Aðsókn á leiki í Pepsí-deildinni jókst um 20 prósent í fyrra

Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing

Aðsókn á leiki í Pepsí-­deild karla síð­asta sumar var sú besta sem verið hefur frá árinu 2011. Að með­al­tali mættu 1.107 áhorf­endur á leiki í deild­inni sum­arið 2015, sem er 20 pró­sent aukn­ing frá árinu á und­an­, þegar 923 mættu á leiki í deild­inni að með­al­tali. Þetta kemur fram í nýbirtri árs­skýrslu Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) fyrir árið 2015.

Auk þess er um að ræða þriðja að­sókn­ar­mesta árið frá upp­hafi. Ein­ungis árin 2007, þegar 1.329 manns mættu að ­með­al­tali á leiki í efstu deild karla, og árið 2010, þegar áhor­dendur vor­u 1.205 að með­al­tali, hafa skilað fleiri áhorf­end­um.

Við­snún­ing­ur­inn er einnig athygl­is­verður sökum þess að árið 2014 var það slakasta í 15 ár og í fyrsta sinn síðan árið 2002 sem áhorf­end­ur voru undir eitt þús­und að með­al­tali á leik.

Auglýsing

Aðsókn á leiki í Pepsí-­deild kvenna í fyrra­sumar var að ­með­al­tali 190 áhorf­endur á leik.

HM og veður orsak­aði dýfu 2014

Kjarn­inn fjall­aði um þá dýfu sem aðsókn á leiki í Pepsí-­deild karla tók  sum­arið 2014 í októ­ber það ár, þegar einn leikur var eftir af Íslands­mót­inu. Þórir Hákon­ar­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri K­SÍ, sagði að þrjú atriði útskýrðu fækk­un­ina að ein­hverju leyti. „Heims­meist­ara­mót­ið í knatt­spyrnu [sem fram fór í Bras­ilíu það sum­ar] er eitt þeirra. Það hef­ur alltaf mikil áhrif á aðsókn. Þessi keppni sem fór fram í sumar var auk þess ein­stak­lega skemmti­leg og fékk gríð­ar­lega mikið áhorf. Annað atriði er veð­ur­far á Íslandi í sumar [2014] sem bæt­ist ofan á þetta. Veðrið hefur verið mjög slæmt eig­in­lega í allt sum­ar. Það var ekk­ert sér­stak­lega gott í fyrra [2013], en það er búið að vera enn verra núna. Sér­stak­lega á leik­dög­um, það hefur hitt þannig á að það hefur verið mjög slæmt á þeim. Þriðja atriðið er að í upp­hafi sum­ar­s vorum við í vanda­málum með heima­velli lið­anna og þurftum að spila nokkra leik­i á gervi­gras­inu í Laug­ar­dalnum vegna ástands vall­anna. Það hefur auð­vit­að veru­leg áhrif líka. Að liðin gátu ekki leikið leik­ina á sínum heima­völl­u­m heldur þurftu að spila fyrstu leik­ina í Laug­ar­daln­um.“

Átta pró­sent þjóð­ar­innar verður á EM

Næsta sumar mun ­ís­lenska karla­lands­liðið taka þátt í loka­keppni stór­móts í fyrsta sinn, þeg­ar það leikur á EM í Frakk­landi. Búist er við því að tug­þús­undir Íslend­inga mun­i ­gera sér ferð á leiki Íslands á EM. Alls sóttu Íslend­ingar um 26.985 miða á lands­leiki liðs­ins. Það eru um átta pró­sent þjóð­ar­inn­ar. 

Því er ljóst að margir eld­heitir knatt­spyrnu­menn ekki á Ísland­i ­seinni hluta júní­mán­aðar 2016. Þrír leikir verða leiknir í Pepsí-­deild karla á meðan að riðla­keppni EM fer fram. Þeir fara fram dag­anna 15-16. júní, á milli­ ­fyrsta og ann­ars leiks íslenska lands­liðs­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None