Ungir jafnaðarmenn vilja flýta formannskjöri í Samfylkingunni

Samfylking
Auglýsing

Ungir jafn­að­ar­menn, ung­liða­hreyf­ing ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill að for­manns­kjör í Sam­fylk­ing­unni fari fram í vor, og ekki síðar en í maí. Hreyf­ingin segir að horfast verði í augu við að „skila­boð ­Sam­fylk­ing­ar­innar eru ekki að ná eyrum kjós­enda og leita þarf allra leiða til­ að byggja upp trú­verð­ug­leika flokks­ins á ný. Mik­il­vægt er því á þessum tíma­punkt­i að skerpa á skila­boðum flokks­ins og veita for­ystu skýrt umboð til að leiða ­flokk­inn áfram í bar­áttu fyrir betra sam­fé­lagi í anda frels­is, jafn­réttis og ­sam­stöðu. Ungir jafn­að­ar­menn telja að nú sé svo komið að ekki sé hægt að bíða ­lengur eftir að ástandið batni heldur þurfi að leita til flokks­fé­laga og eiga við þá opið og lýð­ræð­is­legt sam­tal um fram­tíð flokks­ins. Íslend­ingar eiga skilið sterkan jafn­að­ar­manna­flokk og Sam­fylk­ingin á að sinna því hlut­verki til­ ­lengri tíma.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Ungum jafn­að­ar­mönn­um.

Ung­liða­hreyf­ingin er þar með að taka undir kröf­u ­þing­manns­ins Ólínu Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttur og Sam­fylk­ing­ar­innar á Akur­eyri um að flýta þurfi lands­fundi og for­manns­kjöri.

Sam­fylk­ingin mælist með afar lítið fylgi og hefur gert um langt skeið. Í nýj­ustu könnun MMR, sem birt var í gær fór Sam­fylk­ingin nærri meti sínu í litlu fylgi og mæld­ist nú með 9,4 pró­sent stuðn­ing. Það er ein­ungis 0,1 pró­sentu­stigi meira en sögu­legur botn hennar í könn­unum MMR, en honum var náð í júní 2015 þegar fylgið mæld­ist 9,3 pró­sent. Sam­fylk­ingin fékk 12,9 pró­sent atkvæða í síð­ustu þing­kosn­ingum sem var lang­versti árangur flokks­ins frá stofn­un. 

Auglýsing

Unnið að end­ur­skoðun á lögum flokks­ins

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í gær að hann seg­ist gera ráð fyrir því að gefa aftur kost á sér sem for­maður komi til alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu um nýju for­ystu í flokkn­um.

Fram­kvæmda­stjórn­ ­Sam­fylk­ing­ar­innar vinnur nú að end­ur­skoðun á lögum flokks­ins, meðal ann­ars til­ að geta átt mögu­leika á að breyta tíma­setn­ingum á lands­fund­um. Umræða hef­ur ­skap­ast innan flokks­ins um að flýta kom­andi lands­fundi, en sam­kvæmt lög­um verður að halda þá á tveggja ára fresti. Einnig er verið að skoða hvort hægt sé að flýta for­manns­kjöri í alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu.

Sema Erla Serdar, for­mað­ur­ fram­kvæmda­stjórnar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði við Kjarn­ann í gær að umræðan hafi ­staðið yfir frá síð­asta lands­fundi. Þá vann Árni Páll for­manns­slag á móti Sig­ríð­i Ingi­björgu Inga­dótt­ur, þing­manni flokks­ins, með einu atkvæð­i. „Í fyrra var lögð fram til­laga í fram­kvæmda­stjórn um að lands­fundur yrði hald­inn haustið 2016. En það náði ekki lengra því við erum með­ þessi löngu og ítar­legu lög sem til­greina að lands­fund skuli halda á tveggja ára fresti. Þar lá vand­inn. En í kjöl­farið skoð­uðum við að það er hægt að halda lands­fund snemma árið 2017 en hægt væri að halda alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu um for­mann 2016.”

Stjórn Sam­fylk­ing­ar­innar mun funda í dag. Á fundi hennar verður meðal ann­ars fjallað um hvort hvort hægt sé að flýta lands­fundi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None