Landsfundi flýtt - Árni Páll óviss með formannsframboð

Landsfundi Samfylkingarinnar og formannskjöri hefur verið flýtt fram í júní. Framkvæmdastjórn flokksins ákvað þetta á fundi sínum í dag. Árni Páll Árnason er ekki viss um hvort hann ætli að gefa áfram kost á sér.

Árni Páll Árnason
Auglýsing

Lands­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar verður hald­inn 4. júní næst­kom­andi. Í aðdrag­anda hans verður kosið um for­ystu flokks­ins. 

Fram­kvæmda­stjórn Sam­fylk­ingar ákvað á fundi sínum í dag að lands­fundi skyldi flýtt, en það stendur í lögum flokks­ins að lands­fund eigi að halda á tveggja ára fresti. Sam­kvæmt því hefði átt að halda hann á næsta ári. Ákveðið hefur verið að breyta þessu. 

Mikil umræða hefur verið innan flokks­ins und­an­farið varð­andi lands­fund og for­manns­kosn­ingar í ljósi slæms gengis Sam­fylk­ingar í ítrek­uðum skoð­ana­könn­unum und­an­farnar vikur og mán­uð­i. 

Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, sagði fyrir nokkru að hann væri til í alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu hvenær sem er og bjóst ekki við öðru en hann myndi bjóða sig fram áfram til for­manns. En í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagð­ist hann ekki hafa gert upp hug sinn varð­andi það og ætl­aði að hugsa mál­ið. 

Sema Erla Sedar sagði við Kjarn­ann á mánu­dag að það væri kom­inn tími til að ljúka þessu máli sem hafi verið allt of lengi í bígerð. 

Krist­ján Guy Burgess, fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sendi fjöl­miðlum til­kynn­ingu nú undir kvöld: 

„Fram­kvæmda­stjórn Sam­fylk­ing­ar­innar sam­þykkti í dag ein­róma að boða til lands­fundar 4. júní næst­kom­andi. Í tengslum við fund­inn fer fram alls­herj­ar­at­kvæða­greiðsla um emb­ætti for­manns meðal allra flokks­manna, komi fram ósk um það í sam­ræmi við lög flokks­ins, en Sam­fylk­ingin er eini stjórn­mála­flokk­ur­inn á Íslandi sem velur for­mann með beinni þátt­töku allra félaga. Fram­kvæmda­stjórn ákvað einnig að næsti reglu­legi lands­fundur yrði hald­inn 10.-11. mars 2017, 6 vikum fyrir alþing­is­kosn­ing­ar.

Fram­kvæmda­stjórn telur að staðan í stjórn­mál­unum kalli á að sótt verði í kraft­inn sem býr í 16.000 félögum í Sam­fylk­ing­unni um allt land til að veita for­ystu flokks­ins umboð og leggja lín­urnar fyrir kosn­ing­ar. Lands­fund­ur­inn verður not­aður til að skerpa á mál­efna­vinnu, ræða saman um kosn­inga­á­hersl­ur, og til að sækja fram fyrir jafn­að­ar­stefn­una," segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá segir að lands­fund­ur­inn verði auka­lands­fund­ur sem boðað er til með lög­legum 16 vikna fyr­ir­vara. 

„Það heim­ilar lands­fund­ar­full­trúum að marka stefnu flokks­ins, gera laga­breyt­ing­ar, koma fram með álykt­anir og kjósa í laus emb­ætti. Allir þeir sem kjörnir voru á lands­fund árs­ins 2015, eiga sjálf­krafa setu­rétt auk þess sem heim­ilda verður leitað til að aðild­ar­fé­lög fái að til­nefna upp í heild­ar­fjölda þeirra full­trúa sem þau hafa rétt á sam­kvæmt lögum flokks­ins, með það að mark­miði að allir flokks­fé­lagar sem áhuga hafa, geti sótt fund­inn. Auka­lands­fundur kemur ekki í stað reglu­legs lands­fundar sem halda skal annað hvert ár og verður næst hald­inn í mars 2017. 

Í ljósi þess­arar ákvörð­unar fram­kvæmda­stjórnar verður á næstu dögum valin kjör­stjórn sem mun stýra alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu um emb­ætti for­manns og kosn­ingum til ann­arra emb­ætta sem verða laus á fund­in­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttir
None