Hringbraut og Sigmundur Ernir brutu gegn siðareglum blaðamanna

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að því að brotið hefði verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands, þegar fjallað var um eignarhald á DV á vef Hringbrautar. Brotið telst alvarlegt.

Björn Ingi
Auglýsing

Frétta­vef­ur­inn Hring­braut.is, og rit­stjór­inn Sig­mundur Ernir Rún­ars­son, brutu gegn siða­reglum Blaða­manna­fé­lags Íslands og telst brotið alvar­legt. Þetta kemur fram í úrskurði siða­nefndar Blaða­manna­fé­lags Íslands vegna kæru Björns Inga Hrafns­son­ar, stjórn­ar­for­manns Vef­pressunn­ar, til henn­ar. Kæru­efnið var umfjöllun á vefnum Hring­braut.is 28. des­em­ber síð­ast­lið­inn undir fyr­ir­sögn­inni Eys fjöl­skyldan fé í fram­sókn­ar­miðla? Þar er meðal ann­ars vitnað í grein Ólafs Jóns Sívert­sen, en grein, sem birt­ist undir því nafni, hafði áður verið birt á vef Hring­braut­ar. Í grein­inni segir meðal ann­ars: „Ólafur Jón gerir að umtals­efni það „dul­ar­fulla and­rúms­loft“ sem ríkir í kringum DV og útgáfu allra Fram­sókn­ar­miðl­anna sem Björn Ingi Hrafns­son hefur umsjón með. Ólafur telur úti­lokað að Björn Ingi hafi sjálfur komið með þá pen­inga inn í rekstur miðl­anna sem til þarf. Hann segir að engum detti það í hug og spyr svo: „Hvaðan koma pen­ing­arn­ir” og freistar þess að svara svona: „Þegar DV var keypt var sú útgáfa mjög illa sett fjár­hags­lega, skuldum vaf­in. Sama gildir um Vef­pressu Björns Inga sem var með 80 m.kr. skulda­hala vegna Eyj­unnar og Press­un­ar. Auk þess er ljóst að núver­andi útgáfa tapar millj­ónum í hverjum mán­uði. Kunn­áttu­menn áætla að inn í þennan rekstur hljóti nú þegar að vera komnar 400 millj­ónir króna. Hér er um áætlun að ræða því Vef­pressan hefur ekki skilað inn árs­reikn­ingum til Rík­is­skatt­stjóra eins og kraf­ist er.”Björn Ingi segir í kæru sinni, sem vitnað er til í úrskurði siða­nefnd­ar, að fyrst Hring­braut vildi ekki taka umfjöll­un­ina útaf vef sín­um, eða leið­rétta hana, þá hafi hann séð þann kost vænstan að kæra til siða­nefndar og eftir atvikum fara með málið fyrir dóm­stóla. Hann segir að „nán­ast allt“ í grein­inni sé rangt, og ekki sé nefnt að Ólafur Jón Sívert­sen sé til­bún­ingur Hring­braut­ar, per­sóna sem sé ekki til. Með ólík­indum sé að fjöl­mið­ill við­hafi svo óvönduð vinnu­brögð. Mót­bárur Hring­brautar eru einkum þær, að um hefð­bundin nafn­laus skrif sé að ræða, þar sem ein­ungis sé verið að byggja á skrifum Ólafs Jóns, á vef Hring­braut­ar. Siða­nefnd felst ekki á rök Hring­braut­ar, og segir fram­setn­ing­una bera merki um óvönduð vinnu­brögð, og skýrt brot gegn 3. grein siða­reglna.Úrskurð siða­nefndar Blaða­manna­fé­lags Íslands má sjá hér í heild sinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None