Ólafur Ólafsson byggir hótel á Suðurlandsbraut

Ólafur Ólafsson.
Auglýsing

Félag í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, aðal­eig­anda Sam­skipa, hefur hafið ferli við að byggja hótel á lóð við Suð­ur­lands­braut 18. Um er að ræða breyt­ingu á bygg­ingu sem fyrir er og við­bygg­ingu. Eftir stækkun gæti bygg­ingin rúmað vel á annað hund­rað hót­el­her­bergi. Frá þessu er grein í Morg­un­blað­inu í dag.

Ólafur er umsvifa­mik­ill athafna­mað­ur. Hann situr sem stendur í fang­els­inu á Kvía­bryggju þar sem hann afplán­ar fjög­urra og hálfs árs dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða í fyrra.

Sama félag og eign­að­ist Sam­skip

Í Morg­un­blað­inu er greint frá því að skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík hafi aug­lýst nýtt deiliskipu­lag lóð­ar­innar á Suð­ur­lands­braut 18 þar sem ofan­greind breyt­ing kemur fram. 

Auglýsing

Eig­andi hússs­ins er félag sem heitir Fest­ir. Það félag er í 100 pró­sent eigu hol­lenska fé­lags­ins SMT Partners B.V. Þegar end­ur­skipu­lagn­ing á fjár­hag Sam­skipa lauk fyrir sex árum, í jan­úar 2010, var greint frá því í Við­skipta­blað­inu að félagið SMT Partners B.V. væri félag í eigu Ólafs Ólafs­sonar og stjórn­enda Sam­skipa. Þetta félag eign­að­ist 90 pró­sent hlut í Sam­skip­um, öðru af tveimur skipa­fé­lögu sem eru ráð­andi í inn- og útflutn­ingi um sjó frá Íslandi, við end­ur­skipu­lagn­ing­una.

Félagið Festir á fleiri fast­eign­ir. Má þar nefna Krók­háls 11 þar sem Bíla­um­boðið Askja er til húsa. Þá kemur fram í Morg­un­blað­inu að Festir eigi um sjö þús­und fer­metra fast­eign í Kjal­ar­vogi 10 við Sunda­höfn. 

Fjár­hags­staðan ágætt

Ólafur hefur haldið því fram að hann hafi verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli mis­skiln­ings og hefur auk þess dregið í efa hæfi tveggja dóm­ara Hæsta­réttar sem felldu hinn þunga dóm yfir hon­um. Því hefur hann óskað eft­ir end­ur­upp­töku máls­ins fyrir end­ur­upp­töku­nefnd og kært það til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Í við­tali við Við­skipta­blaðið í októ­ber sagði hann það ömur­legt hlut­skipti að sitja í fang­elsi. Fjár­hags­staða hans væri hins vegar ágæt og ótt­ist ekki að missa þau fyr­ir­tæki sem hann á, meðal ann­ars Sam­skip.

Í við­tali við Ísland í dag fyrr í þessum mán­uði sagði Ólafur að hann geti stundað sína vinnu frá Kvía­bryggju. Hann hafi aðgengi að tölvu­póst­um, síma og inter­neti sem geri honum kleift að sinna sínum eign­um.

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None