Ólafur Ólafsson byggir hótel á Suðurlandsbraut

Ólafur Ólafsson.
Auglýsing

Félag í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, aðal­eig­anda Sam­skipa, hefur hafið ferli við að byggja hótel á lóð við Suð­ur­lands­braut 18. Um er að ræða breyt­ingu á bygg­ingu sem fyrir er og við­bygg­ingu. Eftir stækkun gæti bygg­ingin rúmað vel á annað hund­rað hót­el­her­bergi. Frá þessu er grein í Morg­un­blað­inu í dag.

Ólafur er umsvifa­mik­ill athafna­mað­ur. Hann situr sem stendur í fang­els­inu á Kvía­bryggju þar sem hann afplán­ar fjög­urra og hálfs árs dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða í fyrra.

Sama félag og eign­að­ist Sam­skip

Í Morg­un­blað­inu er greint frá því að skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík hafi aug­lýst nýtt deiliskipu­lag lóð­ar­innar á Suð­ur­lands­braut 18 þar sem ofan­greind breyt­ing kemur fram. 

Auglýsing

Eig­andi hússs­ins er félag sem heitir Fest­ir. Það félag er í 100 pró­sent eigu hol­lenska fé­lags­ins SMT Partners B.V. Þegar end­ur­skipu­lagn­ing á fjár­hag Sam­skipa lauk fyrir sex árum, í jan­úar 2010, var greint frá því í Við­skipta­blað­inu að félagið SMT Partners B.V. væri félag í eigu Ólafs Ólafs­sonar og stjórn­enda Sam­skipa. Þetta félag eign­að­ist 90 pró­sent hlut í Sam­skip­um, öðru af tveimur skipa­fé­lögu sem eru ráð­andi í inn- og útflutn­ingi um sjó frá Íslandi, við end­ur­skipu­lagn­ing­una.

Félagið Festir á fleiri fast­eign­ir. Má þar nefna Krók­háls 11 þar sem Bíla­um­boðið Askja er til húsa. Þá kemur fram í Morg­un­blað­inu að Festir eigi um sjö þús­und fer­metra fast­eign í Kjal­ar­vogi 10 við Sunda­höfn. 

Fjár­hags­staðan ágætt

Ólafur hefur haldið því fram að hann hafi verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli mis­skiln­ings og hefur auk þess dregið í efa hæfi tveggja dóm­ara Hæsta­réttar sem felldu hinn þunga dóm yfir hon­um. Því hefur hann óskað eft­ir end­ur­upp­töku máls­ins fyrir end­ur­upp­töku­nefnd og kært það til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Í við­tali við Við­skipta­blaðið í októ­ber sagði hann það ömur­legt hlut­skipti að sitja í fang­elsi. Fjár­hags­staða hans væri hins vegar ágæt og ótt­ist ekki að missa þau fyr­ir­tæki sem hann á, meðal ann­ars Sam­skip.

Í við­tali við Ísland í dag fyrr í þessum mán­uði sagði Ólafur að hann geti stundað sína vinnu frá Kvía­bryggju. Hann hafi aðgengi að tölvu­póst­um, síma og inter­neti sem geri honum kleift að sinna sínum eign­um.

Meiri hækkun stýrivaxta kom til greina
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því fyrr í mánuðinum hefur verið birt.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Mannlíf milli húsa
Kjarninn 21. nóvember 2018
Sverrir Mar Albertsson
Aþþíbara
Kjarninn 21. nóvember 2018
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 4. þáttur: Fljúgandi sjálfrennireið og sjálfskaðandi húsálfur
Kjarninn 21. nóvember 2018
Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn
Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Ríkið áfrýjar dómi vegna skipunar dómara
Íslenska ríkið hefur áfrýjað dómum Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ríkið bótaskylt í málum þeirra Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Blýanturinn á útleið í prófum – Tölvur taka við
Innan nokkurra ára munu blýanturinn og penninn heyra sögunni til innan Háskóla Íslands með tilkomu rafræns prófakerfis.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None