenndi í októ­ber síð­ast­liðnum að gagn­rýni á sölu bréf­anna til vild­ar­við­skipta­vin­anna hefði verið rétt­mæt.

Fengu lán hjá bank­anum fyrir hluta verðs­ins

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um sölu Arion banka á bréfum í Sím­anum til val­ins hóps við­skipta­vina í aðdrag­anda skrán­ingar í fyrra. 

Síð­ari hluta sept­em­ber­mán­að­ar, nokkrum dögum áður en fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð í Sím­anum fór fram, fengu nokkrir valdir við­skipta­vinir Arion banka að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Ekki hefur verið gefið upp hverjir fjár­fest­arnir eru. Þessi hópur má ekki selja hluti sína fyrr en 15. jan­úar 2016. Með­al­verð í útboði Sím­ans var 3,33 krónur á hlut og í dag er gengi bréfa hans um 3,6 krónur á hlut. Miðað við það gengi gæti hóp­ur­inn selt hlut­inn sinn með 410 millj­óna króna hagn­aði á morgun þegar sölu­hömlum verður lyft.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu sem Arion banki sendi frá sér 23. októ­ber vegna máls­ins kom fram að bank­inn fjár­magn­aði hluta þess­ara við­skipta, en hann sagði að það hafi verið lít­ill hluti. Það þýðir að fjár­fest­arnir sem fengu að kaupa greiddu ekki að öllu leyti fyrir hlut­inn. Arion banki lán­aði þeim.

Bank­inn sagði að ekki hafi verið að „veita við­skipta­vinum afslátt frá verð­inu held­ur[...]að gefa þeim kost á að kaupa nokkru stærri hlut en ella[...]Sú gagn­rýni að ekki hafi allir setið við sama borð hefur ekki farið fram­hjá stjórn­endum bank­ans. Ekki var heppi­legt að selja til við­skipta­vina bank­ans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reynd­ist nokkuð lægra en nið­ur­staða útboðs­ins. Bank­inn van­mat hina miklu eft­ir­spurn sem raun varð á. Þessi til­högun er til skoð­unar í bank­anum og verður tekið mark á gagn­rýn­inn­i“.

Hópur stjórn­enda og fjár­festa fékk líka að kaupa

Salan til vild­ar­við­skipta­vin­anna á hlut Arion banka í Sím­anum í aðdrag­anda útboðs er ekki sú eina sem hefur verið gagn­rýnd. Hópur stjórn­enda, undir for­ystu for­stjór­ans Orra Hauks­son­ar, og nokkrir inn­lendir og erlendir fjár­festar engu einnig að kaupa fimm pró­sent hlut í félagið áður en almennt útboð fór fram. Þeir fengu að kaupa á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Um þau kaup var til­kynnt í ágúst.

Arion banki hefur greint frá því að sam­komu­lagið við fjár­festa­hóp­inn sem keypti fyrst hafi verið gert í maí. Arion banki segir að sú töf sem orðið hafi á að upp­lýsa um kaupin hafi verið „óheppi­leg“. Verð­matið hafi á þeim tíma, í maí, verið svipað og á Voda­fo­ne, hinu skráðu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in­u. 

Stjórn­endur Sím­ans keyptu einnig 0,5 pró­sent hlut til við­bótar við þau fimm pró­sent sem áður hafði verið greint frá, á sama verði. Sam­tals keypti hóp­ur­inn því 5,5 pró­sent hlut. Miðað við gengi Sím­ans í dag hefur virði hlutar þeirra hækkað um 42 pró­sent.  Það gera rúm­lega 600 millj­ónir króna. Sölu­hömlur eru á fyrstu fimm pró­sent­unum til 1. jan­úar 2017. Stjórn­endur Sím­ans mega hins vegar selja 0,5 pró­sent hlut sinn strax í mars á þessu ári, eftir rúma fjóra mán­uði.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None