Enginn grunaður í Móabarðsmálunum

Vísbendingar vegna tveggja atvika við Móabarð í Hafnarfirði í febrúar hafa engu skilað, að sögn lögreglu. Enginn hefur verið handtekinn eða fengið réttarstöðu grunaðs manns. Rannsókn stendur enn yfir.

Miðbær Hafnarfjarðar.
Miðbær Hafnarfjarðar.
Auglýsing

Eng­inn hefur verið hand­tek­inn eða fengið rétt­ar­stöðu grun­aðs manns í tveimur málum sem til­kynnt var um í Móa­barði í Hafn­ar­firði með viku milli­bili í febr­ú­ar. Árni Þór Sig­mund­ar­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá lög­regl­unni á höf­uð­brog­ar­svæð­inu, segir í sam­tali við Kjarn­ann að rann­sókn máls­ins standi enn yfir. Ábend­ingar hafi þó engu skilað og, eins og áður seg­ir, eng­inn hafi fengið rétt­ar­stöðu grun­aðs manns eða sak­born­ings. 

„Við höldum áfram rann­sókn­inni, tökum á móti ábend­ingum og svo eru ákveðin atriði sem við erum að rann­saka þess utan,” segir Árni Þór. Tækni­deild lög­reglu var send á stað­inn í bæði skipt­in. Konan er ekki alvar­lega slös­uð.

Tvisvar lýst eftir svart­klæddum manni

Vísir greindi frá því 18. febr­úar að lög­regla hafi verið kölluð út að íbúð­ar­húsi við Móa­barð í Hafn­ar­firði, mánu­dags­morg­un­inn 15. febr­ú­ar. Kona til­kynnti um alvar­lega lík­ams­árás á heim­ili sínu hvar hún hafði verið ein heima með ungt barn. Sam­kvæmt heim­ildum Vísis villti mað­ur­inn á sér heim­ildir og þótt­ist vera að lesa af mælum orku­fyr­ir­tæk­is. 

Auglýsing

Lög­reglan gaf út til­kynn­ingu í kjöl­far fréttar Vísis þar sem lýst var eftir föl­leitum karl­manni, á aldr­inum 35 til 45 ára, um 180 senti­metrar á hæð, með svarta húfu, svarta hanska og í svartri úlpu. Lýst var eftir vitnum og veg­far­endum sem höfðu orðið manns­ins var­ir. Leitin skil­aði engum hald­bærum vís­bend­ing­um.

Viku síð­ar, klukkan átta á sunnu­dags­kvöld­inu 21. febr­ú­ar, fékk lög­regla aftur til­kynn­ingu um lík­ams­árás á sama heim­ili og ítrek­aði lýs­ingu sína í fjöl­miðlum í kjöl­far­ið. Grunur lék á að sami maður hafi komið aftur og veist á ný að kon­unn­i. 

Frá­sagnir af víg­bún­aði íbúa við Móa­barð

Greint var frá því í kjöl­far seinni til­kynn­ing­ar­innar að kon­unni hafi verið komið fyrir á öruggum stað og að leit lög­reglu að mann­inum standi enn yfir. Í kjöl­farið fjöll­uðu fjöl­miðlar um að íbúar við Móa­barð væru teknir að víg­bú­ast með hagla­byssum og bar­eflum og gagn­rýndu lög­reglu fyrir skort á upp­lýs­ing­um. Lög­reglan sendi þá út yfir­lýs­ingu um að ekki væri ástæða til að ótt­ast. Ef hætta verði talin á ferðum grípi lög­regla til aðgerða og láti fólk vita. Rann­sókn lög­reglu stendur enn yfir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None