Virði háspennulína og tengivirkja Landsnets eykst um 23 milljarða króna

Landsnet hagnaðist um rúmlega fjóra milljarða króna í fyrra. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins fór úr 23,5 prósentum í rúmlega 40 prósent.

landsnet
Auglýsing

Verðmæti eigna Landsnets jóks mikið milli áranna 2014 og 2015, en virði tengivirkja og háspennulína, sem eru hluti af eignasafni fyrirtækisins, jókst um 23 milljarða króna. Þetta má lesa út úr ársreikningi Landsnets, en endurmat á eignum félagsins skilaði sér í þessum miklu breytingum. Háspennulínur eru metnar á 49,5 milljarða, samkvæmt ársreikningi fyrir árið í fyrra, en á árinu 2014 voru línurnar metnar á 37,5 milljarða. Þá eru tengivirki metin á 34 milljarða, samkvæmt ársreikningi fyrir árið í fyrra, en sömu eignir voru metnar á 23,2 milljarða í lok árs 2014.

Efnahagur Landsnets.

Ástæðan fyrir endurmatinu á þessu eignum má rekja til endurmats til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Við endurmatið var beitt tvenns konar aðferðum, samkvæmt skýringum í ársreikningi. Annars vegar var litið til áætlaðs endurbyggingarkostnaðar flutningskerfisins, sem var metinn af óháðum sérfræðingum í ársbyrjun 2015 og framreiknaður til ársloka 2015. Hins vegar var lagt mat á rekstrarvirði með sjóðstreymisgreiningu, framreiknað. Matstímabilið var frá 2016 til 2025 og eftir það reiknað framtíðarvirði rekstrar. 

Auglýsing

Endurmat ársins var byggt á rekstrarvirði núverandi eigna félagsins og gert ráð fyrir að fjárfestingar myndu jafngilda afskriftum núverandi eignastofns. „Núvirðing framtíðarsjóðstreymis var byggð á veginni meðalarðsemi (WACC) sem félaginu er úthlutað fyrir stórnotendur og dreifiveitur. Endurmatið fellur undir stig 3 í stigveldi gangvirðis,“ segir í skýringunum.

Yfirlit yfir rekstur Landsnet, úr ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2015.

Þetta endurmat á eignum Landsnets stórbætir fjárhagslega stöðu félagsins, eins og gefur að skila. Reksturinn hefur staðið traustum fótum en ekki síst vegna endurmatsins á eignunum hækkar eiginfjárhlutfallið úr rúmlega 23 prósent í rúmlega 40 prósent. 

Rekstrartekjur námu 16,1 milljarði króna árið 2015 á móti 14,3 milljörðum króna árið áður sem er tæplega 13 prósent hækkun og skýrist meðal annars af hagstæðri gengisþróun.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 7,5 milljörðum króna samanborið 6,2 milljarða króna árið áður. Hækkunin er um 1,3 milljarðar króna á milli ára og skýrist einnig af hagstæðri gengisþróun.

Lausafjárstaða félagsins var traust í árslok, en handbært fé í lok árs nam rúmlega átta milljörðum króna og handbært fé frá rekstri á árinu nam 8,1 milljarði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None