Aðsókn á leiki í Pepsí-deildinni jókst um 20 prósent í fyrra

Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing

Aðsókn á leiki í Pepsí-deild karla síðasta sumar var sú besta sem verið hefur frá árinu 2011. Að meðaltali mættu 1.107 áhorfendur á leiki í deildinni sumarið 2015, sem er 20 prósent aukning frá árinu á undan, þegar 923 mættu á leiki í deildinni að meðaltali. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) fyrir árið 2015.

Auk þess er um að ræða þriðja aðsóknarmesta árið frá upphafi. Einungis árin 2007, þegar 1.329 manns mættu að meðaltali á leiki í efstu deild karla, og árið 2010, þegar áhordendur voru 1.205 að meðaltali, hafa skilað fleiri áhorfendum.

Viðsnúningurinn er einnig athyglisverður sökum þess að árið 2014 var það slakasta í 15 ár og í fyrsta sinn síðan árið 2002 sem áhorfendur voru undir eitt þúsund að meðaltali á leik.

Auglýsing

Aðsókn á leiki í Pepsí-deild kvenna í fyrrasumar var að meðaltali 190 áhorfendur á leik.

HM og veður orsakaði dýfu 2014

Kjarninn fjallaði um þá dýfu sem aðsókn á leiki í Pepsí-deild karla tók  sumarið 2014 í október það ár, þegar einn leikur var eftir af Íslandsmótinu. Þórir Hákonarson, þáverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sagði að þrjú atriði útskýrðu fækkunina að einhverju leyti. „Heimsmeistaramótið í knattspyrnu [sem fram fór í Brasilíu það sumar] er eitt þeirra. Það hefur alltaf mikil áhrif á aðsókn. Þessi keppni sem fór fram í sumar var auk þess einstaklega skemmtileg og fékk gríðarlega mikið áhorf. Annað atriði er veðurfar á Íslandi í sumar [2014] sem bætist ofan á þetta. Veðrið hefur verið mjög slæmt eiginlega í allt sumar. Það var ekkert sérstaklega gott í fyrra [2013], en það er búið að vera enn verra núna. Sérstaklega á leikdögum, það hefur hitt þannig á að það hefur verið mjög slæmt á þeim. Þriðja atriðið er að í upphafi sumars vorum við í vandamálum með heimavelli liðanna og þurftum að spila nokkra leiki á gervigrasinu í Laugardalnum vegna ástands vallanna. Það hefur auðvitað veruleg áhrif líka. Að liðin gátu ekki leikið leikina á sínum heimavöllum heldur þurftu að spila fyrstu leikina í Laugardalnum.“

Átta prósent þjóðarinnar verður á EM

Næsta sumar mun íslenska karlalandsliðið taka þátt í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn, þegar það leikur á EM í Frakklandi. Búist er við því að tugþúsundir Íslendinga muni gera sér ferð á leiki Íslands á EM. Alls sóttu Íslendingar um 26.985 miða á landsleiki liðsins. Það eru um átta prósent þjóðarinnar. 

Því er ljóst að margir eldheitir knattspyrnumenn ekki á Íslandi seinni hluta júnímánaðar 2016. Þrír leikir verða leiknir í Pepsí-deild karla á meðan að riðlakeppni EM fer fram. Þeir fara fram daganna 15-16. júní, á milli fyrsta og annars leiks íslenska landsliðsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None