Aðsókn á leiki í Pepsí-deildinni jókst um 20 prósent í fyrra

Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing

Aðsókn á leiki í Pepsí-­deild karla síð­asta sumar var sú besta sem verið hefur frá árinu 2011. Að með­al­tali mættu 1.107 áhorf­endur á leiki í deild­inni sum­arið 2015, sem er 20 pró­sent aukn­ing frá árinu á und­an­, þegar 923 mættu á leiki í deild­inni að með­al­tali. Þetta kemur fram í nýbirtri árs­skýrslu Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) fyrir árið 2015.

Auk þess er um að ræða þriðja að­sókn­ar­mesta árið frá upp­hafi. Ein­ungis árin 2007, þegar 1.329 manns mættu að ­með­al­tali á leiki í efstu deild karla, og árið 2010, þegar áhor­dendur vor­u 1.205 að með­al­tali, hafa skilað fleiri áhorf­end­um.

Við­snún­ing­ur­inn er einnig athygl­is­verður sökum þess að árið 2014 var það slakasta í 15 ár og í fyrsta sinn síðan árið 2002 sem áhorf­end­ur voru undir eitt þús­und að með­al­tali á leik.

Auglýsing

Aðsókn á leiki í Pepsí-­deild kvenna í fyrra­sumar var að ­með­al­tali 190 áhorf­endur á leik.

HM og veður orsak­aði dýfu 2014

Kjarn­inn fjall­aði um þá dýfu sem aðsókn á leiki í Pepsí-­deild karla tók  sum­arið 2014 í októ­ber það ár, þegar einn leikur var eftir af Íslands­mót­inu. Þórir Hákon­ar­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri K­SÍ, sagði að þrjú atriði útskýrðu fækk­un­ina að ein­hverju leyti. „Heims­meist­ara­mót­ið í knatt­spyrnu [sem fram fór í Bras­ilíu það sum­ar] er eitt þeirra. Það hef­ur alltaf mikil áhrif á aðsókn. Þessi keppni sem fór fram í sumar var auk þess ein­stak­lega skemmti­leg og fékk gríð­ar­lega mikið áhorf. Annað atriði er veð­ur­far á Íslandi í sumar [2014] sem bæt­ist ofan á þetta. Veðrið hefur verið mjög slæmt eig­in­lega í allt sum­ar. Það var ekk­ert sér­stak­lega gott í fyrra [2013], en það er búið að vera enn verra núna. Sér­stak­lega á leik­dög­um, það hefur hitt þannig á að það hefur verið mjög slæmt á þeim. Þriðja atriðið er að í upp­hafi sum­ar­s vorum við í vanda­málum með heima­velli lið­anna og þurftum að spila nokkra leik­i á gervi­gras­inu í Laug­ar­dalnum vegna ástands vall­anna. Það hefur auð­vit­að veru­leg áhrif líka. Að liðin gátu ekki leikið leik­ina á sínum heima­völl­u­m heldur þurftu að spila fyrstu leik­ina í Laug­ar­daln­um.“

Átta pró­sent þjóð­ar­innar verður á EM

Næsta sumar mun ­ís­lenska karla­lands­liðið taka þátt í loka­keppni stór­móts í fyrsta sinn, þeg­ar það leikur á EM í Frakk­landi. Búist er við því að tug­þús­undir Íslend­inga mun­i ­gera sér ferð á leiki Íslands á EM. Alls sóttu Íslend­ingar um 26.985 miða á lands­leiki liðs­ins. Það eru um átta pró­sent þjóð­ar­inn­ar. 

Því er ljóst að margir eld­heitir knatt­spyrnu­menn ekki á Ísland­i ­seinni hluta júní­mán­aðar 2016. Þrír leikir verða leiknir í Pepsí-­deild karla á meðan að riðla­keppni EM fer fram. Þeir fara fram dag­anna 15-16. júní, á milli­ ­fyrsta og ann­ars leiks íslenska lands­liðs­ins.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None