Píratar taka á samskiptaörðugleikum með sálfræðingi

Píratar
Auglýsing
Þing­flokkur Pírata hefur haf­ist handa við að vinna úr sam­skipta­örð­ug­leikum sínum með hjálp vinnu­stað­arsál­fræð­ing­ar. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá hon­um. Þar segir að álagið á þá fáu kjörnu full­trúa sem Píratar hafi á þingi og í sveita­stjórn hafi marg­fald­ast sam­hliða því að flokk­ur­inn hafi vaxið og dafn­að. Vegna þessa hafi þing­menn Pírata átt í sam­skiptar­erf­ið­leik­um, eins og oft vilji verða þegar fólk er undir álagi. En við erum þrátt fyrir allt lausn­a­miðað fólk og höfum því haf­ist handa við að vinna úr þessum örð­ug­leikum undir hand­leiðslu vinnu­staða­sál­fræð­ings. Það hefur verið mann­bæt­andi ferli sem við þing­menn­irnir njótum nú þegar góðs af með lausn­a­mið­ari aðferða­fræði um hvernig má vinna betur saman með umburð­ar­lyndi og sátt að leið­ar­ljósi.   Það er sam­hugur meðal þing­flokks­ins að leysa innri ágrein­ing á sem far­sælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sam­ein­ingu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mik­inn árangur á skömmum tíma.  Mál­staður okkar og stefnu­mál eru stærri en hvert okk­ar. Við erum miklu sterk­ari sam­einuð heldur en sundruð og við í þing­flokki Pírata teljum okkur koma sterk­ari og sam­heldn­ari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr."Undir til­kynn­ing­una skrifa Helgi Hrafn Gunn­ars­son, Birgitta Jóns­dóttir og Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir.

Sauð uppúr eftir við­tal um helg­ina

Sam­skipta­örð­ug­leikar milli Pírata komu skýrt fram um helg­ina. Helgi Hrafn var þá í við­tali í Kjarn­anum þar sem hann sagði að það væri mis­skiln­ingur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjör­tíma­bili. Það sé Birgitta sem sé á þeirri skoð­un, en til­laga hennar um málið hafi verið felld á aðal­fundi og hann sé ekki sam­mála henni í mál­inu.

Birgitta Jóns­dóttir sagði að það væri „stór­kost­lega mikil rang­færsla“ hjá sam­flokks­manni henn­ar, þing­mann­inum Helga Hrafni Gunn­ars­syni, að til­laga hennar um styttra þing á næsta kjör­tíma­bili hafi verið felld á aðal­fundi. „Henni var breytt smá­vægi­lega þar sem ákveðið var að hafa það opn­ara en ella að hafa þetta lengur en 9 mán­uði, þetta er þó sam­kvæmt til­lög­unni ekki ályktun um lengra tíma­bil en eitt þing.“ Hún sagð­ist svo hafa áhyggjur af mál­inu og að hún hafi útrétt sátta­hönd og beðið Helga Hrafn um að fara ekki í við­töl um ágrein­ings­mál. Hann hafi því miður ekki virt það. 

Helgi Hrafn bað Birgittu í kjöl­farið afsök­un­ar.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None