SÞ krefst þess að konur í Zika-löndum fái aðgang að fóstureyðingum

fóstureyðingar
Auglýsing

Mann­rétt­inda­stofn­un ­Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur kallað eftir því að ríki í Rómönsku-Am­er­íku, sem hafa orðið hvað verst úti vegna Zika-veirunn­ar, veiti konum aðgang að bæði fóst­ur­eyð­ingum og ­getn­að­ar­vörn­um. Veiran, sem breið­ist nú hratt út, er talin valda al­var­legum fæð­ing­argalla, höf­uðs­mæð­ar­heil­kenni.

Í ­mörgum þeirra ríkja þar sem hvað flestir hafa smit­ast er að­gangur að getn­að­ar­vörnum lít­ill og fóst­ur­eyð­ingar bann­að­ar­. Til dæmis eru dæmi þess í El Salvador, sem hefur orðið illa úti, að konur séu dæmdar fyrir morð þegar þær missa fóst­ur.

Víða í Rómönsku-Am­er­íku hefur verið gripið til þess ráðs að hvetja konur til þess að verða ekki þung­að­ar.

Auglýsing

Mann­rétt­inda­stofn­un­in hefur hins vegar farið fram á það við stjórn­völd í lönd­um ­sem glíma við veiruna að hverfa frá stefnum sínum þegar kem­ur að fóst­ur­eyð­ingum og aðgangi að getn­að­ar­vörn­um. Zeid Ra'ad Al Hussein, yfir­maður Mann­rétt­inda­stofn­unar SÞ, segir að það sé ­nauð­syn­legt að virða kven­rétt­indi ef takast á að stemma stig­u við veirunni. Lög í mörgum ríkj­anna sem um ræðir brjóti í bága við alþjóð­lega staðla. Það verði að tryggja að kon­ur ­fái upp­lýs­ing­ar, stuðn­ing og þjón­ustu sem þær þurfa til að fá að áða því hvort og hvenær þær verði þung­að­ar.

„Ráð­in ­sem sum stjórn­völd gefa kon­um, um að fresta barn­eign­um, lít­ur fram­hjá þeim raun­veru­leika að margar konur og stúlkur geta ekki ­stjórnað því hvort, hvenær eða undir hvaða kring­um­stæðum þær verða þung­að­ar, sér­stak­lega í umhverfi þar sem kyn­ferð­is­of­beld­i er svo algeng­t.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None