Ferðamenn voru fjórum sinnum fleiri en íslenska þjóðin í fyrra

Ferðamenn
Auglýsing

Ferða­mönnum sem heim­sóttu Íslands fjölg­aði um 291 þús­und á síð­asta ári. Það jafn­gildir því að um 88 pró­sent íslensku þjóð­ar­inn­ar, sem telur 329.100 manns sam­kvæmt síð­ustu birtu tölum Hag­stofu Íslands, myndi heim­sækja landið til við­bótar við þá sem gerðu það árið 2014. Alls komu 1.289.140 ferða­menn til Íslands á árinu 2015, eða fjórum sinnum fleiri en búa á Íslandi. Þetta kemur fram í tölum Ferða­mála­stofu Íslands um fjölda erlendra ferða­manna sem birtar voru í morg­un. 

Til við­bótar komu 100.141 far­þegar til Reykja­víkur með 108 skemmti­ferða­skip­um. Þar sem þeir dvelja ekki á land­inu yfir nótt eru þeir taldir sér­stak­lega sem dag­ferða­menn. Alls nemur aukn­ingin á milli ára 29,1 pró­sent. 

Flestir koma frá Banda­ríkj­unum og gríða­leg fjölgun Kin­verja

Meg­in­þorri ferða­manna kemur til lands­ins með flugi í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl, eða 98 pró­sent þeirra. 

Auglýsing

Af þeim sem koma þá leið koma lang­flestir frá Banda­ríkj­unum (243 þús­und manns) eða Bret­landi (241 þús­und manns). Gestum frá þessum tveimur löndum fjölgar líka lang­hraðast, en gestum frá Banda­ríkj­unum fjölg­aði um 60 pró­sent á milli ára og gestum frá Bret­landi um 33,5 pró­sent. Kín­verjum fjölg­aði einnig mik­ið, en alls heim­sóttu 48 þús­und slíkir Ísland á árinu 2015. Það 83 pró­sent fleiri en gerðu það árið 2014. Gestum frá Nor­egi fækk­aði hins begar um rúm tvö þús­und á milli ára og gestum frá Dan­mörku fjölg­aði ein­ungis um tvö pró­sent á milli ára.

Fjölda­met slegin í öllum mán­uðum árs­ins 2015

Athygli vekur að fjölda­met voru slegin í öllum mán­uðum árs­ins 2015. Auk­in­ing á milli ára fór yfir 30 pró­sent átta mán­uði árs­ins en hún var hlut­falls­lega mest í októ­ber, þegar ferða­mönnum sem komu til lands­ins um Kefla­vík­ur­flug­völl fjölg­aði um heil 49,3 pró­sent. 

Í grein­ingu Ferða­mála­stofu segir að lík­legt sé að ýmsir þætti hafi áhrif á þessa aukn­ing­u. Þar má nefna árangur af umfangs­miklu mark­aðs­starfi og mikla fjöl­miðlaum­fjöllun um land­ið, ásamt jákvæðum áhrifum af hag­stæðu gengi og auknu fram­boði á flug­sæt­u­m."

Þá heldur ferða­mönnum áfram að fjölga utan háann­ar­tíma. Í fyrra komu 40,2 pró­sent ferða­manna sem hingað komu yfir sum­ar­tím­ann en þeir höfðu verið 42,4 pró­sent af ferða­mönnum árið áður. Mest var aukn­ingi á gstum sem hingað koma á haustin, frá byrjun sept­em­ber og út októ­ber­mán­uð. Þeim fjölg­aði um heil 43,6 pró­sent á milli ára. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None