Ólafur Ólafsson byggir hótel á Suðurlandsbraut

Ólafur Ólafsson.
Auglýsing

Félag í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, aðal­eig­anda Sam­skipa, hefur hafið ferli við að byggja hótel á lóð við Suð­ur­lands­braut 18. Um er að ræða breyt­ingu á bygg­ingu sem fyrir er og við­bygg­ingu. Eftir stækkun gæti bygg­ingin rúmað vel á annað hund­rað hót­el­her­bergi. Frá þessu er grein í Morg­un­blað­inu í dag.

Ólafur er umsvifa­mik­ill athafna­mað­ur. Hann situr sem stendur í fang­els­inu á Kvía­bryggju þar sem hann afplán­ar fjög­urra og hálfs árs dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða í fyrra.

Sama félag og eign­að­ist Sam­skip

Í Morg­un­blað­inu er greint frá því að skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík hafi aug­lýst nýtt deiliskipu­lag lóð­ar­innar á Suð­ur­lands­braut 18 þar sem ofan­greind breyt­ing kemur fram. 

Auglýsing

Eig­andi hússs­ins er félag sem heitir Fest­ir. Það félag er í 100 pró­sent eigu hol­lenska fé­lags­ins SMT Partners B.V. Þegar end­ur­skipu­lagn­ing á fjár­hag Sam­skipa lauk fyrir sex árum, í jan­úar 2010, var greint frá því í Við­skipta­blað­inu að félagið SMT Partners B.V. væri félag í eigu Ólafs Ólafs­sonar og stjórn­enda Sam­skipa. Þetta félag eign­að­ist 90 pró­sent hlut í Sam­skip­um, öðru af tveimur skipa­fé­lögu sem eru ráð­andi í inn- og útflutn­ingi um sjó frá Íslandi, við end­ur­skipu­lagn­ing­una.

Félagið Festir á fleiri fast­eign­ir. Má þar nefna Krók­háls 11 þar sem Bíla­um­boðið Askja er til húsa. Þá kemur fram í Morg­un­blað­inu að Festir eigi um sjö þús­und fer­metra fast­eign í Kjal­ar­vogi 10 við Sunda­höfn. 

Fjár­hags­staðan ágætt

Ólafur hefur haldið því fram að hann hafi verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli mis­skiln­ings og hefur auk þess dregið í efa hæfi tveggja dóm­ara Hæsta­réttar sem felldu hinn þunga dóm yfir hon­um. Því hefur hann óskað eft­ir end­ur­upp­töku máls­ins fyrir end­ur­upp­töku­nefnd og kært það til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Í við­tali við Við­skipta­blaðið í októ­ber sagði hann það ömur­legt hlut­skipti að sitja í fang­elsi. Fjár­hags­staða hans væri hins vegar ágæt og ótt­ist ekki að missa þau fyr­ir­tæki sem hann á, meðal ann­ars Sam­skip.

Í við­tali við Ísland í dag fyrr í þessum mán­uði sagði Ólafur að hann geti stundað sína vinnu frá Kvía­bryggju. Hann hafi aðgengi að tölvu­póst­um, síma og inter­neti sem geri honum kleift að sinna sínum eign­um.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None