Þinghópur Sjálfstæðisflokksins hefur margt að athuga við húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins við Morgunblaðið í dag. Áður hafði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins gagnrýnt frumvörpin í fjölmiðlum og sagt að hún telji að ekki muni allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins kjósa með þeim
Ragnheiður segir að það hafi alltaf verið vitað að stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum sé séreignarstefna. „Sú stefna að það eigi að gera fólki kleift að eignast sínar eigin íbúðir. Við höfum rætt ýmislegt í þá veru, eins og séreignarsparnað og sérstakan sparnað, og að tekið verði mið með öðrum hætti af leigutekjum, sem fólk hefur greitt í mörg ár, inn í greiðslumatið. Það er ýmislegt þar sem við höfum ekki síður viljað leggja áherslu á, en að fara í þann farveg að beina fólki út á leigumarkaðinn[...]Við höfum margt við þetta að athuga. Við viljum leggjast yfir þetta, en það þýðir ekki að það verði ekki hægt að komast að samkomulagi um að hlutirnir verði afgreiddir með einum eða öðrum hætti."
Ragnheiður segir að það hafi alltaf verið vitað að stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum sé séreignarstefna. „Sú stefna að það eigi að gera fólki kleift að eignast sínar eigin íbúðir. Við höfum rætt ýmislegt í þá veru, eins og séreignarsparnað og sérstakan sparnað, og að tekið verði mið með öðrum hætti af leigutekjum, sem fólk hefur greitt í mörg ár, inn í greiðslumatið. Það er ýmislegt þar sem við höfum ekki síður viljað leggja áherslu á, en að fara í þann farveg að beina fólki út á leigumarkaðinn[...]Við höfum margt við þetta að athuga. Við viljum leggjast yfir þetta, en það þýðir ekki að það verði ekki hægt að komast að samkomulagi um að hlutirnir verði afgreiddir með einum eða öðrum hætti."
Frumvörpin fjögur sem Eygló vill koma í gegn eru til laga voru um húsnæðisbætur, um húsnæðissamvinnufélögu, um breytingu á húsaleigulögum og um húsnæðismál. Hið síðastnefnda fjallaði um stofnstyrki til félagslegs húsnæðis, sem hefur verið tryggt samkvæmt ráðherra.
Auglýsing