Ásmundur vill skoða hvort snúa eigi hælisleitendum við í Keflavík

Ásmundur Friðriksson vill að landamæri Íslands verði lokaðri vegna flóttamannastraumsins. Hann segir góða fólkið og fjölmiðla rífa fólk í sig fyrir að hafa skoðun á málinu.

ásmundur friðriksson
Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að við skoðum það hvort það sé nauð­syn­legt á þess­ari stundu að flótta­mönn­um, eða hæl­is­leit­end­um, sé snú­ið við í Kefla­vík og þeir sendir aftur til síns heima.“ Þetta sagði Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Alþingi í dag

Ásmundur sagði að fréttir af því að hæl­is­leit­andi á Kjal­ar­nesi hafi hótað að kveikja í sér í gær hafi vakið með honum óhug. „Flótta­manna­straum­ur­inn er stór­kost­legt vanda­mál eins og við höfum heyrt á und­an­förn­um ­mán­uð­um. Svíar og Danir hafa lokað landa­mærum sínum til að ­tak­marka komu flótta­manna og til að geta fylgst með því hverj­ir koma til lands­ins. Aust­ur­rík­is­menn og Balk­an­löndin hafa fund­að ­sér­stak­lega vegna vanda Schen­gen-­svæð­is­ins en Grikk­land er galop­ið og þar streymir flótta­fólk inn sem aldrei fyrr og á þá greiða ­leið inn í Schen­gen-lönd­in.“

Hann spurði því næst hvort Íslend­ingar ættu að fara að ráðum Svía og Dana og tak­marka aðgengi fólks til lands­ins eins og var fyrir til­komu Schengen. 

Auglýsing

Ég auð­vitað þekki það af eigin raun hvað það er erfitt að taka þátt í þess­ari umræðu. Maður er rif­inn í sig af góða ­fólk­inu og fjöl­miðlum ef maður þorir að opna munn­inn og hafa ­skoð­un. Fólkið í land­inu þorir ekki að opin­bera skoðun á þessum mál­u­m,“ sagði Ásmund­ur. Hann sagð­ist því telja að í þing­sal þyrfti að ræða hvort ekki þurfi að gera breyt­ingar á opnum landa­mærum lands­ins. „Ég held að það sé mál að linn­i.“ 

Vildi kanna bak­grunn múslima

Fyrir rúmu ári síðan skap­að­ist mikil umræða eftir að Ásmundur spurði að því á Face­book-­síðu sinni hvort bak­grunnur múslima á Íslandi hafi verið kann­að­ur, og hvort ein­hverjir þeirra hafi farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða barist í löndum þar sem „óöld ríkir meðal múslima.“ Ásmundur sagði þá að hann væri að vekja umræðu um þessi mál. „Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leyn­ist slíkt fólk. Ég hef ekki hug­mynd um það. Mér finnst að við eigum að taka umræð­una um það. Hvað við viljum gera og hvernig við viljum standa að þessu,“ sagði Ásmundur í við­tali við Vísi og þvertók fyrir að ummæli hans lit­uð­ust af ras­isma.

Ummæli hans vöktu hins vegar hörð við­brögð, meðal ann­ars úr hans eigin flokki. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, sem nú er rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði það vera „væg­ast sagt átak­an­legt“ að vera í sama flokki og Ásmund­ur. „For­dómar og fáfræði ein­kenna ummæli hans og passa engan veg­inn við þær frelsis og frjáls­lynd­is­hug­myndir sem ég trúi að meiri­hluti Sjálf­stæð­is­manna standa fyr­ir. Velti fyrir mér hvort hann eigi ekki betur heima í öðrum flokki sem hefur gælt við þessar skoð­anir áður með mjög ósmekk­legum hætt­i." 

Ummæli hans í dag eru ekki í fyrsta sinn sem hann kvartar undan umræð­unni. Hann gerði hryðju­verkin í Kaup­manna­höfn að umtals­efni í febr­úar í fyrra á þing­inu. „Þeir sem vekja athygli á hætt­unni sem steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í sam­fé­lags­um­ræð­unni sem aldrei kemst á það stig að rætt sé um mál­efn­ið.“ Hann sagði tján­ing­ar­frelsið vera fótum troðið og að það virð­ist oft á tíðum aðeins vera fyrir útvalda. Hann fagn­aði því að Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra hefði hafið umræðu um for­virkar rann­sókn­ar­heim­ild­ir. „Tökum umræð­una um þá ógn sem steðjar að í nágranna­löndum okk­ar, en við getum ekki tekið þá áhættu að hún ber­ist ekki hing­að,“ sagði Ásmund­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None