Ásmundur vill skoða hvort snúa eigi hælisleitendum við í Keflavík

Ásmundur Friðriksson vill að landamæri Íslands verði lokaðri vegna flóttamannastraumsins. Hann segir góða fólkið og fjölmiðla rífa fólk í sig fyrir að hafa skoðun á málinu.

ásmundur friðriksson
Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að við skoðum það hvort það sé nauð­syn­legt á þess­ari stundu að flótta­mönn­um, eða hæl­is­leit­end­um, sé snú­ið við í Kefla­vík og þeir sendir aftur til síns heima.“ Þetta sagði Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Alþingi í dag

Ásmundur sagði að fréttir af því að hæl­is­leit­andi á Kjal­ar­nesi hafi hótað að kveikja í sér í gær hafi vakið með honum óhug. „Flótta­manna­straum­ur­inn er stór­kost­legt vanda­mál eins og við höfum heyrt á und­an­förn­um ­mán­uð­um. Svíar og Danir hafa lokað landa­mærum sínum til að ­tak­marka komu flótta­manna og til að geta fylgst með því hverj­ir koma til lands­ins. Aust­ur­rík­is­menn og Balk­an­löndin hafa fund­að ­sér­stak­lega vegna vanda Schen­gen-­svæð­is­ins en Grikk­land er galop­ið og þar streymir flótta­fólk inn sem aldrei fyrr og á þá greiða ­leið inn í Schen­gen-lönd­in.“

Hann spurði því næst hvort Íslend­ingar ættu að fara að ráðum Svía og Dana og tak­marka aðgengi fólks til lands­ins eins og var fyrir til­komu Schengen. 

Auglýsing

Ég auð­vitað þekki það af eigin raun hvað það er erfitt að taka þátt í þess­ari umræðu. Maður er rif­inn í sig af góða ­fólk­inu og fjöl­miðlum ef maður þorir að opna munn­inn og hafa ­skoð­un. Fólkið í land­inu þorir ekki að opin­bera skoðun á þessum mál­u­m,“ sagði Ásmund­ur. Hann sagð­ist því telja að í þing­sal þyrfti að ræða hvort ekki þurfi að gera breyt­ingar á opnum landa­mærum lands­ins. „Ég held að það sé mál að linn­i.“ 

Vildi kanna bak­grunn múslima

Fyrir rúmu ári síðan skap­að­ist mikil umræða eftir að Ásmundur spurði að því á Face­book-­síðu sinni hvort bak­grunnur múslima á Íslandi hafi verið kann­að­ur, og hvort ein­hverjir þeirra hafi farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða barist í löndum þar sem „óöld ríkir meðal múslima.“ Ásmundur sagði þá að hann væri að vekja umræðu um þessi mál. „Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leyn­ist slíkt fólk. Ég hef ekki hug­mynd um það. Mér finnst að við eigum að taka umræð­una um það. Hvað við viljum gera og hvernig við viljum standa að þessu,“ sagði Ásmundur í við­tali við Vísi og þvertók fyrir að ummæli hans lit­uð­ust af ras­isma.

Ummæli hans vöktu hins vegar hörð við­brögð, meðal ann­ars úr hans eigin flokki. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, sem nú er rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði það vera „væg­ast sagt átak­an­legt“ að vera í sama flokki og Ásmund­ur. „For­dómar og fáfræði ein­kenna ummæli hans og passa engan veg­inn við þær frelsis og frjáls­lynd­is­hug­myndir sem ég trúi að meiri­hluti Sjálf­stæð­is­manna standa fyr­ir. Velti fyrir mér hvort hann eigi ekki betur heima í öðrum flokki sem hefur gælt við þessar skoð­anir áður með mjög ósmekk­legum hætt­i." 

Ummæli hans í dag eru ekki í fyrsta sinn sem hann kvartar undan umræð­unni. Hann gerði hryðju­verkin í Kaup­manna­höfn að umtals­efni í febr­úar í fyrra á þing­inu. „Þeir sem vekja athygli á hætt­unni sem steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í sam­fé­lags­um­ræð­unni sem aldrei kemst á það stig að rætt sé um mál­efn­ið.“ Hann sagði tján­ing­ar­frelsið vera fótum troðið og að það virð­ist oft á tíðum aðeins vera fyrir útvalda. Hann fagn­aði því að Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra hefði hafið umræðu um for­virkar rann­sókn­ar­heim­ild­ir. „Tökum umræð­una um þá ógn sem steðjar að í nágranna­löndum okk­ar, en við getum ekki tekið þá áhættu að hún ber­ist ekki hing­að,“ sagði Ásmund­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None