Virði háspennulína og tengivirkja Landsnets eykst um 23 milljarða króna

Landsnet hagnaðist um rúmlega fjóra milljarða króna í fyrra. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins fór úr 23,5 prósentum í rúmlega 40 prósent.

landsnet
Auglýsing

Verð­mæti eigna Lands­nets jóks mikið milli áranna 2014 og 2015, en virði tengi­virkja og háspennu­lína, sem eru hluti af eigna­safni fyr­ir­tæk­is­ins, jókst um 23 millj­arða króna. Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi Lands­nets, en end­ur­mat á eignum félags­ins skil­aði sér í þessum miklu breyt­ing­um. Háspennu­línur eru metnar á 49,5 millj­arða, sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið í fyrra, en á árinu 2014 voru lín­urnar metnar á 37,5 millj­arða. Þá eru tengi­virki metin á 34 millj­arða, sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið í fyrra, en sömu eignir voru metnar á 23,2 millj­arða í lok árs 2014.

Efnahagur Landsnets.

Ástæðan fyrir end­ur­mat­inu á þessu eignum má rekja til end­ur­mats til sam­ræmis við alþjóð­lega reikn­ings­skila­staðla. Við end­ur­matið var beitt tvenns konar aðferð­um, sam­kvæmt skýr­ingum í árs­reikn­ingi. Ann­ars vegar var litið til áætl­aðs end­ur­bygg­ing­ar­kostn­aðar flutn­ings­kerf­is­ins, sem var met­inn af óháðum sér­fræð­ingum í árs­byrjun 2015 og fram­reikn­aður til árs­loka 2015. Hins vegar var lagt mat á rekstr­ar­virði með sjóð­streym­is­grein­ingu, fram­reikn­að. Mats­tíma­bil­ið var frá 2016 til 2025 og eftir það reiknað fram­tíð­ar­virði rekstr­ar. 

Auglýsing

End­ur­mat árs­ins var byggt á rekstr­ar­virð­i nú­ver­andi eigna félags­ins og gert ráð fyrir að fjár­fest­ingar myndu jafn­gilda afskriftum núver­andi eigna­stofns. „Nú­virð­ing fram­tíð­ar­sjóð­streymis var byggð á veg­inni með­alarð­semi (WACC) sem félag­inu er úthlutað fyr­ir­ stórnot­endur og dreifi­veit­ur. End­ur­matið fellur undir stig 3 í stig­veldi gang­virð­is,“ segir í skýr­ing­un­um.

Yfirlit yfir rekstur Landsnet, úr ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2015.

Þetta end­ur­mat á eignum Lands­nets stór­bætir fjár­hags­lega stöðu félags­ins, eins og gefur að skila. Rekst­ur­inn hefur staðið traustum fótum en ekki síst vegna end­ur­mats­ins á eign­unum hækkar eig­in­fjár­hlut­fallið úr rúm­lega 23 pró­sent í rúm­lega 40 pró­sent. 

Rekstr­ar­tekjur námu 16,1 millj­arði króna árið 2015 á móti 14,3 millj­örðum króna árið áður sem er tæp­lega 13 pró­sent hækkun og skýrist meðal ann­ars af hag­stæðri geng­is­þró­un.

Rekstr­ar­hagn­aður fyrir fjár­magnsliði (EBIT) nam 7,5 millj­örðum króna sam­an­borið 6,2 millj­arða króna árið áður. Hækk­unin er um 1,3 millj­arðar króna á milli ára og skýrist einnig af hag­stæðri geng­is­þró­un.

Lausa­fjár­staða félags­ins var traust í árs­lok, en hand­bært fé í lok árs nam rúm­lega átta millj­örðum króna og hand­bært fé frá rekstri á árinu nam 8,1 millj­arði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None