Fréttavefurinn Hringbraut.is, og ritstjórinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands og telst brotið alvarlegt. Þetta kemur fram í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna kæru Björns Inga Hrafnssonar, stjórnarformanns Vefpressunnar, til hennar.
Kæruefnið var umfjöllun á vefnum Hringbraut.is 28. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni Eys fjölskyldan fé í framsóknarmiðla? Þar er meðal annars vitnað í grein Ólafs Jóns Sívertsen, en grein, sem birtist undir því nafni, hafði áður verið birt á vef Hringbrautar.
Í greininni segir meðal annars: „Ólafur Jón gerir að umtalsefni það „dularfulla andrúmsloft“ sem ríkir í kringum DV og útgáfu allra Framsóknarmiðlanna sem Björn Ingi Hrafnsson hefur umsjón með. Ólafur telur útilokað að Björn Ingi hafi sjálfur komið með þá peninga inn í rekstur miðlanna sem til þarf. Hann segir að engum detti það í hug og spyr svo: „Hvaðan koma peningarnir” og freistar þess að svara svona: „Þegar DV var keypt var sú útgáfa mjög illa sett fjárhagslega, skuldum vafin. Sama gildir um Vefpressu Björns Inga sem var með 80 m.kr. skuldahala vegna Eyjunnar og Pressunar. Auk þess er ljóst að núverandi útgáfa tapar milljónum í hverjum mánuði. Kunnáttumenn áætla að inn í þennan rekstur hljóti nú þegar að vera komnar 400 milljónir króna. Hér er um áætlun að ræða því Vefpressan hefur ekki skilað inn ársreikningum til Ríkisskattstjóra eins og krafist er.”
Björn Ingi segir í kæru sinni, sem vitnað er til í úrskurði siðanefndar, að fyrst Hringbraut vildi ekki taka umfjöllunina útaf vef sínum, eða leiðrétta hana, þá hafi hann séð þann kost vænstan að kæra til siðanefndar og eftir atvikum fara með málið fyrir dómstóla. Hann segir að „nánast allt“ í greininni sé rangt, og ekki sé nefnt að Ólafur Jón Sívertsen sé tilbúningur Hringbrautar, persóna sem sé ekki til. Með ólíkindum sé að fjölmiðill viðhafi svo óvönduð vinnubrögð.
Mótbárur Hringbrautar eru einkum þær, að um hefðbundin nafnlaus skrif sé að ræða, þar sem einungis sé verið að byggja á skrifum Ólafs Jóns, á vef Hringbrautar.
Siðanefnd felst ekki á rök Hringbrautar, og segir framsetninguna bera merki um óvönduð vinnubrögð, og skýrt brot gegn 3. grein siðareglna.
Úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands má sjá hér í heild sinni.
Hringbraut og Sigmundur Ernir brutu gegn siðareglum blaðamanna
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að því að brotið hefði verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands, þegar fjallað var um eignarhald á DV á vef Hringbrautar. Brotið telst alvarlegt.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar