Ferðamenn voru fjórum sinnum fleiri en íslenska þjóðin í fyrra

Ferðamenn
Auglýsing

Ferða­mönnum sem heim­sóttu Íslands fjölg­aði um 291 þús­und á síð­asta ári. Það jafn­gildir því að um 88 pró­sent íslensku þjóð­ar­inn­ar, sem telur 329.100 manns sam­kvæmt síð­ustu birtu tölum Hag­stofu Íslands, myndi heim­sækja landið til við­bótar við þá sem gerðu það árið 2014. Alls komu 1.289.140 ferða­menn til Íslands á árinu 2015, eða fjórum sinnum fleiri en búa á Íslandi. Þetta kemur fram í tölum Ferða­mála­stofu Íslands um fjölda erlendra ferða­manna sem birtar voru í morg­un. 

Til við­bótar komu 100.141 far­þegar til Reykja­víkur með 108 skemmti­ferða­skip­um. Þar sem þeir dvelja ekki á land­inu yfir nótt eru þeir taldir sér­stak­lega sem dag­ferða­menn. Alls nemur aukn­ingin á milli ára 29,1 pró­sent. 

Flestir koma frá Banda­ríkj­unum og gríða­leg fjölgun Kin­verja

Meg­in­þorri ferða­manna kemur til lands­ins með flugi í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl, eða 98 pró­sent þeirra. 

Auglýsing

Af þeim sem koma þá leið koma lang­flestir frá Banda­ríkj­unum (243 þús­und manns) eða Bret­landi (241 þús­und manns). Gestum frá þessum tveimur löndum fjölgar líka lang­hraðast, en gestum frá Banda­ríkj­unum fjölg­aði um 60 pró­sent á milli ára og gestum frá Bret­landi um 33,5 pró­sent. Kín­verjum fjölg­aði einnig mik­ið, en alls heim­sóttu 48 þús­und slíkir Ísland á árinu 2015. Það 83 pró­sent fleiri en gerðu það árið 2014. Gestum frá Nor­egi fækk­aði hins begar um rúm tvö þús­und á milli ára og gestum frá Dan­mörku fjölg­aði ein­ungis um tvö pró­sent á milli ára.

Fjölda­met slegin í öllum mán­uðum árs­ins 2015

Athygli vekur að fjölda­met voru slegin í öllum mán­uðum árs­ins 2015. Auk­in­ing á milli ára fór yfir 30 pró­sent átta mán­uði árs­ins en hún var hlut­falls­lega mest í októ­ber, þegar ferða­mönnum sem komu til lands­ins um Kefla­vík­ur­flug­völl fjölg­aði um heil 49,3 pró­sent. 

Í grein­ingu Ferða­mála­stofu segir að lík­legt sé að ýmsir þætti hafi áhrif á þessa aukn­ing­u. Þar má nefna árangur af umfangs­miklu mark­aðs­starfi og mikla fjöl­miðlaum­fjöllun um land­ið, ásamt jákvæðum áhrifum af hag­stæðu gengi og auknu fram­boði á flug­sæt­u­m."

Þá heldur ferða­mönnum áfram að fjölga utan háann­ar­tíma. Í fyrra komu 40,2 pró­sent ferða­manna sem hingað komu yfir sum­ar­tím­ann en þeir höfðu verið 42,4 pró­sent af ferða­mönnum árið áður. Mest var aukn­ingi á gstum sem hingað koma á haustin, frá byrjun sept­em­ber og út októ­ber­mán­uð. Þeim fjölg­aði um heil 43,6 pró­sent á milli ára. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None