Rannsókn á fjárkúgunarmálinu lokið

sigmundur_malin_hlin.jpg
Auglýsing

Rann­sókn lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á til­raun til að kúga fé út úr Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og öðrum manni, er lok­ið. Málið er komið til hér­aðs­sak­sókn­ara þar sem ákvörðun verður tekin um hvort ákært verður í mál­inu eða ekki. 

Syst­urnar Malín Brand og Hlín Ein­ars­dóttir voru hand­teknar í maí í fyrra vegna til­raunar sinnar til að kúga fé út úr Sig­mundi Dav­íð. Þær sendu fjár­kúg­un­ar­bréf, þar sem þess var kraf­ist að hann greiddi þeim átta millj­ónir króna. Pen­ing­ana átti hann að skilja eftir á til­teknum stað syðst í Hafn­ar­firði, en það var þar sem syst­urnar voru hand­tekn­ar. 

Skömmu síðar kom upp annað mál, þar sem fyrr­ver­andi sam­starfs­maður Hlínar kærði syst­urnar einnig fyrir fjár­kúg­un. Hann sagði syst­urnar hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun ef hann greiddi þeim ekki 750 þús­und krón­ur, sem hann gerði. Hann kærði þær og þessi tvö fjár­kúg­un­ar­mál bíða nú ákvörð­unar um ákæru. Hlín lagði svo fram kæru á hendur mann­inum fyrir nauðgun skömmu síð­ar. 

Auglýsing

Sögð­ust hafa upp­­lýs­ingar sem kæmu for­­sæt­is­ráð­herra illa

Upp­­lýs­ing­­arnar í fjár­­­kúg­un­­ar­bréf­inu áttu að koma Sig­­mundi Davíð Gunn­laugs­­syni for­­sæt­is­ráð­herra illa, og hótað var að gera þær opin­berar í bréf­in­u ­­sem stílað var á eig­in­­konu hans. Þessar upp­­lýs­ingar snér­ust um að Sig­­mundur Davíð eða aðilar tengdir honum hafi haft aðkomu að því að Pressan hafi fengið lána­­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka. Björn Ingi, aðal­­eig­andi Press­unn­­ar, er með sterk tengsl við Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn. Hann starf­aði á árum áður sem aðstoð­­ar­­maður þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra flokks­ins, Hall­­dórs Ásgríms­­son­­ar, og sat fyrir hönd hans í borg­­ar­­stjórn Reykja­víkur um skeið. Björn Ingi til­­kynnti hins vegar að hann væri hættur afskiptum af stjórn­­­málum í byrjun árs 2008 og hefur síðan þá starfað við fjöl­miðla.

Vísir greindi fyrst frá því að upp­­lýs­ing­­arnar hefðu átt að tengj­­ast MP banka. Þar var rætt við ­­Arnar Ægis­­son, fram­­kvæmda­­stjóra Press­unn­­ar, um rúm­­lega 60 milljón króna hækkun á skuldum félags­­ins á árinu 2013. Þar segir hann að lík­­­lega sé um að ræða yfir­­­færslu á yfir­­drætti sem var í eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Vef­­press­unni ehf. Hann stað­­festir að yfir­­­drátt­­ur­inn sé hjá MP banka. ­­Arnar hafn­aði strax öllum tengslum Pressunnar við for­­sæt­is­ráð­herra. Hann hafn­aði einnig að lána­­fyr­ir­greiðsla MP banka hafi verið fengin að til­­stillan Sig­­mundar Dav­­íðs eða aðilum tengdum hon­­um.

Fyrst um sinn voru sagðar fréttir af því að kúg­unin hafi snú­ist um upp­­lýs­ingar um að Sig­­mundur Davíð hefði tengst fjár­­­mögnun á kaupum Björns Inga á DV. ­­Björn Ingi setti inn færslu á Face­­book þriðju­dag­inn 2. júní. Þar sagði hann: „Ég er harmi sleg­inn yfir fregnum dags­ins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. For­­sæt­is­ráð­herra fjár­­­magn­aði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blað­inu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé til­­lit til þess að hér er mann­­legur harm­­leikur á ferð­inni og að aðgát skuli höfð í nær­veru sál­­ar.“

Sig­­mundur Davíð sendi frá sér yfir­­lýs­ingu sama dag þar sem sagði m.a.: „ég hef engin fjár­­hags­­leg tengsl við Björn Inga Hrafns­­son, né hef ég komið að kaupum Vef­­pressunnar á DV á nokkurn hátt.“ ­­Síðar setti for­­sæt­is­ráð­herra svo inn stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book þar sem hann ítrek­aði að hann hefði „ekki nokkra ein­­ustu aðkomu að eig­enda­­skiptum á DV og veit ekk­ert um aðdrag­anda og gang þeirra mála.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None