Ekki stendur til að styrkja sjálfstætt rekna fjölmiðla með ríkisframlagi

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Ekki stendur til að styrkja sjálf­stætt rekna fjöl­miðla á Ísland­i ­með rík­is­fram­lagi og engin ákvörðun hefur verið tekin um sér­staka heild­ar­út­tekt á rekstar­um­hverfi fjöl­miðla hér­lendis í því sam­bandi. Þetta kemur fram í svari að­stoð­ar­manns Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, við ­fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Í svar­inu segir að það sé aftur á móti nauð­syn­legt að „fylgjast vel með þróun fjöl­miðla­mark­að­ar­ins og mögu­leikum fjöl­miðla­fyr­ir­tæka til að ­sinna lýð­ræð­is­lega mik­il­vægu hlut­verki sínu. Sam­kvæmt lögum fylgist ­fjöl­miðla­nefnd með þessum mark­aði og veitir ráð­herra ráð­gjöf og upp­lýs­ingar um ­stöðu fjöl­miðla á Íslandi á hverjum tíma“.

Auglýsing

Heiða Kristín Helga­dótt­ir, vara­þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar­, beindi skrif­legri fyr­ir­spurn til Ill­uga um styrki eða nið­ur­greiðslur til­ ­fjöl­miðla í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Fyr­ir­spurn­inni var svarað á þriðju­dag. Þar kom m.a. fram að ekki hef­ur verið talið að nægj­an­legt svig­rúm sé fyrir hendi hjá mennta- og ­menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu til að verja fé í styrki eða nið­ur­greiðslur handa ­fjöl­miðlum til að tryggja fjöl­breyti­leika og koma í veg fyrir sam­þjöppun á fjöl­miðla­mark­aði, líkt og gert er víða í Evr­ópu. Enn fremur sagði að ráðu­neytið hefð­i ekki tekið afstöðu um hvort slíkar styrk- eða nið­ur­greiðslur komi til greina hér á landi. Sam­kvæmt svörum aðstoð­ar­manns ráð­herra standa slíkir styrkir þó ekki til.

Heiða Krist­ín ­spurði Ill­uga einnig hvaða skoðun hann sjálfur hefði á slíkum nið­ur­greiðsl­u­m eða styrkjum til handa fjöl­miðl­um. Í svari Ill­uga segir að í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis hafi hlut­verk fjöl­miðla verið skýrt skil­greint, en þar segir að fjöl­miðlar leiki „lyk­il­hlut­verk í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi með því að upp­lýsa almenn­ing, vera vett­vang­ur ­þjóð­fé­lags­um­ræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almanna­hag“. Í fjöl­miðla­lögum sem sett voru fyrir nokkrum árum sé gengið út frá þess­ari skil­grein­ingu. „Auk tján­ing­ar­frels­is, sem allir þegnar í lýð­ræð­is­ríkjum njóta, er fjöl­miðlum veitt til­tekin rétt­indi umfram aðra, t.d. er varðar vernd heim­ild­ar­manna. Í ljósi þeirrar sér­stöðu og áhrifa­valds, sem fjöl­miðlar í lýð­ræð­is­ríkjum hafa, er litið svo á að þeir hafi ríkum skyldum að gegna ­gagn­vart almenn­ingi. Í evr­ópskum lýð­ræð­is­ríkjum er því almennt talið að ­fjöl­miðlar séu af þessum sökum ólíkir öðrum fyr­ir­tækjum og því sé eðli­legt að um þá gildi sér­stakar regl­ur, sem taki mið af fram­an­sögðu.

Ill­ugi sagði að af þessu leiði að ekki sé hægt að úti­loka þann mögu­leika að fjöl­miðlar njót­i að­gerða af hálfu rík­is­valds­ins til að auð­velda þeim að rækja hlut­verk sitt en ­sem kæmu síð­ur, eða alls ekki, til greina fyrir atvinnu­rekstur af öðru tag­i. „En áður en til ein­hverra aðgerða er gripið þurfa að liggja fyrir ítar­leg­ar ­rann­sóknir og grein­ingar á rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hér á landi og jafn­vel einnig á fjöl­miðlaum­hverf­inu almennt til að að byggja ákvarð­anir á.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til ráð­herr­ans um málið þar sem óskað var upp­lýs­ingum um hvort til stæði að hálfu ráðu­neyt­is­ins að láta fram­kvæma ítar­legar rann­sóknir og grein­ingar á rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hér­lend­is. Í svari aðstoð­ar­manns ráð­herra kom fram að engin ákvörðun hefð­i verið tekin um slíkt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Við komum tvíefld til baka
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None